Hefði viljað vita af síðasta landsleiknum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. nóvember 2013 09:00 Hrafnhildur Skúladóttir með systrum sínum Drífu og Dagnýju. Fréttablaðið/Daníel Hrafnhildur Ósk Skúladóttir var ekki valin í íslenska landsliðið þegar það hóf leik í undankeppni EM 2014 í síðasta mánuði. Valið kom mörgum á óvart enda Hrafnhildur að spila á fullu með Val. Ákvörðun Ágústs Þórs Jóhannssonar kom Hrafnhildi sjálfri þó ekki á óvart. „Ég talaði við Gústa í sumar og tjáði honum að ég ætlaði að hætta eftir þetta tímabil",? sagði Hrafnhildur við Fréttablaðið. ? „Hann hlýtur að taka mið af því enda byrjaði nú mót sem lýkur með úrslitakeppni í desember eftir rúmt ár. Þá verð ég hætt í handbolta. Eftir samtal okkar í sumar bjóst ég ekki við því að verða valin".?Gefur enn kost á sérHrafnhildur á samkvæmt heimasíðu HSÍ að baki 170 leiki með íslenska landsliðinu en í þeim hefur hún skorað 620 mörk. Síðast spilaði hún með Íslandi í tveimur æfingaleikjum gegn Noregi hér á landi um miðjan júní. Hrafnhildur hefur spilað með Íslandi á öllum þremur stórmótum sem liðið hefur komist á og verið lykilmaður í uppgangi þess undanfarin ár. „Ég fæ ekki betur séð en að mínum landsliðsferli sé lokið. Það eina sem ég sakna er að ég hefði gjarnan viljað vita fyrirfram að leikurinn í sumar yrði minn síðasti landsleikur. Að ég væri að klæða mig í treyjuna í síðasta sinn".? Hrafnhildur er þó ekki hætt að gefa kost á sér og útilokar ekki að spila með landsliðinu á ný, verði leitað eftir því. „Ef upp koma meiðsli eða eitthvað slíkt í hópnum þá verð ég aldrei með nein leiðindi. Ég er alltaf til í að hjálpa til. En þær þurfa ekki á minni hjálp að halda nú og er það gott. Ungar stelpur eru að vinna sér sess í liðinu og ég mun styðja þær á pöllunum".Fyrsti og síðasti með DagnýjuÞað er algengt að margreyndar landsliðskempur fá kveðjuleiki að lokinni langri þjónustu í þágu viðkomandi landsliðs. Hrafnhildur segist ekki vilja fara fram á neitt slíkt en hefði sjálf viljað kveðja landsliðið á viðeigandi hátt. „?Eins og ég segi – ég hefði gjarnan viljað vita af því. Ég er búin að vera í landsliðinu í sautján ár. Ég á flesta leikina, hef skorað flest mörkin og á öll metin. Það hefði verið fínt að fá að kveðja þetta tímabil í mínu lífi". Henni þykir vænt um að hafa spilað síðasta landsleik sinn með Dagnýju systur sinni, enda spiluðu þær saman sinn fyrsta landsleik á sínum tíma.Lífið á pásu Hrafnhildur segist hafa ákveðið að hætta þegar hún gerði nýjan tveggja ára samning við Val fyrir rúmu ári. „?Þá ákvað ég að það yrði minn síðasti samningur. Ég væri örugglega búin að eignast fjögur börn ef ekki væri fyrir handboltann,?" segir hún og hlær en Hrafnhildur er tveggja barna móðir. „Maður hefur því sett lífið á smápásu fyrir íþróttina. Ég vil því klára þetta tímabil og svo bíða mín vonandi barneignir eða eitthvað skemmtilegt".? Íslenski handboltinn Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Sjá meira
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir var ekki valin í íslenska landsliðið þegar það hóf leik í undankeppni EM 2014 í síðasta mánuði. Valið kom mörgum á óvart enda Hrafnhildur að spila á fullu með Val. Ákvörðun Ágústs Þórs Jóhannssonar kom Hrafnhildi sjálfri þó ekki á óvart. „Ég talaði við Gústa í sumar og tjáði honum að ég ætlaði að hætta eftir þetta tímabil",? sagði Hrafnhildur við Fréttablaðið. ? „Hann hlýtur að taka mið af því enda byrjaði nú mót sem lýkur með úrslitakeppni í desember eftir rúmt ár. Þá verð ég hætt í handbolta. Eftir samtal okkar í sumar bjóst ég ekki við því að verða valin".?Gefur enn kost á sérHrafnhildur á samkvæmt heimasíðu HSÍ að baki 170 leiki með íslenska landsliðinu en í þeim hefur hún skorað 620 mörk. Síðast spilaði hún með Íslandi í tveimur æfingaleikjum gegn Noregi hér á landi um miðjan júní. Hrafnhildur hefur spilað með Íslandi á öllum þremur stórmótum sem liðið hefur komist á og verið lykilmaður í uppgangi þess undanfarin ár. „Ég fæ ekki betur séð en að mínum landsliðsferli sé lokið. Það eina sem ég sakna er að ég hefði gjarnan viljað vita fyrirfram að leikurinn í sumar yrði minn síðasti landsleikur. Að ég væri að klæða mig í treyjuna í síðasta sinn".? Hrafnhildur er þó ekki hætt að gefa kost á sér og útilokar ekki að spila með landsliðinu á ný, verði leitað eftir því. „Ef upp koma meiðsli eða eitthvað slíkt í hópnum þá verð ég aldrei með nein leiðindi. Ég er alltaf til í að hjálpa til. En þær þurfa ekki á minni hjálp að halda nú og er það gott. Ungar stelpur eru að vinna sér sess í liðinu og ég mun styðja þær á pöllunum".Fyrsti og síðasti með DagnýjuÞað er algengt að margreyndar landsliðskempur fá kveðjuleiki að lokinni langri þjónustu í þágu viðkomandi landsliðs. Hrafnhildur segist ekki vilja fara fram á neitt slíkt en hefði sjálf viljað kveðja landsliðið á viðeigandi hátt. „?Eins og ég segi – ég hefði gjarnan viljað vita af því. Ég er búin að vera í landsliðinu í sautján ár. Ég á flesta leikina, hef skorað flest mörkin og á öll metin. Það hefði verið fínt að fá að kveðja þetta tímabil í mínu lífi". Henni þykir vænt um að hafa spilað síðasta landsleik sinn með Dagnýju systur sinni, enda spiluðu þær saman sinn fyrsta landsleik á sínum tíma.Lífið á pásu Hrafnhildur segist hafa ákveðið að hætta þegar hún gerði nýjan tveggja ára samning við Val fyrir rúmu ári. „?Þá ákvað ég að það yrði minn síðasti samningur. Ég væri örugglega búin að eignast fjögur börn ef ekki væri fyrir handboltann,?" segir hún og hlær en Hrafnhildur er tveggja barna móðir. „Maður hefur því sett lífið á smápásu fyrir íþróttina. Ég vil því klára þetta tímabil og svo bíða mín vonandi barneignir eða eitthvað skemmtilegt".?
Íslenski handboltinn Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Sjá meira