Partaframleiðendur játa stórfellt samráð Óli Kristján Ármannsson skrifar 30. september 2013 12:00 Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, notast við kynningarmynd af bílapörtum á blaðamannafundi í dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Washington fyrir helgi. Fréttablaðið/AP Níu japönsk fyrirtæki sem framleiða bílaparta og tveir forstjórar þeirra hafa játað þáttöku í ólöglegu samráði á Bandaríkjamarkaði og borga 740 milljónir dollara í sekt. Upphæðin nemur tæpum 90 milljörðum íslenskra króna. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna og Alríkislögreglan bandaríska (FBI) upplýstu um þetta á blaðamannafundi fyrir helgi. Upplýsingarnar varða nýjustu vendingar í stærsta samráðssvikamáli sem bandarísk lögreglu- og samkeppnisyfirvöld hafa tekist á hendur. Fyrirtækin sem um ræðir höfðu samráð um verð á 30 pörtum sem seldir hafa verið til margra af helstu bílaframleiðendunum sem starfa í Bandaríkjunum. Til þessa hafa 20 fyrirtæki og 21 stjórnandi verið sóttur til saka og fyrirtæki fallist á að greiða 1,6 milljarð dala í sektir (194 milljarðar króna). 17 af stjórnendunum sem ákærðir hafa verið hafa verið dæmdir í fangelsi í Bandaríkjunum, eða fallis á fangelsisvist sem hluta af dómssátt. „Afleiðingar samráðsins eru að Bandaríkjamenn hafa greitt meira fyrir bíla sína,“ sagði Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna á kynningarfundi um málið. Meðal fórnarlamba svikanna væru bandarísk fyrirtæki á borð við Chrysler, Ford, og General Motors, auk bandarískra dótturfélaga Honda, Mazda, Mitsubishi, Nissan, Subaru og Toyota. Bandarísk yfirvöld ætla að „kíkja undir sérhverja vélarhlíf og sparka í öll dekk“ í viðleytni til að koma í veg fyrir verðsamráðið, sagði Holder. Forsvarsmenn fyrirtækjanna sem stóðu að samráðinu notuðust við dulnefni og hittust á afskekktum stöðum í Bandaríkjunum og Japan til að sammælast um tilboð, breyta verðum og ákvarða framboð af bílapörtum. Fyrirtækin níu sem ákærð voru fyrir helgi eru Hitachi Automotive Systems, Mitsubishi Electric og Mitsubishi Heavy Industries, Mitsuba, Jtekt, NSK, T.RAD, Valeo Japan og Yamashita Rubber. Á sérstökum fundi FBI á fimmtudagskvöld kom fram að samráðið hafi sumt hvert staðið í meira en áratug og snert bílvörur að virði fimm milljarða dollara (yfir 600 milljarða króna) og meira en 25 milljónir bíla sem seldir hafa verið í Bandaríkjunum og víðar. Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Níu japönsk fyrirtæki sem framleiða bílaparta og tveir forstjórar þeirra hafa játað þáttöku í ólöglegu samráði á Bandaríkjamarkaði og borga 740 milljónir dollara í sekt. Upphæðin nemur tæpum 90 milljörðum íslenskra króna. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna og Alríkislögreglan bandaríska (FBI) upplýstu um þetta á blaðamannafundi fyrir helgi. Upplýsingarnar varða nýjustu vendingar í stærsta samráðssvikamáli sem bandarísk lögreglu- og samkeppnisyfirvöld hafa tekist á hendur. Fyrirtækin sem um ræðir höfðu samráð um verð á 30 pörtum sem seldir hafa verið til margra af helstu bílaframleiðendunum sem starfa í Bandaríkjunum. Til þessa hafa 20 fyrirtæki og 21 stjórnandi verið sóttur til saka og fyrirtæki fallist á að greiða 1,6 milljarð dala í sektir (194 milljarðar króna). 17 af stjórnendunum sem ákærðir hafa verið hafa verið dæmdir í fangelsi í Bandaríkjunum, eða fallis á fangelsisvist sem hluta af dómssátt. „Afleiðingar samráðsins eru að Bandaríkjamenn hafa greitt meira fyrir bíla sína,“ sagði Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna á kynningarfundi um málið. Meðal fórnarlamba svikanna væru bandarísk fyrirtæki á borð við Chrysler, Ford, og General Motors, auk bandarískra dótturfélaga Honda, Mazda, Mitsubishi, Nissan, Subaru og Toyota. Bandarísk yfirvöld ætla að „kíkja undir sérhverja vélarhlíf og sparka í öll dekk“ í viðleytni til að koma í veg fyrir verðsamráðið, sagði Holder. Forsvarsmenn fyrirtækjanna sem stóðu að samráðinu notuðust við dulnefni og hittust á afskekktum stöðum í Bandaríkjunum og Japan til að sammælast um tilboð, breyta verðum og ákvarða framboð af bílapörtum. Fyrirtækin níu sem ákærð voru fyrir helgi eru Hitachi Automotive Systems, Mitsubishi Electric og Mitsubishi Heavy Industries, Mitsuba, Jtekt, NSK, T.RAD, Valeo Japan og Yamashita Rubber. Á sérstökum fundi FBI á fimmtudagskvöld kom fram að samráðið hafi sumt hvert staðið í meira en áratug og snert bílvörur að virði fimm milljarða dollara (yfir 600 milljarða króna) og meira en 25 milljónir bíla sem seldir hafa verið í Bandaríkjunum og víðar.
Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira