Biðin er óþolandi! Árni Stefán Jónsson skrifar 27. september 2013 06:00 Í síðustu viku fór fram umræða á Alþingi sem vakti athygli mína. Þar var rætt um launamun kynjanna og nytsemi hinna ýmsu aðferða til að afnema hann. Tilefnið var birting launakannana stéttarfélaganna undanfarnar vikur sem enn og aftur sýna kynbundinn launamun, ekki síst hjá ríkinu. Í umræðunni var m.a. rætt um aðferðir á borð við jafnlaunastaðal og jafnlaunapotta. Jafnlaunastaðallinn er nýr og því enn í mótun. Hann getur væntanlega virkað vel á hinum almenna markaði. Hins vegar er vandséð að hann muni virka á einstökum stofnunum ríkisins þar sem meirihluti starfsmanna er konur. Ef það ætti að vera mögulegt verður að skoða ríkið sem einn vinnustað. Fjármálaráðherra efaðist um það í málflutningi sínum að jafnlaunapottar skiluðu í reynd launajafnrétti. Hann sagði reynsluna vera þá að ef einn hópur væri hækkaður umfram aðra, þá eltu hinir. Það er óskiljanlegt hvernig fjármálaráðherra ætlar að jafna laun kynjanna án þess að hækka laun kvenna. Náms- og atvinnuval er oft nefnt sem ein ástæða launamunar, en þurfum við ekki að spyrja okkur að því hvers vegna laun í þeim störfum sem konur velja eru lægri? Þar liggur stærsti vandinn að okkar mati. SFR félagar eru fjölbreyttur hópur, þar eru konur 70% félagsmanna og margar vinna fyrir lægstu launin. Samkvæmt upplýsingum úr nýjustu launakönnun SFR eru þessir lægst launuðu hópar að hækka minnst á milli ára. Bilið er því að aukast og konurnar sitja eftir. Við hjá SFR stéttarfélagi höfum góða reynslu af jafnlaunapottum sem við viljum gjarnan deila með ráðherranum. Við minnum á að niðurstöður launakönnunar SFR nú í ár sýna mestan árangur í baráttunni gegn launamun kynjanna. Við þökkum það m.a. launapottum.Tími til að opna augun Í kjarasamningum 2011 var samið um sértækar hækkanir til tiltekinna faghópa á heilbrigðisstofnunum. Þetta eru störf lækna- og heilbrigðisritara ásamt lyfja- og matartækna, allt störf sem konur hafa svo til eingöngu unnið. Samið var um launapott og hann notaður til þriggja launaflokka hækkunar til þessara starfsstétta í stofnanasamningi, sem kom til framkvæmda í október 2011. Hækkunin skilaði þessum hópi mælanlega betri kjörum. Það sýna launakannanir og gögn frá ríkinu. Það er því auðvelt að sýna fram á að launapottar í formi sértækra hækkana lyfta kvennastéttum og jafna laun þeirra til samanburðar við aðrar starfsstéttir. Aðrir hópar hafa ekki elt og til samanburðar má geta þess að önnur kvennastétt, fulltrúar og skrifstofufólk á LSH sem ekki fékk sértækar launahækkanir, sat eftir og náði ekki meðaltalshækkun. Launakannanir SFR sýna okkur að mikil þörf er á sértækum aðgerðum af þessu tagi þar sem bæði grunn- og heildarlaun hinna svokölluðu kvennastétta (konur 75% starfsmanna eða meira) eru í nánast öllum tilfellum undir meðaltali launa SFR félagsmanna. Við erum sannarlega sammála fjármálaráðherra um það að kynbundinn launamunur sé óþolandi, en biðin eftir raunhæfum aðgerðum til að afnema hann er þó enn meira óþolandi. Í næstu kjarasamningum mun SFR því leggja mikla áherslu á sérstakar ráðstafanir til að leiðrétta launamun, m.a. í formi jafnlaunapotta, því við höfum séð að þeir virka. Ef fjármálaráðherra vill rýna betur í gögnin er hann velkominn til SFR hvenær sem er. Það er nefnilega ekki lengur nóg fyrir stjórnmálamenn að vísa til þess að það þurfi að gera kannanir og safna gögnum. Gögnin eru til staðar og tími til kominn að opna augun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku fór fram umræða á Alþingi sem vakti athygli mína. Þar var rætt um launamun kynjanna og nytsemi hinna ýmsu aðferða til að afnema hann. Tilefnið var birting launakannana stéttarfélaganna undanfarnar vikur sem enn og aftur sýna kynbundinn launamun, ekki síst hjá ríkinu. Í umræðunni var m.a. rætt um aðferðir á borð við jafnlaunastaðal og jafnlaunapotta. Jafnlaunastaðallinn er nýr og því enn í mótun. Hann getur væntanlega virkað vel á hinum almenna markaði. Hins vegar er vandséð að hann muni virka á einstökum stofnunum ríkisins þar sem meirihluti starfsmanna er konur. Ef það ætti að vera mögulegt verður að skoða ríkið sem einn vinnustað. Fjármálaráðherra efaðist um það í málflutningi sínum að jafnlaunapottar skiluðu í reynd launajafnrétti. Hann sagði reynsluna vera þá að ef einn hópur væri hækkaður umfram aðra, þá eltu hinir. Það er óskiljanlegt hvernig fjármálaráðherra ætlar að jafna laun kynjanna án þess að hækka laun kvenna. Náms- og atvinnuval er oft nefnt sem ein ástæða launamunar, en þurfum við ekki að spyrja okkur að því hvers vegna laun í þeim störfum sem konur velja eru lægri? Þar liggur stærsti vandinn að okkar mati. SFR félagar eru fjölbreyttur hópur, þar eru konur 70% félagsmanna og margar vinna fyrir lægstu launin. Samkvæmt upplýsingum úr nýjustu launakönnun SFR eru þessir lægst launuðu hópar að hækka minnst á milli ára. Bilið er því að aukast og konurnar sitja eftir. Við hjá SFR stéttarfélagi höfum góða reynslu af jafnlaunapottum sem við viljum gjarnan deila með ráðherranum. Við minnum á að niðurstöður launakönnunar SFR nú í ár sýna mestan árangur í baráttunni gegn launamun kynjanna. Við þökkum það m.a. launapottum.Tími til að opna augun Í kjarasamningum 2011 var samið um sértækar hækkanir til tiltekinna faghópa á heilbrigðisstofnunum. Þetta eru störf lækna- og heilbrigðisritara ásamt lyfja- og matartækna, allt störf sem konur hafa svo til eingöngu unnið. Samið var um launapott og hann notaður til þriggja launaflokka hækkunar til þessara starfsstétta í stofnanasamningi, sem kom til framkvæmda í október 2011. Hækkunin skilaði þessum hópi mælanlega betri kjörum. Það sýna launakannanir og gögn frá ríkinu. Það er því auðvelt að sýna fram á að launapottar í formi sértækra hækkana lyfta kvennastéttum og jafna laun þeirra til samanburðar við aðrar starfsstéttir. Aðrir hópar hafa ekki elt og til samanburðar má geta þess að önnur kvennastétt, fulltrúar og skrifstofufólk á LSH sem ekki fékk sértækar launahækkanir, sat eftir og náði ekki meðaltalshækkun. Launakannanir SFR sýna okkur að mikil þörf er á sértækum aðgerðum af þessu tagi þar sem bæði grunn- og heildarlaun hinna svokölluðu kvennastétta (konur 75% starfsmanna eða meira) eru í nánast öllum tilfellum undir meðaltali launa SFR félagsmanna. Við erum sannarlega sammála fjármálaráðherra um það að kynbundinn launamunur sé óþolandi, en biðin eftir raunhæfum aðgerðum til að afnema hann er þó enn meira óþolandi. Í næstu kjarasamningum mun SFR því leggja mikla áherslu á sérstakar ráðstafanir til að leiðrétta launamun, m.a. í formi jafnlaunapotta, því við höfum séð að þeir virka. Ef fjármálaráðherra vill rýna betur í gögnin er hann velkominn til SFR hvenær sem er. Það er nefnilega ekki lengur nóg fyrir stjórnmálamenn að vísa til þess að það þurfi að gera kannanir og safna gögnum. Gögnin eru til staðar og tími til kominn að opna augun.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun