Ríkisstjórn gegn framförum? Svandís Svavarsdóttir skrifar 7. nóvember 2013 06:00 Ein mikilvægasta forsendan fyrir framförum og velsæld í samfélögum er að vel sé hlúð að opinberum samkeppnissjóðum sem veita fé til vísindarannsókna. Slíkar rannsóknir eru grundvöllur verðmætasköpunar sem byggist á hugviti en ekki nýtingu á takmörkuðum náttúruauðlindum. Veruleg aukning á fjárframlögum til samkeppnissjóða á sviði vísinda varð því eðlilega eitt af meginatriðum fjárfestingaáætlunar ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Aukningin var reyndar algjörlega nauðsynleg því fjárframlög til þeirra höfðu staðið í stað frá því fyrir hrun og því hefði í raun þurft að gera enn betur. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks virðist þó ekki hafa skilning á þessu og hefur með fyrsta fjárlagafrumvarpi sínu ákveðið að draga aukninguna að verulegu leyti til baka. Að undanförnu hefur mikil umræða farið fram á Alþingi og í samfélaginu um stöðu Rannsóknasjóðs í ljósi þess niðurskurðar sem fjárlagafrumvarpið boðar. Komið hefur fram að niðurskurðurinn mun hafa þær afleiðingar að sjóðurinn mun ekki geta stutt við ný verkefni á árunum 2014 og 2015. Það þýðir að starf fjölda rannsóknahópa er í hættu og að fjöldi ungs vísindafólks gæti neyðst til að flytja af landi brott til að geta sinnt starfi sínu. Það er hætt við því að rannsóknarnemar þurfi að hætta í miðju kafi og að samfella í mikilvægum verkefnunum rofni þannig að gríðarlegir fjármunir fari í súginn. Það er verið að spá neyðarástandi og til þess má ekki koma. Það sem er dapurlegast við þennan niðurskurð er að hann er ekki nauðsynlegur heldur er hann birtingarmynd þeirrar forgangsröðunar sem ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks stendur fyrir. Hún er í þágu stórútgerðarinnar á kostnað framfara og eðlilegs vísindastarfs í íslensku samfélagi. Niðurskurðurinn er til kominn vegna þess að ríkisstjórnin og meirihluti Alþingis ákváðu að gera það sitt fyrsta verk að lækka sérstaka veiðigjaldið og þannig afsala samfélaginu eðlilegum hluta í arði af sjávarauðlindinni. Arði sem til stóð að nota til að byggja upp og treysta innviði íslensks samfélags. Útlitið er ekki bjart en enn þá er hægt að skipta um áherslu og skila fjármagninu aftur til sjóðanna. Það er of mikið í húfi til að verjandi sé að hunsa raddir vísindasamfélagsins og þverpólitíska sátt um mikilvægi rannsókna og þróunar í þágu samfélagsins alls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Sjá meira
Ein mikilvægasta forsendan fyrir framförum og velsæld í samfélögum er að vel sé hlúð að opinberum samkeppnissjóðum sem veita fé til vísindarannsókna. Slíkar rannsóknir eru grundvöllur verðmætasköpunar sem byggist á hugviti en ekki nýtingu á takmörkuðum náttúruauðlindum. Veruleg aukning á fjárframlögum til samkeppnissjóða á sviði vísinda varð því eðlilega eitt af meginatriðum fjárfestingaáætlunar ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Aukningin var reyndar algjörlega nauðsynleg því fjárframlög til þeirra höfðu staðið í stað frá því fyrir hrun og því hefði í raun þurft að gera enn betur. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks virðist þó ekki hafa skilning á þessu og hefur með fyrsta fjárlagafrumvarpi sínu ákveðið að draga aukninguna að verulegu leyti til baka. Að undanförnu hefur mikil umræða farið fram á Alþingi og í samfélaginu um stöðu Rannsóknasjóðs í ljósi þess niðurskurðar sem fjárlagafrumvarpið boðar. Komið hefur fram að niðurskurðurinn mun hafa þær afleiðingar að sjóðurinn mun ekki geta stutt við ný verkefni á árunum 2014 og 2015. Það þýðir að starf fjölda rannsóknahópa er í hættu og að fjöldi ungs vísindafólks gæti neyðst til að flytja af landi brott til að geta sinnt starfi sínu. Það er hætt við því að rannsóknarnemar þurfi að hætta í miðju kafi og að samfella í mikilvægum verkefnunum rofni þannig að gríðarlegir fjármunir fari í súginn. Það er verið að spá neyðarástandi og til þess má ekki koma. Það sem er dapurlegast við þennan niðurskurð er að hann er ekki nauðsynlegur heldur er hann birtingarmynd þeirrar forgangsröðunar sem ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks stendur fyrir. Hún er í þágu stórútgerðarinnar á kostnað framfara og eðlilegs vísindastarfs í íslensku samfélagi. Niðurskurðurinn er til kominn vegna þess að ríkisstjórnin og meirihluti Alþingis ákváðu að gera það sitt fyrsta verk að lækka sérstaka veiðigjaldið og þannig afsala samfélaginu eðlilegum hluta í arði af sjávarauðlindinni. Arði sem til stóð að nota til að byggja upp og treysta innviði íslensks samfélags. Útlitið er ekki bjart en enn þá er hægt að skipta um áherslu og skila fjármagninu aftur til sjóðanna. Það er of mikið í húfi til að verjandi sé að hunsa raddir vísindasamfélagsins og þverpólitíska sátt um mikilvægi rannsókna og þróunar í þágu samfélagsins alls.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun