Kvótakerfi = gjafakvóti? Jón Steinsson skrifar 16. nóvember 2013 06:00 Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hefur lýst því yfir að hann ætli að setja makríl inn í kvótakerfið. Með því verður makrílkvóti framseljanlegur og gríðarlega verðmætur. Sigurður segir að það hafi sýnt sig að kvótakerfi framseljanlegra veiðiheimilda sé „gríðarlega þjóðhagslega hagkvæmt“. Það má til sanns vegar færa. Auðvitað á makríll að fara inn í kvótakerfið. Það að makríll eigi að fara inn í kvótakerfið þýðir hins vegar ekki að úthluta eigi þessum glænýja markrílkvóta án endurgjalds (eða svo gott sem). Það er ekkert sem segir að það þurfi að vera samasemmerki milli kvótakerfis og gjafakvóta. Sjávarútvegsráðherra segir að horft verði til veiðireynslu, verðmætasköpunar og „væntanlega einhverra fleiri þátta“ við úthlutunina. Sjávarútvegsfyrirtækin sem veitt hafa makríl á síðustu árum hafa að mestu getað notað þau skip og þann tækjabúnað sem þau áttu hvort sem er og var ekki fullnýttur þar sem veiðar á uppsjávarfiski á sér stað í skorpum. Makríllinn var hreinn bónus fyrir uppsjávarfyrirtækin sem hægt var að sækja í milli þess sem þau sóttu í loðnu og síld. Að úthluta verðmætum upp á tugi milljarða á þessum grundvelli orkar tvímælis svo ekki sé fastar að orði kveðið. Sjávarútvegsráðherra segist hafa leitað eftir samráði við útgerðarmenn jafnt stóra sem smáa og vonast til að finna lausn sem flestir geta sætt sig við. Hér á hann auðvitað við flestir útgerðarmenn. Einhverra hluta vegna hefur hann ekkert samráð við skattgreiðendur og sjúklinga á Landspítalanum. Ætli þeir séu sáttir við að ráðherra úthluti gríðarlegum verðmætum langt undir markaðsverði? „Sátt“ í sjávarútvegsmálum virðist alltaf þýða að útgerðarmenn séu sáttir. Þjóðin er algjört aukaatriði í því sambandi. Ég hef einfalda spurningu fyrir ráðherra: Hvað er það sem mælir gegn því að nýútgefinn makrílkvóti verði boðinn upp? Með því myndi kvótinn renna til þeirra sem geta búið til mest verðmæti með hann (hagkvæmnin sem honum er tíðrætt um í þessu sambandi). Og ríkissjóður myndi fá talsverðar tekjur. Þær mætti nota til þess að lækka skatta eða bæta þjónustu (til dæmis á Landspítalanum). Ekki veitir af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hefur lýst því yfir að hann ætli að setja makríl inn í kvótakerfið. Með því verður makrílkvóti framseljanlegur og gríðarlega verðmætur. Sigurður segir að það hafi sýnt sig að kvótakerfi framseljanlegra veiðiheimilda sé „gríðarlega þjóðhagslega hagkvæmt“. Það má til sanns vegar færa. Auðvitað á makríll að fara inn í kvótakerfið. Það að makríll eigi að fara inn í kvótakerfið þýðir hins vegar ekki að úthluta eigi þessum glænýja markrílkvóta án endurgjalds (eða svo gott sem). Það er ekkert sem segir að það þurfi að vera samasemmerki milli kvótakerfis og gjafakvóta. Sjávarútvegsráðherra segir að horft verði til veiðireynslu, verðmætasköpunar og „væntanlega einhverra fleiri þátta“ við úthlutunina. Sjávarútvegsfyrirtækin sem veitt hafa makríl á síðustu árum hafa að mestu getað notað þau skip og þann tækjabúnað sem þau áttu hvort sem er og var ekki fullnýttur þar sem veiðar á uppsjávarfiski á sér stað í skorpum. Makríllinn var hreinn bónus fyrir uppsjávarfyrirtækin sem hægt var að sækja í milli þess sem þau sóttu í loðnu og síld. Að úthluta verðmætum upp á tugi milljarða á þessum grundvelli orkar tvímælis svo ekki sé fastar að orði kveðið. Sjávarútvegsráðherra segist hafa leitað eftir samráði við útgerðarmenn jafnt stóra sem smáa og vonast til að finna lausn sem flestir geta sætt sig við. Hér á hann auðvitað við flestir útgerðarmenn. Einhverra hluta vegna hefur hann ekkert samráð við skattgreiðendur og sjúklinga á Landspítalanum. Ætli þeir séu sáttir við að ráðherra úthluti gríðarlegum verðmætum langt undir markaðsverði? „Sátt“ í sjávarútvegsmálum virðist alltaf þýða að útgerðarmenn séu sáttir. Þjóðin er algjört aukaatriði í því sambandi. Ég hef einfalda spurningu fyrir ráðherra: Hvað er það sem mælir gegn því að nýútgefinn makrílkvóti verði boðinn upp? Með því myndi kvótinn renna til þeirra sem geta búið til mest verðmæti með hann (hagkvæmnin sem honum er tíðrætt um í þessu sambandi). Og ríkissjóður myndi fá talsverðar tekjur. Þær mætti nota til þess að lækka skatta eða bæta þjónustu (til dæmis á Landspítalanum). Ekki veitir af.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun