Hátækniinngrip frá öðru landi Óli Kristján Ármannsson skrifar 18. september 2013 07:00 Jean-Pascal Labille, atvinnuvega- og þróunarsamvinnuráðherra Belgíu og Didier Bellens, forstjóri Belgacom, helsta símafélags Belgíu, fjölluðu um innbrot í tölvukerfi símafyrirtækisins á blaðamannafundi í gær. Nordicphotos/AFP Belgacom, stærsta símafyrirtæki Belgíu, upplýsti í byrjun vikunnar um að brotist hafi verið inn í tölvukerfi þess, að því er virtist í þeim tilgangi að njósna. Í tilkynningu Elio di Rupo, forsætisráðherra Belgíu, kemru fram að tilgangur innbrotsins virtist vera „markviss söfnun upplýsinga“ með tækni sem benti til „aðkomu annars lands“ að njósnunum. Sérfræðingar Belgacom eru sagðir hafa uppgötvað rafræn fótspor í upplýsingatæknikerfum félagsins en hafi „tryggt öryggi kerfisins á ný“ núna um helgina. Njósnirnar hafi verið kærðar til ríkissaksóknara. Hvorki ríkisstjórnin né Belgacom hafa nefnt hver kynni að vera á bak við árásina.Í belgíska blaðinu De Standaard er því haldið fram að Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) hafi brotist inn í tölvukerfi Belgacom.Nordicphotos/AFPNjósnirnar uppgötvuðust hins vegar örfáum vikum eftir uppljóstranir Edwards Snowden um að bandarískar eftirlitsstofnanir hleruðu stofnanir Evrópusambandsins með aðsetur í Brussel. Evrópuráðið hefur sagst hafa farið fram á skýringar frá Bandaríkjunum. Belgacom segir viðskiptavini ekki hafa orðið fyrir óþægindum eða tjóni. „Vírusinn sem safnaði upplýsingum fannst bara í innra tölvukerfi Belgacom, ekki í fjarskiptanetinu,“ segir í yfirlýsingu fyrirtækisins. Harðorð yfirlýsing stjórnvalda þykir hins vegar benda til þess inngripið hafi verið alvarlegt bæði að umfangi og eðli. „Ef kenningin fæst staðfest og málið snýst í raun um rafrænar njósnir, þá fordæmir ríkisstjórnin inngripið harðlega, sem og að brotið sé með þeim hætti á trúverðugleika fyrirtækis í almannaeigu,“ segir í yfirlýsingunni. „Sé raunin sú þá tekur ríkisstjórnin í framhaldinu viðeigandi skref,“ segir þar jafnframt, án frekari útlistunar. Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Belgacom, stærsta símafyrirtæki Belgíu, upplýsti í byrjun vikunnar um að brotist hafi verið inn í tölvukerfi þess, að því er virtist í þeim tilgangi að njósna. Í tilkynningu Elio di Rupo, forsætisráðherra Belgíu, kemru fram að tilgangur innbrotsins virtist vera „markviss söfnun upplýsinga“ með tækni sem benti til „aðkomu annars lands“ að njósnunum. Sérfræðingar Belgacom eru sagðir hafa uppgötvað rafræn fótspor í upplýsingatæknikerfum félagsins en hafi „tryggt öryggi kerfisins á ný“ núna um helgina. Njósnirnar hafi verið kærðar til ríkissaksóknara. Hvorki ríkisstjórnin né Belgacom hafa nefnt hver kynni að vera á bak við árásina.Í belgíska blaðinu De Standaard er því haldið fram að Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) hafi brotist inn í tölvukerfi Belgacom.Nordicphotos/AFPNjósnirnar uppgötvuðust hins vegar örfáum vikum eftir uppljóstranir Edwards Snowden um að bandarískar eftirlitsstofnanir hleruðu stofnanir Evrópusambandsins með aðsetur í Brussel. Evrópuráðið hefur sagst hafa farið fram á skýringar frá Bandaríkjunum. Belgacom segir viðskiptavini ekki hafa orðið fyrir óþægindum eða tjóni. „Vírusinn sem safnaði upplýsingum fannst bara í innra tölvukerfi Belgacom, ekki í fjarskiptanetinu,“ segir í yfirlýsingu fyrirtækisins. Harðorð yfirlýsing stjórnvalda þykir hins vegar benda til þess inngripið hafi verið alvarlegt bæði að umfangi og eðli. „Ef kenningin fæst staðfest og málið snýst í raun um rafrænar njósnir, þá fordæmir ríkisstjórnin inngripið harðlega, sem og að brotið sé með þeim hætti á trúverðugleika fyrirtækis í almannaeigu,“ segir í yfirlýsingunni. „Sé raunin sú þá tekur ríkisstjórnin í framhaldinu viðeigandi skref,“ segir þar jafnframt, án frekari útlistunar.
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira