"Brennivínið gefur anda og snilli“ Guðmundur Andri Thorsson skrifar 14. október 2013 07:00 Það er svo margt sem aflaga hefur farið hjá okkur Íslendingum og stundum er talað eins og þessi þjóð sé mestu asnar í heimi, viti ekkert, kunni ekkert, læri ekkert og geti ekkert – nema verið asnar. Ætli það sé ekki eitthvað orðum aukið. En af einu getum við sem samfélag samt verið nokkuð stolt: okkur hefur auðnast að meðhöndla alkóhólisma hjá mjög mörgu fólki á umliðnum áratugum, hjálpað fólki að rata út úr ánauð fíknar og í átt til allsgáðrar tilveru. Gamall kunningi úr Vogunum vildi að ég minnti hér í þessum dálki á það góða starf sem fram fer á Vogi. Það er auðsótt mál. Og þótt ég sé ekki góður í því að ráðleggja fólki um það hvernig það á að verja fé sínu er rétt að hvetja alla aflögufæra einstaklinga sem hugsa hlýlega til þessarar starfsemi til þess að styrkja þá uppbyggingu sem þar er fyrirhuguð í öllum niðurskurðinum og harmkvælunum. Vel má vera að deila megi um eitt og annað í þeirri miklu starfsemi sem á Vogi hefur farið fram en hitt fer þó ekki á milli mála að mörg mannslíf hafa verið endurheimt þar, í öllum skilningi, bæði þeirra sem við sjúkdóminn hafa glímt í eigin skinni – og þeir fyrir vikið eignast margar stundir sem ella hefðu glatast – og líka hinna sem mega gjalda fyrir sjúkdóminn sem aðstandendur, með margvíslegum afleiðingum, leyndum og ljósum. Manni verður hugsað til allra hinna sem fórust en hefðu getað bjargast. Manni verður hugsað til allra þeirra verðmæta sem farið hafa í súginn í vímunni; allrar þeirrar orku sem leyst var úr læðingi í vímunni til einskis og varð eyðingarafl en ekki sköpunarafl. „Ég drekk og finn mitt æskuvor / en eldist við hvert drykkjuspor“, orti Páll Ólafsson, þetta næma skáld sem rómaði brennivínið af meiri þrótti og snilli en aðrir en vissi samt þetta: sá sem drekkur eldist við hvert drykkjuspor; fólk lifir sterkt eitt augnablik í vímunni en þar er líka hver dagur sem nokkur ár.Fráls vilji eða DNA? Þeir tala um alkóhólistagen. Og var víst eitt af því sem átti að gera okkur rík í síðustu bólu – að hafa þessi óskaplegu gen. Ég veit það ekki. Ég er ekki nógu vel að mér í líffræði til að vita hvort til sé alkóhólistagen, þjófagen, lygagen, utanviðsig-gen eða kærleiksgen. Held samt ekki. Getur ekki verið að við höfum gert fullmikið úr því að allt okkar framferði stafi af virkni gena? Er þetta ekki hálf vonarsnauð viska og vélræn? Er þessi vísindatrú studd eitthvað meiri þekkingu – í raun og veru – en önnur trúarbrögð? Ég trúi því sjálfur að ég hafi frjálsan vilja og geti á hverjum degi notað þennan frjálsa vilja til að ákveða smátt og stórt í lífi mínu: hvort ég gef stefnuljós, hvort ég fæ mér snúð, hvort ég læri ítölsku; hvort ég sýni mínum nánustu ástúð, hvort ég farga mér, hvort ég lifi. Ég trúi því að það sé undir mér komið hvort ég geng í ljósi eða myrkri og held að DNA komi þar hvergi nærri, þótt þar leynist vissulega kímið að ýmsum eiginleikum mínum; til dæmis að vera örvhentur. Það er hins vegar undir mér og mínu vali komið hvort sú vinstri hönd vinnur þarft eða er til óþurftar. Hvað sem veldur þá hefur þessi sjúkdómur plagað íslenskt samfélag um aldir, svo að jafnvel má tala um þjóðarböl á köflum. Kannski er þetta sjúkdómur hins ábyrgðarlausa og vansæla nýlendubúa sem finnst hann ekki eiga neitt val, finnst hann vera ófrjáls. Nógu duglegir voru dönsku kaupmennirnir að minnsta kosti að hella á staupin hjá köllunum þegar þeir voru í kaupstaðaferðum. Þannig var það óaðskiljanlegur hluti hverrar velheppnaðrar kaupstaðaferðar hjá mörgum að drekka frá sér ráð og rænu og láta hestinn um að koma sér heim. Það viðhorf hefur verið landlægt hér að fullkomlega eðlilegt sé að veruleikinn sé óbærilegur, og eina ánægja sem hægt sé að hafa af lífinu sé að flýja inn í óraunveruleika vímunnar.Lífið og tilveran Djúpt í íslenskri heimspeki er sú hugmynd að lífið og tilveran sé sitt af hvoru tagi; samanber orðtakið „að tala um lífið og tilveruna“. Og að líf sitt geti maður fundið á stopulum stundum, í vímunni, en tilveran sé eins og hver annar fangelsisdómur, hver önnur síbiríuvist, þrældómur og tóm leiðindi. Tilveruna sé svo hægt að flýja af og til í kaupstaðaferðum og við önnur slík tækifæri, með því að drekka þangað til maður er búinn að gleyma stund og stað. Við megum ekki ganga of langt í því að telja fyllirí séríslenskt fyrirbæri – slíkar samkomur tíðkast víða um norðurálfu og eru sjálfsagt rótgróinn partur af okkar norðurevrópsku menningu. En hér á landi hefur löngum þrifist sérlega hvimleið brennivínsdýrkun og drykkjumenning. Og hér blasir við það verkefni að hjálpa fólki sem ánetjast hefur þörfinni fyrir vímu; að slíta tengsl efna og vellíðunar; að knýja fólk til að horfast í augu við dagleg verkefni daglegs lífs, og skynja tilveruna óbrjálaða af aðskotaefnum sem rugla skilningarvitin. Finna lífið í tilverunni. Þar hefur Vogur miklu hlutverki að gegna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það er svo margt sem aflaga hefur farið hjá okkur Íslendingum og stundum er talað eins og þessi þjóð sé mestu asnar í heimi, viti ekkert, kunni ekkert, læri ekkert og geti ekkert – nema verið asnar. Ætli það sé ekki eitthvað orðum aukið. En af einu getum við sem samfélag samt verið nokkuð stolt: okkur hefur auðnast að meðhöndla alkóhólisma hjá mjög mörgu fólki á umliðnum áratugum, hjálpað fólki að rata út úr ánauð fíknar og í átt til allsgáðrar tilveru. Gamall kunningi úr Vogunum vildi að ég minnti hér í þessum dálki á það góða starf sem fram fer á Vogi. Það er auðsótt mál. Og þótt ég sé ekki góður í því að ráðleggja fólki um það hvernig það á að verja fé sínu er rétt að hvetja alla aflögufæra einstaklinga sem hugsa hlýlega til þessarar starfsemi til þess að styrkja þá uppbyggingu sem þar er fyrirhuguð í öllum niðurskurðinum og harmkvælunum. Vel má vera að deila megi um eitt og annað í þeirri miklu starfsemi sem á Vogi hefur farið fram en hitt fer þó ekki á milli mála að mörg mannslíf hafa verið endurheimt þar, í öllum skilningi, bæði þeirra sem við sjúkdóminn hafa glímt í eigin skinni – og þeir fyrir vikið eignast margar stundir sem ella hefðu glatast – og líka hinna sem mega gjalda fyrir sjúkdóminn sem aðstandendur, með margvíslegum afleiðingum, leyndum og ljósum. Manni verður hugsað til allra hinna sem fórust en hefðu getað bjargast. Manni verður hugsað til allra þeirra verðmæta sem farið hafa í súginn í vímunni; allrar þeirrar orku sem leyst var úr læðingi í vímunni til einskis og varð eyðingarafl en ekki sköpunarafl. „Ég drekk og finn mitt æskuvor / en eldist við hvert drykkjuspor“, orti Páll Ólafsson, þetta næma skáld sem rómaði brennivínið af meiri þrótti og snilli en aðrir en vissi samt þetta: sá sem drekkur eldist við hvert drykkjuspor; fólk lifir sterkt eitt augnablik í vímunni en þar er líka hver dagur sem nokkur ár.Fráls vilji eða DNA? Þeir tala um alkóhólistagen. Og var víst eitt af því sem átti að gera okkur rík í síðustu bólu – að hafa þessi óskaplegu gen. Ég veit það ekki. Ég er ekki nógu vel að mér í líffræði til að vita hvort til sé alkóhólistagen, þjófagen, lygagen, utanviðsig-gen eða kærleiksgen. Held samt ekki. Getur ekki verið að við höfum gert fullmikið úr því að allt okkar framferði stafi af virkni gena? Er þetta ekki hálf vonarsnauð viska og vélræn? Er þessi vísindatrú studd eitthvað meiri þekkingu – í raun og veru – en önnur trúarbrögð? Ég trúi því sjálfur að ég hafi frjálsan vilja og geti á hverjum degi notað þennan frjálsa vilja til að ákveða smátt og stórt í lífi mínu: hvort ég gef stefnuljós, hvort ég fæ mér snúð, hvort ég læri ítölsku; hvort ég sýni mínum nánustu ástúð, hvort ég farga mér, hvort ég lifi. Ég trúi því að það sé undir mér komið hvort ég geng í ljósi eða myrkri og held að DNA komi þar hvergi nærri, þótt þar leynist vissulega kímið að ýmsum eiginleikum mínum; til dæmis að vera örvhentur. Það er hins vegar undir mér og mínu vali komið hvort sú vinstri hönd vinnur þarft eða er til óþurftar. Hvað sem veldur þá hefur þessi sjúkdómur plagað íslenskt samfélag um aldir, svo að jafnvel má tala um þjóðarböl á köflum. Kannski er þetta sjúkdómur hins ábyrgðarlausa og vansæla nýlendubúa sem finnst hann ekki eiga neitt val, finnst hann vera ófrjáls. Nógu duglegir voru dönsku kaupmennirnir að minnsta kosti að hella á staupin hjá köllunum þegar þeir voru í kaupstaðaferðum. Þannig var það óaðskiljanlegur hluti hverrar velheppnaðrar kaupstaðaferðar hjá mörgum að drekka frá sér ráð og rænu og láta hestinn um að koma sér heim. Það viðhorf hefur verið landlægt hér að fullkomlega eðlilegt sé að veruleikinn sé óbærilegur, og eina ánægja sem hægt sé að hafa af lífinu sé að flýja inn í óraunveruleika vímunnar.Lífið og tilveran Djúpt í íslenskri heimspeki er sú hugmynd að lífið og tilveran sé sitt af hvoru tagi; samanber orðtakið „að tala um lífið og tilveruna“. Og að líf sitt geti maður fundið á stopulum stundum, í vímunni, en tilveran sé eins og hver annar fangelsisdómur, hver önnur síbiríuvist, þrældómur og tóm leiðindi. Tilveruna sé svo hægt að flýja af og til í kaupstaðaferðum og við önnur slík tækifæri, með því að drekka þangað til maður er búinn að gleyma stund og stað. Við megum ekki ganga of langt í því að telja fyllirí séríslenskt fyrirbæri – slíkar samkomur tíðkast víða um norðurálfu og eru sjálfsagt rótgróinn partur af okkar norðurevrópsku menningu. En hér á landi hefur löngum þrifist sérlega hvimleið brennivínsdýrkun og drykkjumenning. Og hér blasir við það verkefni að hjálpa fólki sem ánetjast hefur þörfinni fyrir vímu; að slíta tengsl efna og vellíðunar; að knýja fólk til að horfast í augu við dagleg verkefni daglegs lífs, og skynja tilveruna óbrjálaða af aðskotaefnum sem rugla skilningarvitin. Finna lífið í tilverunni. Þar hefur Vogur miklu hlutverki að gegna.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun