Af hverju borða þau ekki kökur? Árni Stefán Jónsson skrifar 10. október 2013 06:00 „Þrátt fyrir mikið aðhald og sparnað er það ásetningur ríkisstjórnarinnar að standa vörð um velferðarkerfið.“ Þetta voru orð Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, á Alþingi í liðinni viku. Eftir á að hyggja er það sannarlega ekki skrítið að honum skyldi finnast þörf á að taka þetta sérstaklega fram í ræðu sinni, því flestum er ómögulegt að sjá þennan góða ásetning í hinu margnefnda fjárlagafrumvarpi. Þar má þvert á móti sjá niðurskurð til heilbrigðismála, spánnýtt gistináttagjald á spítalann, minni framlög til framhaldsskóla, hækkun skólagjalda, afnám vinnumarkaðsúrræða, lækkun barna- og vaxtabóta og fleira í þeim dúr. Hvernig er þetta að standa vörð um velferðarkerfið, spyrjum við launafólk? Tekjur ríkisins eru af skornum skammti, það vitum við öll. Ábyrgðarleysi ríkisstjórnarinnar sem hóf kjörtímabilið á því að henda frá sér sanngjörnum tekjustofnum sem hefðu getað fært ríkinu auknar tekjur er því algjört. Skorið er niður í nýjum nýsköpunarverkefnum sem hefðu veitt fjölmörgum atvinnutækifæri, styrkir til rannsókna eru snarminnkaðir og tónlistar- og kvikmyndaiðnaðurinn frystur. Það stefnir í algjöra einsleitni, sem er afar hættuleg þróun fyrir lítið land á 21. öldinni. Niðurskurður til atvinnubótaverkefna og fræðslu ... hverju skilar það? Meiri hagvexti, hærra menntunarstigi – aukinni velsæld? Nei, það skilar atvinnuleysi og aukinni misskiptingu.Harðasta frjálshyggja Sagan segir að Marie Antoinette Frakklandsdrottning hafi einhverju sinni spurt að því hvers vegna soltinn almúginn borðaði ekki bara kökur þegar fólkið kvartaði undan því að eiga ekki fyrir brauði, seint á 18. öldinni. Sagan er að vísu lygasaga og á sér enga stoð í raunveruleikanum, ekki frekar en orð ráðherrans. En hún lýsir engu að síður skilningsleysi og viðhorfi hinna ríku til stöðu þeirra sem minna eiga. Ólíkt Frakklandsdrottningu komst núverandi ríkisstjórn til valda ekki síst fyrir þær áherslur sem hún þóttist hafa gagnvart fjölskyldufólki og skuldavanda heimilanna. Nú sýnir hún hins vegar sitt rétta andlit. Allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hingað til hafa einkennst af hörðustu frjálshyggju. Útgerðirnar og auðmennirnir hafa fengið kjarabætur á silfurfati með lækkun veiðigjalda og afnámi auðlindaskattsins. Þetta tvennt var sett í forgang og frá því gengið á fyrstu dögum stjórnarinnar. Þetta er stefna stjórnvalda eins og hún birtist í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar – að auka bilið milli ríkra og fátækra. Til að friða almenning er hent til hans brauðbitum í formi falskra skattalækkana, þar sem þeir efnameiri fá meira og þeir fátæku og tekjulægri fá minna. Ef ekkert verður að gert mun þetta leiða til stóraukinnar einkavæðingar bæði í heilbrigðis- og skólakerfinu. Aukin gjaldtaka í skóla- og heilbrigðiskerfinu er fyrsta skrefið í þá átt. Þetta er það sem ríkisstjórnin kallar kerfisbreytingu. Hér er um að ræða grundvallarstefnubreytingu í íslensku velferðarkerfi sem krefst þess að almenningur greiði fyrir þjónustu sem áður var fjármögnuð í gegnum samneysluna. Nú er það almenningur sem á að borga þannig að þeir ríku geti haldið áfram að éta sínar kökur í friði! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Mest lesið Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
