Orkumál: Vantar í umræðuna? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 25. október 2013 06:00 Margar blikur eru á lofti þegar kemur að jákvæðum og neikvæðum þáttum í umræðu um sæstreng til meginlandsins. Í ágætri grein og yfirliti Fréttablaðsins um málefnið og einnig í leiðara 23. október vantar höfuðatriði: Getu orkuauðlinda til að standa bæði undir útflutningi raforku og nýtingu innanlands (að því gefnu að fjögur stóriðjuver starfi eins og nú). Reyndar yfirsést flestum þetta atriði þegar sæstrenginn ber á góma í fjölmiðlum, með sín 500-1000 MW. Staðreyndir eru einfaldar. Með núverandi tækni í jarðhitavinnslu og með nýtingu vatnsorkuvera, eru framleiddar um 17 terawattstundir með afli um það bil 2600 MW. Sennilega er unnt að bæta við, með sæmilegri skynsemi og eftir átök andstæðra sjónarmiða í orkumálum, 1500 til 2000 MW, eftir því sem skýrslur telja, enda hámarksorkuvinnsla þar sögð 30-35 TWst. Kannski minna? Nú er þess að gæta að 500-600 MW þarf til þess að mæta fólksfjölgun og hefðbundnum iðnaði og tækniþróun fram til ársins 2050. Ef til vill er talan í lægsta lagi. Ef gera á Ísland næstum sjálfbært um eldsneyti á vélar (alkóhól, lífdísill, vetni o.s.frv) þarf einhver hundruð megawött á sama tíma. Komi inn gagnaver, nýjar áætlanir um stórfellda matvælavinnslu með jarðhita, og fleira framsækið og í anda nýsköpunar, má gera ráð fyrir að á vanti mörg hundruð megawött. Hvað er þá orðið til skiptanna handa meginlandsbúum?Orkuþörf Íslendinga Rætt er um núverandi umframafl (200-300 MW) sem engum gagnast og henti í sæstreng. Skýringin er annars vegar lítil nýuppbygging í orkukrefjandi iðnaði vegna kreppunnar (nema fiskimjölsverksmiðjur sem búið er að rafvæða að mestu) og sú staðreynd að orkuver á austanverðu landinu eru afar illa tengd orkuverum á sunnan- og suðvestanverðu landinu. Gildir einu hvort menn tali með eða á móti nýjum virkjunum, málmiðjuverum og stækkun þeirra gömlu. Auðvitað verður að ræða á upplýstan hátt um sæstreng í þessu ljósi. Orkuþörf Íslendinga sjálfra næstu 30-60 árin á að vera með í myndinni. Ekki dugar að vísa til djúpborunarverkefnisins (IDDP). Útkoman þar er með öllu óljós. Um leið er kominn tími til að fara í saumana á öðrum orkuvinnsluleiðum svo sem vindorku og sjávarfallaorku. Vindorkuver sæta gagnrýni, ekki aðeins fyrir stærð og sjónmengun, heldur mun fremur fyrir að vera ekki sérlega vistvæn. Ástæðan er sú að menn hafa tekið til við að greina lífsferil plast- og málmrisanna, þ.e. kostnað og umhverfisáhrif þeirra frá „vöggu til grafar“ og með tilliti til endingartíma. Þau spil verður að leggja á borðið samhliða sjálfsögðum og áhugaverðum prófunum á Íslandi sem nú fara fram. Sennilega er tíföld sú orka fólgin í sjávarstraumum við Ísland sem fyrirfinnst með núverandi tækni á landi. Tilraunir með nýja, íslenska gerð hverfla til að knýja rafala á kafi í sjó eru áhugaverðar og þarfnast meiri stuðnings. Sama má segja um svokallaðar varmadælur sem henta stökum byggingum víða um land. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Margar blikur eru á lofti þegar kemur að jákvæðum og neikvæðum þáttum í umræðu um sæstreng til meginlandsins. Í ágætri grein og yfirliti Fréttablaðsins um málefnið og einnig í leiðara 23. október vantar höfuðatriði: Getu orkuauðlinda til að standa bæði undir útflutningi raforku og nýtingu innanlands (að því gefnu að fjögur stóriðjuver starfi eins og nú). Reyndar yfirsést flestum þetta atriði þegar sæstrenginn ber á góma í fjölmiðlum, með sín 500-1000 MW. Staðreyndir eru einfaldar. Með núverandi tækni í jarðhitavinnslu og með nýtingu vatnsorkuvera, eru framleiddar um 17 terawattstundir með afli um það bil 2600 MW. Sennilega er unnt að bæta við, með sæmilegri skynsemi og eftir átök andstæðra sjónarmiða í orkumálum, 1500 til 2000 MW, eftir því sem skýrslur telja, enda hámarksorkuvinnsla þar sögð 30-35 TWst. Kannski minna? Nú er þess að gæta að 500-600 MW þarf til þess að mæta fólksfjölgun og hefðbundnum iðnaði og tækniþróun fram til ársins 2050. Ef til vill er talan í lægsta lagi. Ef gera á Ísland næstum sjálfbært um eldsneyti á vélar (alkóhól, lífdísill, vetni o.s.frv) þarf einhver hundruð megawött á sama tíma. Komi inn gagnaver, nýjar áætlanir um stórfellda matvælavinnslu með jarðhita, og fleira framsækið og í anda nýsköpunar, má gera ráð fyrir að á vanti mörg hundruð megawött. Hvað er þá orðið til skiptanna handa meginlandsbúum?Orkuþörf Íslendinga Rætt er um núverandi umframafl (200-300 MW) sem engum gagnast og henti í sæstreng. Skýringin er annars vegar lítil nýuppbygging í orkukrefjandi iðnaði vegna kreppunnar (nema fiskimjölsverksmiðjur sem búið er að rafvæða að mestu) og sú staðreynd að orkuver á austanverðu landinu eru afar illa tengd orkuverum á sunnan- og suðvestanverðu landinu. Gildir einu hvort menn tali með eða á móti nýjum virkjunum, málmiðjuverum og stækkun þeirra gömlu. Auðvitað verður að ræða á upplýstan hátt um sæstreng í þessu ljósi. Orkuþörf Íslendinga sjálfra næstu 30-60 árin á að vera með í myndinni. Ekki dugar að vísa til djúpborunarverkefnisins (IDDP). Útkoman þar er með öllu óljós. Um leið er kominn tími til að fara í saumana á öðrum orkuvinnsluleiðum svo sem vindorku og sjávarfallaorku. Vindorkuver sæta gagnrýni, ekki aðeins fyrir stærð og sjónmengun, heldur mun fremur fyrir að vera ekki sérlega vistvæn. Ástæðan er sú að menn hafa tekið til við að greina lífsferil plast- og málmrisanna, þ.e. kostnað og umhverfisáhrif þeirra frá „vöggu til grafar“ og með tilliti til endingartíma. Þau spil verður að leggja á borðið samhliða sjálfsögðum og áhugaverðum prófunum á Íslandi sem nú fara fram. Sennilega er tíföld sú orka fólgin í sjávarstraumum við Ísland sem fyrirfinnst með núverandi tækni á landi. Tilraunir með nýja, íslenska gerð hverfla til að knýja rafala á kafi í sjó eru áhugaverðar og þarfnast meiri stuðnings. Sama má segja um svokallaðar varmadælur sem henta stökum byggingum víða um land.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar