Fátækt barna á Íslandi Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 30. nóvember 2013 06:00 Íslenskt samfélag er eitt ríkasta samfélag í heiminum. Á undanförnum árum hefur þó þrengt að hjá mörgum, kjör fólks hafa rýrnað og ójöfnuður og fátækt aukist, ekki síst hjá barnafjölskyldum. Nú er talið að tæplega 9.000 börn á Íslandi búi við fátækt og hefur þeim farið fjölgandi. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem Ísland hefur lögfest, eiga öll börn að njóta þeirra réttinda sem kveðið er á um í sáttmálanum og ekki má mismuna börnum sökum stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Í Barnasáttmálanum er kveðið á um að öll börn eigi rétt á að lifa og þroskast og fá að þroska hæfileika sína. Þau eiga að njóta heilbrigðisþjónustu og menntunar, hvíldar, tómstunda, skemmtana og leikja sem hæfa aldri þeirra og þroska. Sökum fátæktar geta þó sum börn ekki notið þessara mannréttinda. Ýmis heilbrigðisþjónusta, sem sum börn þurfa á að halda, er mjög kostnaðarsöm og mörgum foreldrum ofviða. Samkvæmt rannsóknum hefur ekkert neikvæðari áhrif á heilbrigði en ójöfnuður og fátækt. Skólar eru hornsteinar jafnræðis í samfélaginu, þar sem almennt er lítill munur á milli skóla á Íslandi. Skólinn hefur einstakt tækifæri til að jafna aðstöðu barna, þar sem flest börn sækja leikskóla og öll börn grunnskóla. Þó að grunnskólinn eigi að vera gjaldfrjáls er leikskólinn það ekki, auk þess fylgir mikill kostnaður grunnskólagöngu barna. Mikilvægt er að skólayfirvöld og sveitarstjórnir láti ekki stöðu og bágan efnahag foreldra bitna á börnum þeirra og tryggi að öll börn geti verið þátttakendur í því starfi sem skólinn stendur fyrir. Vitundarvakning Börn sem búa við fátækt eiga oft erfitt með að fylgja skólafélögum sínum eftir í ýmsu tómstundastarfi, eða taka þátt í leikjum eða skemmtunum. Þau geta jafnvel ekki haldið upp á viðburði og áfanga í lífi sínu eins og afmæli eða farið í afmæli hjá öðrum. Þau geta því ekki tekið virkan þátt í samfélaginu með öðrum börnum. Þau fara á mis við að kynnast því fjölbreytta samfélagi menningar, íþrótta og lista, sem gæti vakið áhuga þeirra, göfgað líf og styrkt sjálfsmynd. Þau fá ekki að nýta hæfileika sína, jafnvel ekki að uppgötva eigin hæfileika og hætta er á að þau verði félagslega einangruð. Íslenskt samfélag getur ekki skorast undan því að horfast í augu við aukna barnafátækt og aukinn ójöfnuð barna á Íslandi. Það verður að vera þjóðarsátt um að útrýma fátækt og að tryggja að öll börn á Íslandi geti lifað með reisn, fái að þroskast og nýta hæfileika sína. Slíkt er fjárfesting til framtíðar. Barnaheill- Save the Children á Íslandi eru mannréttindasamtök og vilja stuðla að vitundarvakningu um að fjöldi barna nýtur ekki þeirra réttinda sem þeim ber sökum fátæktar. Samtökin vinna að verkefni um stöðu barna á Íslandi með tilliti til stöðu og efnahags foreldra þeirra og munu þeir fjármunir sem safnast í jólapeysuátakinu m.a. renna til þess verkefnis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag er eitt ríkasta samfélag í heiminum. Á undanförnum árum hefur þó þrengt að hjá mörgum, kjör fólks hafa rýrnað og ójöfnuður og fátækt aukist, ekki síst hjá barnafjölskyldum. Nú er talið að tæplega 9.000 börn á Íslandi búi við fátækt og hefur þeim farið fjölgandi. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem Ísland hefur lögfest, eiga öll börn að njóta þeirra réttinda sem kveðið er á um í sáttmálanum og ekki má mismuna börnum sökum stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Í Barnasáttmálanum er kveðið á um að öll börn eigi rétt á að lifa og þroskast og fá að þroska hæfileika sína. Þau eiga að njóta heilbrigðisþjónustu og menntunar, hvíldar, tómstunda, skemmtana og leikja sem hæfa aldri þeirra og þroska. Sökum fátæktar geta þó sum börn ekki notið þessara mannréttinda. Ýmis heilbrigðisþjónusta, sem sum börn þurfa á að halda, er mjög kostnaðarsöm og mörgum foreldrum ofviða. Samkvæmt rannsóknum hefur ekkert neikvæðari áhrif á heilbrigði en ójöfnuður og fátækt. Skólar eru hornsteinar jafnræðis í samfélaginu, þar sem almennt er lítill munur á milli skóla á Íslandi. Skólinn hefur einstakt tækifæri til að jafna aðstöðu barna, þar sem flest börn sækja leikskóla og öll börn grunnskóla. Þó að grunnskólinn eigi að vera gjaldfrjáls er leikskólinn það ekki, auk þess fylgir mikill kostnaður grunnskólagöngu barna. Mikilvægt er að skólayfirvöld og sveitarstjórnir láti ekki stöðu og bágan efnahag foreldra bitna á börnum þeirra og tryggi að öll börn geti verið þátttakendur í því starfi sem skólinn stendur fyrir. Vitundarvakning Börn sem búa við fátækt eiga oft erfitt með að fylgja skólafélögum sínum eftir í ýmsu tómstundastarfi, eða taka þátt í leikjum eða skemmtunum. Þau geta jafnvel ekki haldið upp á viðburði og áfanga í lífi sínu eins og afmæli eða farið í afmæli hjá öðrum. Þau geta því ekki tekið virkan þátt í samfélaginu með öðrum börnum. Þau fara á mis við að kynnast því fjölbreytta samfélagi menningar, íþrótta og lista, sem gæti vakið áhuga þeirra, göfgað líf og styrkt sjálfsmynd. Þau fá ekki að nýta hæfileika sína, jafnvel ekki að uppgötva eigin hæfileika og hætta er á að þau verði félagslega einangruð. Íslenskt samfélag getur ekki skorast undan því að horfast í augu við aukna barnafátækt og aukinn ójöfnuð barna á Íslandi. Það verður að vera þjóðarsátt um að útrýma fátækt og að tryggja að öll börn á Íslandi geti lifað með reisn, fái að þroskast og nýta hæfileika sína. Slíkt er fjárfesting til framtíðar. Barnaheill- Save the Children á Íslandi eru mannréttindasamtök og vilja stuðla að vitundarvakningu um að fjöldi barna nýtur ekki þeirra réttinda sem þeim ber sökum fátæktar. Samtökin vinna að verkefni um stöðu barna á Íslandi með tilliti til stöðu og efnahags foreldra þeirra og munu þeir fjármunir sem safnast í jólapeysuátakinu m.a. renna til þess verkefnis.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun