Erlent

Vilja pólitíska fanga lausa

Guðsteinn Bjarnason skrifar
"Frelsi” stendur skrifað á mótmælaborðanum sem borinn var í göngunni.nordicphotos/AFP
"Frelsi” stendur skrifað á mótmælaborðanum sem borinn var í göngunni.nordicphotos/AFP Nordicphotos/AFP

Nokkur þúsund stjórnarandstæðingar tóku þátt í mótmælum í Moskvu í gær og kröfðust þess að pólitískir fangar yrðu látnir lausir.

Mótmælin fóru friðsamlega fram, en skipuleggjendur þeirra höfðu fyrir fram fengið öll tilskilin leyfi til þess að efna til mótmælanna. Skipuleggjendurnir höfðu gert sér vonir um að þátttakendur yrðu að minnsta kosti 20 þúsund en þeir urðu ekki nema rúmlega fimm þúsund.

Mótmælendur báru myndir af fólki, sem hlotið hefur fangelsisdóm fyrir að mótmæla stjórnvöldum, svo sem meðlimum kvennapönksveitarinnar Pussy Riot og auðjöfrinum Mikhaíl Kodorkovskí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×