„Þrátt fyrir mikið aðhald og sparnað er það ásetningur ríkisstjórnarinnar að standa vörð um velferðarkerfið.“ Þetta voru orð Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, á Alþingi í liðinni viku. Eftir á að hyggja er það sannarlega ekki skrítið að honum skyldi finnast þörf á að taka þetta sérstaklega fram í ræðu sinni, því flestum er ómögulegt að sjá þennan góða ásetning í hinu margnefnda fjárlagafrumvarpi. Þar má þvert á móti sjá niðurskurð til heilbrigðismála, spánnýtt gistináttagjald á spítalann, minni framlög til framhaldsskóla, hækkun skólagjalda, afnám vinnumarkaðsúrræða, lækkun barna- og vaxtabóta og fleira í þeim dúr. Hvernig er þetta að standa vörð um velferðarkerfið, spyrjum við launafólk? Tekjur ríkisins eru af skornum skammti, það vitum við öll. Ábyrgðarleysi ríkisstjórnarinnar sem hóf kjörtímabilið á því að henda frá sér sanngjörnum tekjustofnum sem hefðu getað fært ríkinu auknar tekjur er því algjört. Skorið er niður í nýjum nýsköpunarverkefnum sem hefðu veitt fjölmörgum atvinnutækifæri, styrkir til rannsókna eru snarminnkaðir og tónlistar- og kvikmyndaiðnaðurinn frystur. Það stefnir í algjöra einsleitni, sem er afar hættuleg þróun fyrir lítið land á 21. öldinni. Niðurskurður til atvinnubótaverkefna og fræðslu ... hverju skilar það? Meiri hagvexti, hærra menntunarstigi – aukinni velsæld? Nei, það skilar atvinnuleysi og aukinni misskiptingu.Harðasta frjálshyggja Sagan segir að Marie Antoinette Frakklandsdrottning hafi einhverju sinni spurt að því hvers vegna soltinn almúginn borðaði ekki bara kökur þegar fólkið kvartaði undan því að eiga ekki fyrir brauði, seint á 18. öldinni. Sagan er að vísu lygasaga og á sér enga stoð í raunveruleikanum, ekki frekar en orð ráðherrans. En hún lýsir engu að síður skilningsleysi og viðhorfi hinna ríku til stöðu þeirra sem minna eiga. Ólíkt Frakklandsdrottningu komst núverandi ríkisstjórn til valda ekki síst fyrir þær áherslur sem hún þóttist hafa gagnvart fjölskyldufólki og skuldavanda heimilanna. Nú sýnir hún hins vegar sitt rétta andlit. Allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hingað til hafa einkennst af hörðustu frjálshyggju. Útgerðirnar og auðmennirnir hafa fengið kjarabætur á silfurfati með lækkun veiðigjalda og afnámi auðlindaskattsins. Þetta tvennt var sett í forgang og frá því gengið á fyrstu dögum stjórnarinnar. Þetta er stefna stjórnvalda eins og hún birtist í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar – að auka bilið milli ríkra og fátækra. Til að friða almenning er hent til hans brauðbitum í formi falskra skattalækkana, þar sem þeir efnameiri fá meira og þeir fátæku og tekjulægri fá minna. Ef ekkert verður að gert mun þetta leiða til stóraukinnar einkavæðingar bæði í heilbrigðis- og skólakerfinu. Aukin gjaldtaka í skóla- og heilbrigðiskerfinu er fyrsta skrefið í þá átt. Þetta er það sem ríkisstjórnin kallar kerfisbreytingu. Hér er um að ræða grundvallarstefnubreytingu í íslensku velferðarkerfi sem krefst þess að almenningur greiði fyrir þjónustu sem áður var fjármögnuð í gegnum samneysluna. Nú er það almenningur sem á að borga þannig að þeir ríku geti haldið áfram að éta sínar kökur í friði!
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun