Körfubolti

Stutt á milli stórleikjanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pavel ermolinskij var með glæsilega í síðasta leik.
Pavel ermolinskij var með glæsilega í síðasta leik. Fréttablaðið/daníel
Njarðvík og KR mætast í Ljónagryfjunni kl. 18.00 í kvöld í 32 liða úrslitum Powerade-bikars karla í körfubolta.

Það er því stutt á milli stórleikja í Ljónagryfjunni því vikan þar byrjaði á frábærum leik Njarðvíkur og Keflavíkur í Domino‘s-deildinni á mánudag þar sem gestirnir úr Keflavík skoruðu sigurkörfuna í blálokin.

Njarðvíkingar eiga því á hættu að tapa fyrir tveimur erkifjendum á heimavelli á fimm dögum og það er öruggt að Logi Gunnarsson og Njarðvíkurhúnarnir ætla ekki að láta það gerast.

Mótherjarnir eru hins vegar ekki af lakari gerðinni því KR-liðið hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína í Domino‘s-deildinni, þar af 15 stiga sigur í Hólminum í síðustu umferð þar sem Pavel Ermolinskij var með tröllaþrennu.

Augun verða á Pavel í kvöld því það má líta á leikinn sem einvígi i hans og Njarðvíkingsins Elvars Más Friðrikssonar sem uppgjör á milli tveggja af bestu en jafnframt ólíkustu leikstjórnendum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×