Met slegið í hlutafjárútboði Hilton-keðjunnar Óli Kristján Ármannsson skrifar 4. desember 2013 07:00 MIllenium Hilton í New York. Hlutafjárútboð fyrir skráningu Hilton-hótelkeðjunnar í Kauphöllina í New York gæti orðið með þeim stærstu í ár og það stærsta nokkurn tíma í hótelgeiranum. Fréttablaðið/AP Safnast gætu allt að 2,37 milljarðar Bandaríkjadala í fyrirhuguðu hlutafjárútboði vegna skráningar Hilton-hótelkeðjunnar í Kauphöllina í New York, að því er eignarhaldsfélagið Hilton Worldwide Holdings Inc. hefur upplýst. Upphæðin jafngildir 283,5 milljörðum íslenskra króna. Gangi þessar áætlanir eftir verður útboðið eitt af þeim stærstu í ár og líkast til stærsta hlutafjárútboð í hótelgeiranum frá upphafi. Í tilkynningu til kauphallar kemur fram að í boði verði 112,8 milljónir hluta og að búist sé við að verðið verði á milli 18 og 21 Bandaríkjadalur á hlut. Hilton selur um 64,1 milljón hluta og aðrir hluthafar bjóða fram 48,7 milljónir hluta. Sala viðbótarhluta til banka gæti orðið til þess að afrakstur útboðsins næði allt að 2,72 milljörðum dala, eða meira en 325 milljörðum króna. Aðstæður fyrir útboð eru taldar hagfelldar nú, en hótelgeirinn hefur verið að rétta úr kútnum síðustu tvö ár eftir niðursveiflu í kjölfar hruns fjármálakerfisins, auk þess sem aukið líf hefur færst í hlutabréfamarkaði með fjölgun hlutaskráninga. Í Bandaríkjunum hafa um 200 fyrirtæki verið skráð á markað á þessu ári. Nái verð hlutabréfa í útboði Hilton-keðjunnar að fara yfir miðgildi þess verðbils sem búist er við verður útboðið annað eða þriðja stærsta útboð ársins í Bandaríkjunum í ár. Það færi þá yfir útboð Twitter sem safnaði 2,1 milljarði dala (251 milljarði króna) í síðasta mánuði, en yrði undir hlutafjárútboði olíu- og gaslagnafyrirtækisins Plains GP Holdings LP, sem fór í 2,9 milljarða dala (347 milljarða króna) í október. Þegar eru hafnar kynningar á hótelkeðjunni fyrir fjárfesta, en áætlað er að útboðið hefjist eftir lokun markaða 12. þessa mánaðar. Búist er við að kennimerki skráðs félags í Kauphöllinni í New York verði „HLT“. Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Safnast gætu allt að 2,37 milljarðar Bandaríkjadala í fyrirhuguðu hlutafjárútboði vegna skráningar Hilton-hótelkeðjunnar í Kauphöllina í New York, að því er eignarhaldsfélagið Hilton Worldwide Holdings Inc. hefur upplýst. Upphæðin jafngildir 283,5 milljörðum íslenskra króna. Gangi þessar áætlanir eftir verður útboðið eitt af þeim stærstu í ár og líkast til stærsta hlutafjárútboð í hótelgeiranum frá upphafi. Í tilkynningu til kauphallar kemur fram að í boði verði 112,8 milljónir hluta og að búist sé við að verðið verði á milli 18 og 21 Bandaríkjadalur á hlut. Hilton selur um 64,1 milljón hluta og aðrir hluthafar bjóða fram 48,7 milljónir hluta. Sala viðbótarhluta til banka gæti orðið til þess að afrakstur útboðsins næði allt að 2,72 milljörðum dala, eða meira en 325 milljörðum króna. Aðstæður fyrir útboð eru taldar hagfelldar nú, en hótelgeirinn hefur verið að rétta úr kútnum síðustu tvö ár eftir niðursveiflu í kjölfar hruns fjármálakerfisins, auk þess sem aukið líf hefur færst í hlutabréfamarkaði með fjölgun hlutaskráninga. Í Bandaríkjunum hafa um 200 fyrirtæki verið skráð á markað á þessu ári. Nái verð hlutabréfa í útboði Hilton-keðjunnar að fara yfir miðgildi þess verðbils sem búist er við verður útboðið annað eða þriðja stærsta útboð ársins í Bandaríkjunum í ár. Það færi þá yfir útboð Twitter sem safnaði 2,1 milljarði dala (251 milljarði króna) í síðasta mánuði, en yrði undir hlutafjárútboði olíu- og gaslagnafyrirtækisins Plains GP Holdings LP, sem fór í 2,9 milljarða dala (347 milljarða króna) í október. Þegar eru hafnar kynningar á hótelkeðjunni fyrir fjárfesta, en áætlað er að útboðið hefjist eftir lokun markaða 12. þessa mánaðar. Búist er við að kennimerki skráðs félags í Kauphöllinni í New York verði „HLT“.
Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira