

Grænþvottur Landsvirkjunar
Landsvirkjun virðist þó enn telja hagkvæmni Norðlingaölduveitu svo mikla að ekki sé hægt að hverfa frá byggingu hennar. Búningurinn sem fyrirtækið kýs að setja áform sín í eru mér þó ekki geðfelld: Orkunýting í Þjórsárverum og vernd þeirra geta farið saman! Með öðrum orðum þá er það skoðun Landsvirkjunar að þrátt fyrir að Norðlingaölduveita, í einni eða annarri mynd, kljúfi lítt snortin víðerni Þjórsárverasvæðisins vestan Þjórsár og eyðileggi rennsli í Gljúfurleitarfossi og Dynk, sem eru fyllilega jafnokar Gullfoss, þá geti miðlunarlón vel farið saman með vernd svæðisins. Ég spyr: Er þetta hin nýja náttúruverndarsýn Landsvirkjunar? Fyrir mér er þetta grænþvottur. Því miður virðast ráðherrar taka undir orð Landsvirkjunar.
Með hugmyndum sínum um nýja útfærslu á Norðlingaölduveitu gengur Landsvirkjun gegn vilja Alþingis frá því í janúar í ár, en svæðið sem Norðlingaölduveita er á lenti í verndarflokki rammaáætlunar. Spyrja má hvort það sé nóg að breyta útfærslu hugmynda sem lenda í verndarflokki og freista þess þannig að fá þær flokkaðar upp á nýtt? Ef við skoðum þetta fyrir vatnsaflsvirkjanir, þá miðaðist mat faghópa um náttúru- og menningarminjar og ferðaþjónustu og útivist við svæðin sem virkjunarhugmyndir voru um en ekki lónstæðin sjálf. Það voru náttúruverðmæti Þjórsárvera sem réðu því að svæðið var sett í verndarflokk. Við það mat skiptir útfærsla á virkjunarhugmyndum engu máli.
Víða erlendis eru stíflumannvirki rifin niður til að endurheimta landsvæði sem hafa hátt verndargildi. Í stað þess að halda áfram áformum um eyðileggingu Þjórsárvera, eins og Landsvirkjun vill gera, tel ég mun uppbyggilegra að kanna möguleikann á endurheimt Þjórsárvera með því að taka niður Kvíslaveitu.
Skoðun

Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun
Óli Jón Jónsson skrifar

Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram
Guðmundur Björnsson skrifar

Föstum saman, Ramadan og langafasta
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Auðhumla í Hamraborg
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor
Kristín Heimisdóttir skrifar

Mannlegi rektorinn Silja Bára
Arnar Pálsson skrifar

Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það
Drífa Snædal skrifar

Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk
Bjarni Már Magnússon skrifar

Ó-frjósemi eða val
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun?
Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar

Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda
Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar

Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna?
Guðmundur Björnsson skrifar

Við kjósum Kolbrúnu!
Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar

Geðheilbrigði snertir okkur öll
Sandra B. Franks skrifar

Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings
Guðmundur Einarsson skrifar

Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis
Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar

Konur láta lífið og karlar fá knús
Guðný S. Bjarnadóttir skrifar

VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters!
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Kosningar í VR
Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar

Kynjajafnrétti er mannanna verk
Stella Samúelsdóttir skrifar

Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd
Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar

Baráttan heldur áfram!
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Jafnréttisparadís?
Guðrún Karls Helgudóttir skrifar

Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs
Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar

Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors
Haraldur Ólafsson skrifar

Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld
Sigvaldi Einarsson skrifar

Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál
Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar

Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum
Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar

Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd?
Björn B. Björnsson skrifar