Landspítalinn getur fengið milljarða – ef þjóðin vill Jón Karl Snorrason skrifar 29. október 2013 06:00 Nú er svo komið að ekki verður lengur setið hjá og hlustað á ráðalausa alþingismenn og ráðherra ætla að reyna að gera eitthvað svo að við missum ekki okkar færustu lækna úr landi vegna úreltra tækja og gamals húsnæðis, að ég tali nú ekki um launin. Ég hef dottið niður á hugmynd, sem stjórnmálamenn geta ekki bara hunsað og sagt sem svo, þetta er ekki gerlegt, svona gerum við ekki, þetta er ekki hægt. Það er allt hægt ef vilji er til – allt. Þið verðið að hlusta á fólkið í landinu, við eigum líka þessa heilbrigðisþjónustu og viljum að hún komi okkur að gagni þegar heilsan bilar. Hugmyndin er sú, að stofna svokallaðan AFMÆLISSJÓÐ LANDSPÍTALANS. Allir eiga afmæli einu sinni á ári og þá sting ég upp á að afmælisbarnið, hafi það ekki þurft á sjúkrahúsvist að halda síðustu tvö ár, gefi í afmælissjóðinn 5.000 til 15.000 krónur á afmælisdaginn, nafnlaust. Þetta er engin skylda en flestum okkar þætti betra að eiga nokkuð inni í þessum sjóði þegar við, eða okkar nánustu, þyrftum að leggjast inn á sjúkrastofnun. Segjum svo að ef um 200 þúsund Íslendingar myndu gera þetta á næsta ári, árið 2014, væru í AFMÆLISSJÓÐI LANDSPÍTALANS á milli 10 og 30 þúsund milljónir króna í árslok! Mætti ekki hressa svolítið upp á tækjamálin fyrir þær krónur? Margir segja þá, því ekki að hækka bara skattana og þá getur ríkisstjórn Íslands lagt meira til heilbrigðismálanna.Auðvelt á tölvuöld Nei, það eru einmitt hinir háu beinu skattar sem halda hér öllu niðri sem og hinar ósnertanlegu lífeyrisgreiðslur. Það fé sem ríkið og lífeyrissjóðirnir taka af okkur við launaútborgun, fer ekki í veltuna í samfélaginu, skilar engri eða mjög lítilli arðsemi og heldur hér öllu í herkví. Ekki gekk svona hörmulega að reka sjúkrastofnanir fyrir 15-20 árum og vorum við þó færri Íslendingarnir þá sem greiddum skatta. Þeir voru þá mun lægri. Ef 200 þúsund launamenn á Íslandi fengju 10 þúsund krónum meira útborgað á mánuði færu um 20 milljarðar út í hagkerfið til viðbótar mánaðarlega. Allt atvinnulífið mundi taka stökk fram á við, mannaráðningar og framkvæmdir fyrirtækja og einstaklinga efldust, sem gæfi ríkissjóði margfaldar tekjur og leiddi til sparnaðar hjá atvinnuleysissjóði. Ég hef ekki þaulhugsað hvernig framkvæma ætti þessa afmælisgjöf en það hlýtur að vera auðvelt á tölvuöld að koma þessu þannig fyrir að afmælisbarnið fengi sendan óútfylltan gíróseðil rétt fyrir afmælið svo að hægt væri að greiða á réttum degi. Sjóðurinn má alls ekki komast í hendur féhirða ríkisins, þá færi gjöfin líklegast í eitthvað allt annað og það skemmdi tilganginn algerlega. Réttast væri að setja á stofn tveggja til fjögurra manna afmælisnefnd til að sjá um að útdeila fénu á milli heilbrigðisstofnana. Ég er tilbúinn með 10 þúsund kall þegar ég á afmæli þann 26. mars 2014. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er svo komið að ekki verður lengur setið hjá og hlustað á ráðalausa alþingismenn og ráðherra ætla að reyna að gera eitthvað svo að við missum ekki okkar færustu lækna úr landi vegna úreltra tækja og gamals húsnæðis, að ég tali nú ekki um launin. Ég hef dottið niður á hugmynd, sem stjórnmálamenn geta ekki bara hunsað og sagt sem svo, þetta er ekki gerlegt, svona gerum við ekki, þetta er ekki hægt. Það er allt hægt ef vilji er til – allt. Þið verðið að hlusta á fólkið í landinu, við eigum líka þessa heilbrigðisþjónustu og viljum að hún komi okkur að gagni þegar heilsan bilar. Hugmyndin er sú, að stofna svokallaðan AFMÆLISSJÓÐ LANDSPÍTALANS. Allir eiga afmæli einu sinni á ári og þá sting ég upp á að afmælisbarnið, hafi það ekki þurft á sjúkrahúsvist að halda síðustu tvö ár, gefi í afmælissjóðinn 5.000 til 15.000 krónur á afmælisdaginn, nafnlaust. Þetta er engin skylda en flestum okkar þætti betra að eiga nokkuð inni í þessum sjóði þegar við, eða okkar nánustu, þyrftum að leggjast inn á sjúkrastofnun. Segjum svo að ef um 200 þúsund Íslendingar myndu gera þetta á næsta ári, árið 2014, væru í AFMÆLISSJÓÐI LANDSPÍTALANS á milli 10 og 30 þúsund milljónir króna í árslok! Mætti ekki hressa svolítið upp á tækjamálin fyrir þær krónur? Margir segja þá, því ekki að hækka bara skattana og þá getur ríkisstjórn Íslands lagt meira til heilbrigðismálanna.Auðvelt á tölvuöld Nei, það eru einmitt hinir háu beinu skattar sem halda hér öllu niðri sem og hinar ósnertanlegu lífeyrisgreiðslur. Það fé sem ríkið og lífeyrissjóðirnir taka af okkur við launaútborgun, fer ekki í veltuna í samfélaginu, skilar engri eða mjög lítilli arðsemi og heldur hér öllu í herkví. Ekki gekk svona hörmulega að reka sjúkrastofnanir fyrir 15-20 árum og vorum við þó færri Íslendingarnir þá sem greiddum skatta. Þeir voru þá mun lægri. Ef 200 þúsund launamenn á Íslandi fengju 10 þúsund krónum meira útborgað á mánuði færu um 20 milljarðar út í hagkerfið til viðbótar mánaðarlega. Allt atvinnulífið mundi taka stökk fram á við, mannaráðningar og framkvæmdir fyrirtækja og einstaklinga efldust, sem gæfi ríkissjóði margfaldar tekjur og leiddi til sparnaðar hjá atvinnuleysissjóði. Ég hef ekki þaulhugsað hvernig framkvæma ætti þessa afmælisgjöf en það hlýtur að vera auðvelt á tölvuöld að koma þessu þannig fyrir að afmælisbarnið fengi sendan óútfylltan gíróseðil rétt fyrir afmælið svo að hægt væri að greiða á réttum degi. Sjóðurinn má alls ekki komast í hendur féhirða ríkisins, þá færi gjöfin líklegast í eitthvað allt annað og það skemmdi tilganginn algerlega. Réttast væri að setja á stofn tveggja til fjögurra manna afmælisnefnd til að sjá um að útdeila fénu á milli heilbrigðisstofnana. Ég er tilbúinn með 10 þúsund kall þegar ég á afmæli þann 26. mars 2014.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun