Læknaráð Landspítalans leitar lausna Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 19. september 2013 06:00 Málefni Landspítalans hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu. Nú er að koma í ljós að allur sá niðurskurður sem stjórnendur spítalans hafa hrósað sér af hefur komið alvarlega niður á líðan starfsfólksins og starfsánægju þess. Það hlýtur að vekja eftirtekt að yfirlæknir krabbameinslækninga til fimm ára hættir störfum þegjandi og hljóðalaust og eftir eru læknar sem vart ráða fram úr daglegum verkefnum sem sífellt verða fleiri og flóknari. Starfandi yfirlæknir á krabbameinsdeildinni hefur lýst því í fréttum að erlendis séu tólf læknar með krabbameinslækningar sem sérgrein en þeir hugsi sér ekki að koma heim. Hvernig stendur á því að læknar, ekki bara á þessari umræddu deild, hafi hætt og þeir sem eru erlendis hafi ekki áhuga á að koma heim? Er það ekki falleinkunn fyrir þá sem stýra heilbrigðismálum hérlendis að svo sé komið? Þessi þróun var engu að síður fyrirséð og það hefur verið varað við henni í ræðu og riti í töluverðan tíma. Yfirstandandi vandi lyflækningasviðs er ekki séríslenskt vandamál heldur er þetta vandamál sem sjúkrahús erlendis standa einnig frammi fyrir. Fólk nær almennt hærri aldri en áður og læknisfræðinni hefur fleygt fram þannig að fólk lifir lengur með hina ýmsu kvilla en áður var. Það þýðir að hver einstaklingur er oft með margþætt vandamál sem krefjast flókinna úrræða og margs konar lyfjameðferðar. Starfsánægjukannanir LSH hafa sýnt að margir sérfræðingar spítalans hugsa oft um það að hætta og starfsánægja þeirra sem og unglækna er ekki mikil. Það hlýtur óhjákvæmilega að endurspegla þá þjónustu sem þeir veita sjúklingum sínum. Ekki hefur stjórn spítalans reynt að bregðast við niðurstöðum þessara kannana og því mætti spyrja: Hví er verið að kosta til mikilvægra kannana ef það á að hundsa niðurstöðurnar og stinga þeim undir stól? Ekki teljast slík vinnubrögð góð vísindi í læknisfræðilegri rannsókn. Niðurstaðan er óánægðir læknar vegna álags og lélegs aðbúnaðar í vinnunni og það bitnar á sjúklingunum. Stjórn Læknaráðs Landspítalans hefur lengi haft áhyggjur af þessari uggvænlegu þróun. Á síðasta vetri var efnt til funda vegna ofangreindra málefna þar sem ráðið ályktaði bæði vegna niðurstaðna starfsánægjukönnunarinnar og vegna of mikils álags, sem og vegna skorts á aðbúnaði lækna. Á þessu ári í byrjun sumars sendi stjórnin frá sér ályktun. Þá stóð til að ráða fjölda læknanema í störf unglækna og þannig auka álag á sérfræðinga spítalans sem þegar eru störfum hlaðnir. Nú í byrjun september sendum við aftur frá okkur ályktun þar sem skorað var á yfirvöld spítalans að finna lausnir á margþættum vanda lyflækningasviðs í samráði við lækna sviðsins. Við í stjórn Læknaráðs höfum að undanförnu verið með puttann á púlsinum í þessum málum og fylgst með því sem er að gerast, bæði fundað með millistjórnendum og eins heyrt í læknum sem vinna á gólfinu. Okkur er ljóst að margir sérfræðingar eru við það að hætta störfum vegna álags og óánægju í vinnunni en geta samt sem áður sjúklinganna vegna, ekki hugsað sér það. Við höfum setið fundi á lyflækningasviði og hlustað á bæði sérfræðinga og deildarlækna lýsa ástandi sem stundum virðist eiga betur við í „ER“ sjónvarpslæknaseríu en á sjúkrahúsi í Reykjavík árið 2013. Eftir að skipuriti Landspítalans var breytt og sviðum fækkað hafa sviðsstjórar og stjórnendur fjarlægst til muna fólkið sem vinnur á gólfinu. Þar er hamast við hið ómögulega. Reynt að halda utan um fjármagn og auka hagræðingu og sparnað, þegar það er þegar ómögulegt. Myndast hefur gjá á milli stjórnenda og þeirra sem vinna vinnuna. Til að laga þetta þarf að auka samtal og leyfa læknum sjúkrahússins að vera meira með í ákvörðunum sem snerta þeirra vinnu. Einnig þarf að tryggja að unglæknar séu ekki settir í þá skaðræðisstöðu að ráða ekki við þau verkefni sem fyrir liggja þannig að þeir fyllist kvíða og finnst að ekki sé stutt við bakið á þeim. Einhverra hluta vegna hefur þetta gerst á lyflækningasviði og það er ein ástæða þess að deildarlæknar fást ekki til að vinna þar. Það vekur spurningar um öryggi sjúklinga okkar. Það er augljóst að viðbrögð ráðherra munu létta á álagi sviðsins. Það felst m.a. í því að flýta fyrir því að sjúklingar sem þegar hafa hlotið meðferð á sjúkrahúsinu hafi í önnur hús að venda. Einnig þarf að efla heilsugæsluna hér á höfuðborgarsvæðinu. Það þarf að koma í veg fyrir það að til spítalans leiti fólk sem getur fengið úrlausn sinna mála á næstu heilsugæslustöð. Reyndar hafa læknar m.a. í heilsugæslunni í Mjódd stigið fram og lýst yfir alvarlegu ástandi þar vegna manneklu. Þá komum við að rótum vandans. Það þarf að auka fjármagn verulega til að hægt sé að greiða íslenskum læknum samkeppnishæf laun. Annars er ekki hægt að manna stöður. Hér er auðvitað um pólitíska ákvörðun að ræða. Hún er ekki á valdi stjórnenda heilbrigðisstofnana. Það mun reyna á alþingismenn í náinni framtíð og mikilvægt er að forgangsraða rétt. Þurfum við Íslendingar gat í Vaðlaheiði eða fínt fangelsi fyrir afbrotamenn, hvað þá að reka flottræfilsleg sendiráð víða um heim, þar sem svo byltingarkenndar framfarir hafa átt sér stað í samskiptum að slíkt er gersamlega óþarft? Stjórn Læknaráðs Landspítalans hefur boðað til almenns læknaráðsfundar nk. föstudag. Þar mun forstjóri spítalans taka til máls ásamt fulltrúum prófessora, sérfræðinga og unglækna. Vil ég hvetja alla þá lækna sem komast frá að koma á fundinn og taka þátt í málefnalegri umræðu. Staðan er svona og okkur ber að snúa bökum saman og hjálpast að við að leysa vandann sem er margþættur. Við verðum að reyna að auka starfsánægju lækna Landspítalans því aðeins þannig fáum við yngri lækna til starfa með okkur. Ánægðir deildarlæknar hafa jákvæð áhrif á aðstoðarlækna, sem síðan hafa góð áhrif á læknanema sem nú nema við Háskólann og verða unglæknar áður en langt um líður. Þetta er keðja sem verður aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn, sem nú er við það að slitna. Við í stjórn Læknaráðs munum ekki bregðast þeirri skyldu okkar að vinna að farsælli og varanlegri lausn mála. Hjálpumst að við að gera Landspítalann að eftirsóknarverðum vinnustað, sjúklinga okkar vegna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Málefni Landspítalans hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu. Nú er að koma í ljós að allur sá niðurskurður sem stjórnendur spítalans hafa hrósað sér af hefur komið alvarlega niður á líðan starfsfólksins og starfsánægju þess. Það hlýtur að vekja eftirtekt að yfirlæknir krabbameinslækninga til fimm ára hættir störfum þegjandi og hljóðalaust og eftir eru læknar sem vart ráða fram úr daglegum verkefnum sem sífellt verða fleiri og flóknari. Starfandi yfirlæknir á krabbameinsdeildinni hefur lýst því í fréttum að erlendis séu tólf læknar með krabbameinslækningar sem sérgrein en þeir hugsi sér ekki að koma heim. Hvernig stendur á því að læknar, ekki bara á þessari umræddu deild, hafi hætt og þeir sem eru erlendis hafi ekki áhuga á að koma heim? Er það ekki falleinkunn fyrir þá sem stýra heilbrigðismálum hérlendis að svo sé komið? Þessi þróun var engu að síður fyrirséð og það hefur verið varað við henni í ræðu og riti í töluverðan tíma. Yfirstandandi vandi lyflækningasviðs er ekki séríslenskt vandamál heldur er þetta vandamál sem sjúkrahús erlendis standa einnig frammi fyrir. Fólk nær almennt hærri aldri en áður og læknisfræðinni hefur fleygt fram þannig að fólk lifir lengur með hina ýmsu kvilla en áður var. Það þýðir að hver einstaklingur er oft með margþætt vandamál sem krefjast flókinna úrræða og margs konar lyfjameðferðar. Starfsánægjukannanir LSH hafa sýnt að margir sérfræðingar spítalans hugsa oft um það að hætta og starfsánægja þeirra sem og unglækna er ekki mikil. Það hlýtur óhjákvæmilega að endurspegla þá þjónustu sem þeir veita sjúklingum sínum. Ekki hefur stjórn spítalans reynt að bregðast við niðurstöðum þessara kannana og því mætti spyrja: Hví er verið að kosta til mikilvægra kannana ef það á að hundsa niðurstöðurnar og stinga þeim undir stól? Ekki teljast slík vinnubrögð góð vísindi í læknisfræðilegri rannsókn. Niðurstaðan er óánægðir læknar vegna álags og lélegs aðbúnaðar í vinnunni og það bitnar á sjúklingunum. Stjórn Læknaráðs Landspítalans hefur lengi haft áhyggjur af þessari uggvænlegu þróun. Á síðasta vetri var efnt til funda vegna ofangreindra málefna þar sem ráðið ályktaði bæði vegna niðurstaðna starfsánægjukönnunarinnar og vegna of mikils álags, sem og vegna skorts á aðbúnaði lækna. Á þessu ári í byrjun sumars sendi stjórnin frá sér ályktun. Þá stóð til að ráða fjölda læknanema í störf unglækna og þannig auka álag á sérfræðinga spítalans sem þegar eru störfum hlaðnir. Nú í byrjun september sendum við aftur frá okkur ályktun þar sem skorað var á yfirvöld spítalans að finna lausnir á margþættum vanda lyflækningasviðs í samráði við lækna sviðsins. Við í stjórn Læknaráðs höfum að undanförnu verið með puttann á púlsinum í þessum málum og fylgst með því sem er að gerast, bæði fundað með millistjórnendum og eins heyrt í læknum sem vinna á gólfinu. Okkur er ljóst að margir sérfræðingar eru við það að hætta störfum vegna álags og óánægju í vinnunni en geta samt sem áður sjúklinganna vegna, ekki hugsað sér það. Við höfum setið fundi á lyflækningasviði og hlustað á bæði sérfræðinga og deildarlækna lýsa ástandi sem stundum virðist eiga betur við í „ER“ sjónvarpslæknaseríu en á sjúkrahúsi í Reykjavík árið 2013. Eftir að skipuriti Landspítalans var breytt og sviðum fækkað hafa sviðsstjórar og stjórnendur fjarlægst til muna fólkið sem vinnur á gólfinu. Þar er hamast við hið ómögulega. Reynt að halda utan um fjármagn og auka hagræðingu og sparnað, þegar það er þegar ómögulegt. Myndast hefur gjá á milli stjórnenda og þeirra sem vinna vinnuna. Til að laga þetta þarf að auka samtal og leyfa læknum sjúkrahússins að vera meira með í ákvörðunum sem snerta þeirra vinnu. Einnig þarf að tryggja að unglæknar séu ekki settir í þá skaðræðisstöðu að ráða ekki við þau verkefni sem fyrir liggja þannig að þeir fyllist kvíða og finnst að ekki sé stutt við bakið á þeim. Einhverra hluta vegna hefur þetta gerst á lyflækningasviði og það er ein ástæða þess að deildarlæknar fást ekki til að vinna þar. Það vekur spurningar um öryggi sjúklinga okkar. Það er augljóst að viðbrögð ráðherra munu létta á álagi sviðsins. Það felst m.a. í því að flýta fyrir því að sjúklingar sem þegar hafa hlotið meðferð á sjúkrahúsinu hafi í önnur hús að venda. Einnig þarf að efla heilsugæsluna hér á höfuðborgarsvæðinu. Það þarf að koma í veg fyrir það að til spítalans leiti fólk sem getur fengið úrlausn sinna mála á næstu heilsugæslustöð. Reyndar hafa læknar m.a. í heilsugæslunni í Mjódd stigið fram og lýst yfir alvarlegu ástandi þar vegna manneklu. Þá komum við að rótum vandans. Það þarf að auka fjármagn verulega til að hægt sé að greiða íslenskum læknum samkeppnishæf laun. Annars er ekki hægt að manna stöður. Hér er auðvitað um pólitíska ákvörðun að ræða. Hún er ekki á valdi stjórnenda heilbrigðisstofnana. Það mun reyna á alþingismenn í náinni framtíð og mikilvægt er að forgangsraða rétt. Þurfum við Íslendingar gat í Vaðlaheiði eða fínt fangelsi fyrir afbrotamenn, hvað þá að reka flottræfilsleg sendiráð víða um heim, þar sem svo byltingarkenndar framfarir hafa átt sér stað í samskiptum að slíkt er gersamlega óþarft? Stjórn Læknaráðs Landspítalans hefur boðað til almenns læknaráðsfundar nk. föstudag. Þar mun forstjóri spítalans taka til máls ásamt fulltrúum prófessora, sérfræðinga og unglækna. Vil ég hvetja alla þá lækna sem komast frá að koma á fundinn og taka þátt í málefnalegri umræðu. Staðan er svona og okkur ber að snúa bökum saman og hjálpast að við að leysa vandann sem er margþættur. Við verðum að reyna að auka starfsánægju lækna Landspítalans því aðeins þannig fáum við yngri lækna til starfa með okkur. Ánægðir deildarlæknar hafa jákvæð áhrif á aðstoðarlækna, sem síðan hafa góð áhrif á læknanema sem nú nema við Háskólann og verða unglæknar áður en langt um líður. Þetta er keðja sem verður aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn, sem nú er við það að slitna. Við í stjórn Læknaráðs munum ekki bregðast þeirri skyldu okkar að vinna að farsælli og varanlegri lausn mála. Hjálpumst að við að gera Landspítalann að eftirsóknarverðum vinnustað, sjúklinga okkar vegna.
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar