Ungt fólk er auðlind Katrín Jakobsdóttir skrifar 13. nóvember 2013 07:00 Heimurinn er stærri en Ísland. Í því felast tækifæri fyrir íslenskt samfélag en ungir Íslendingar geta nú sótt sér menntun, þekkingu og reynslu um allan heim. Þessu eigum við að fagna. Á sama tíma þurfum við að skapa samfélag hér á landi sem fólk vill gera að heimili sínu og auðga með reynslu sinni, þekkingu og menntun. Í umræðum um stórfelldan niðurskurð á stuðningi við rannsóknir og nýsköpun, fjársvelti heilbrigðiskerfisins og niðurskurð í menntakerfinu hefur komið fram að veruleg hætta sé á atgervisskorti í íslensku samfélagi. Hugmyndir sem heyrast frá stjórnarheimilinu um að refsa þeim sem sækja sér menntun og starfsreynslu til annarra landa eða um að trú á olíufundi verði það sem laðar hingað ungt fólk bendir ekki til mikils skilnings á vandamálinu eða metnaðar til að byggja hér skapandi þekkingarsamfélag – sem skiptir þó mestu fyrir lífskjör hér á landi til framtíðar. Líklega var óumflýjanlegt að ungt fólk leitaði út fyrir landsteinana fyrst eftir hrun. Sú þróun snerist hins vegar við enda ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar meðvituð um að hún væri óviðunandi til lengri tíma. Þess vegna var ráðist í fjárfestingaáætlun til að fjölga atvinnutækifærum og hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft, lögum um fæðingarorlof var breytt og stefnan sett á lengingu orlofsins og sett fram frumvarp til nýrra laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Þannig mætti lengi telja. Öll þessi mál miðuðu að því að bæta stöðu ungs fólks og fjölga tækifærum. Því miður virðist ný ríkisstjórn ætla að falla frá eða afturkalla þessi mál. Ég hvet stjórnvöld til að efna til samráðs með öðrum stjórnmálaflokkum og fulltrúum ungs fólks til að ræða málefni ungs fólks og hvað það setur á oddinn þannig að íslenskt samfélag verði áfram gott og eftirsóknarvert. Við eigum að kappkosta að byggja hér öflugt samfélag, þekkingarsamfélag, jafnaðarsamfélag og skapandi samfélag og snúa þannig vörn í sókn. Þar eigum við í samkeppni við umheiminn en ekki hvert annað og því verðum við að ná saman um markmið sem skila árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Heimurinn er stærri en Ísland. Í því felast tækifæri fyrir íslenskt samfélag en ungir Íslendingar geta nú sótt sér menntun, þekkingu og reynslu um allan heim. Þessu eigum við að fagna. Á sama tíma þurfum við að skapa samfélag hér á landi sem fólk vill gera að heimili sínu og auðga með reynslu sinni, þekkingu og menntun. Í umræðum um stórfelldan niðurskurð á stuðningi við rannsóknir og nýsköpun, fjársvelti heilbrigðiskerfisins og niðurskurð í menntakerfinu hefur komið fram að veruleg hætta sé á atgervisskorti í íslensku samfélagi. Hugmyndir sem heyrast frá stjórnarheimilinu um að refsa þeim sem sækja sér menntun og starfsreynslu til annarra landa eða um að trú á olíufundi verði það sem laðar hingað ungt fólk bendir ekki til mikils skilnings á vandamálinu eða metnaðar til að byggja hér skapandi þekkingarsamfélag – sem skiptir þó mestu fyrir lífskjör hér á landi til framtíðar. Líklega var óumflýjanlegt að ungt fólk leitaði út fyrir landsteinana fyrst eftir hrun. Sú þróun snerist hins vegar við enda ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar meðvituð um að hún væri óviðunandi til lengri tíma. Þess vegna var ráðist í fjárfestingaáætlun til að fjölga atvinnutækifærum og hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft, lögum um fæðingarorlof var breytt og stefnan sett á lengingu orlofsins og sett fram frumvarp til nýrra laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Þannig mætti lengi telja. Öll þessi mál miðuðu að því að bæta stöðu ungs fólks og fjölga tækifærum. Því miður virðist ný ríkisstjórn ætla að falla frá eða afturkalla þessi mál. Ég hvet stjórnvöld til að efna til samráðs með öðrum stjórnmálaflokkum og fulltrúum ungs fólks til að ræða málefni ungs fólks og hvað það setur á oddinn þannig að íslenskt samfélag verði áfram gott og eftirsóknarvert. Við eigum að kappkosta að byggja hér öflugt samfélag, þekkingarsamfélag, jafnaðarsamfélag og skapandi samfélag og snúa þannig vörn í sókn. Þar eigum við í samkeppni við umheiminn en ekki hvert annað og því verðum við að ná saman um markmið sem skila árangri.
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar