Grænþvottur Landsvirkjunar Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 27. nóvember 2013 06:00 Baráttan um vernd Þjórsárvera á sér langa sögu. Um 1970 voru uppi áform um að sökkva nánast öllum verunum, en að endingu voru allmargar upptakakvíslar Þjórsár að austanverðu leiddar úr farvegi sínum í gegnum víðáttumikið net skurða og lóna í Kvíslaveitu. Þrátt fyrir þetta umfangsmikla rask á svæðinu eru enn lítt snortin víðerni eftir vestan Þjórsár sem einkennast af víðfeðmu votlendi með fjölbreyttu fuglalífi, freðmýrum, víðiheiðum og blómabrekkum, enda nýtur svæðið alþjóðlegrar verndar sem Ramsarsvæði. Landsvirkjun virðist þó enn telja hagkvæmni Norðlingaölduveitu svo mikla að ekki sé hægt að hverfa frá byggingu hennar. Búningurinn sem fyrirtækið kýs að setja áform sín í eru mér þó ekki geðfelld: Orkunýting í Þjórsárverum og vernd þeirra geta farið saman! Með öðrum orðum þá er það skoðun Landsvirkjunar að þrátt fyrir að Norðlingaölduveita, í einni eða annarri mynd, kljúfi lítt snortin víðerni Þjórsárverasvæðisins vestan Þjórsár og eyðileggi rennsli í Gljúfurleitarfossi og Dynk, sem eru fyllilega jafnokar Gullfoss, þá geti miðlunarlón vel farið saman með vernd svæðisins. Ég spyr: Er þetta hin nýja náttúruverndarsýn Landsvirkjunar? Fyrir mér er þetta grænþvottur. Því miður virðast ráðherrar taka undir orð Landsvirkjunar. Með hugmyndum sínum um nýja útfærslu á Norðlingaölduveitu gengur Landsvirkjun gegn vilja Alþingis frá því í janúar í ár, en svæðið sem Norðlingaölduveita er á lenti í verndarflokki rammaáætlunar. Spyrja má hvort það sé nóg að breyta útfærslu hugmynda sem lenda í verndarflokki og freista þess þannig að fá þær flokkaðar upp á nýtt? Ef við skoðum þetta fyrir vatnsaflsvirkjanir, þá miðaðist mat faghópa um náttúru- og menningarminjar og ferðaþjónustu og útivist við svæðin sem virkjunarhugmyndir voru um en ekki lónstæðin sjálf. Það voru náttúruverðmæti Þjórsárvera sem réðu því að svæðið var sett í verndarflokk. Við það mat skiptir útfærsla á virkjunarhugmyndum engu máli. Víða erlendis eru stíflumannvirki rifin niður til að endurheimta landsvæði sem hafa hátt verndargildi. Í stað þess að halda áfram áformum um eyðileggingu Þjórsárvera, eins og Landsvirkjun vill gera, tel ég mun uppbyggilegra að kanna möguleikann á endurheimt Þjórsárvera með því að taka niður Kvíslaveitu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Baráttan um vernd Þjórsárvera á sér langa sögu. Um 1970 voru uppi áform um að sökkva nánast öllum verunum, en að endingu voru allmargar upptakakvíslar Þjórsár að austanverðu leiddar úr farvegi sínum í gegnum víðáttumikið net skurða og lóna í Kvíslaveitu. Þrátt fyrir þetta umfangsmikla rask á svæðinu eru enn lítt snortin víðerni eftir vestan Þjórsár sem einkennast af víðfeðmu votlendi með fjölbreyttu fuglalífi, freðmýrum, víðiheiðum og blómabrekkum, enda nýtur svæðið alþjóðlegrar verndar sem Ramsarsvæði. Landsvirkjun virðist þó enn telja hagkvæmni Norðlingaölduveitu svo mikla að ekki sé hægt að hverfa frá byggingu hennar. Búningurinn sem fyrirtækið kýs að setja áform sín í eru mér þó ekki geðfelld: Orkunýting í Þjórsárverum og vernd þeirra geta farið saman! Með öðrum orðum þá er það skoðun Landsvirkjunar að þrátt fyrir að Norðlingaölduveita, í einni eða annarri mynd, kljúfi lítt snortin víðerni Þjórsárverasvæðisins vestan Þjórsár og eyðileggi rennsli í Gljúfurleitarfossi og Dynk, sem eru fyllilega jafnokar Gullfoss, þá geti miðlunarlón vel farið saman með vernd svæðisins. Ég spyr: Er þetta hin nýja náttúruverndarsýn Landsvirkjunar? Fyrir mér er þetta grænþvottur. Því miður virðast ráðherrar taka undir orð Landsvirkjunar. Með hugmyndum sínum um nýja útfærslu á Norðlingaölduveitu gengur Landsvirkjun gegn vilja Alþingis frá því í janúar í ár, en svæðið sem Norðlingaölduveita er á lenti í verndarflokki rammaáætlunar. Spyrja má hvort það sé nóg að breyta útfærslu hugmynda sem lenda í verndarflokki og freista þess þannig að fá þær flokkaðar upp á nýtt? Ef við skoðum þetta fyrir vatnsaflsvirkjanir, þá miðaðist mat faghópa um náttúru- og menningarminjar og ferðaþjónustu og útivist við svæðin sem virkjunarhugmyndir voru um en ekki lónstæðin sjálf. Það voru náttúruverðmæti Þjórsárvera sem réðu því að svæðið var sett í verndarflokk. Við það mat skiptir útfærsla á virkjunarhugmyndum engu máli. Víða erlendis eru stíflumannvirki rifin niður til að endurheimta landsvæði sem hafa hátt verndargildi. Í stað þess að halda áfram áformum um eyðileggingu Þjórsárvera, eins og Landsvirkjun vill gera, tel ég mun uppbyggilegra að kanna möguleikann á endurheimt Þjórsárvera með því að taka niður Kvíslaveitu.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun