Apple kaupir Topsy Labs Óli Kristján Ármannsson skrifar 4. desember 2013 07:00 Hér má sjá meðal annars sjá flýtihneppingu í Twitter-appið á skjá iPhone-farsíma frá Apple. Fréttablaðið/AP Eftir kaup á sprotafyrirtækinu Topsy Labs öðlast tölvu- og farsímarisinn Apple aukna innsýn í andrúmsloftið á samfélagsmiðlinum Twitter á hverjum tíma. Að sögn fréttaveitu AP rýnir Topsy í umræðuþræði á Twitter og greinir bæði viðfangsefni og einstaklinga sem áhrif hafa á almenningsálit. Sprotafyrirtækið starfrækir líka ókeypis leitarvél á netinu og segist eiga á skrá allar færslur (tvít) á Twitter allt frá árinu 2006. Nokkuð sem Twitter býður ekki einu sinni notendum sínum upp á. Kristin Huguet, talsmaður Apple, staðfesti kaupin í byrjun vikunnar, án þess að orðlengja um fyrirætlanir Apple með greiningartækjum Topsy. Þá hefur kaupverðið ekki verið gefið upp. „Apple kaupir stöku sinnum smærri tæknifyrirtæki og alla jafna ræðum við hvorki ástæður okkar fyrir því eða fyrirætlanir,“ sagði hún. Vitað er að Apple hefur árum saman reynt að auka auglýsingatekjur úr fartækjum. Meiri þekking á vinsælustu viðfangsefnum á Twitter gæti hjálpað til við auglýsingasölu í iPhone-síma og iPad-tölvur. Eins gætu kaupin einfaldlega verið gerð með það fyrir augum að útbúa leitarvirkni í iPhone sem ekki er til staðar hjá símum helstu keppinauta, sem nota Android-stýrikerfi Google. Google hefur ekki náð viðlíka höfundarréttarsamningum og Topsy sem gefa myndi leitarvél fyrirtækisins fljótvirkari og dýpri aðgang að gögnum Twitter. Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Eftir kaup á sprotafyrirtækinu Topsy Labs öðlast tölvu- og farsímarisinn Apple aukna innsýn í andrúmsloftið á samfélagsmiðlinum Twitter á hverjum tíma. Að sögn fréttaveitu AP rýnir Topsy í umræðuþræði á Twitter og greinir bæði viðfangsefni og einstaklinga sem áhrif hafa á almenningsálit. Sprotafyrirtækið starfrækir líka ókeypis leitarvél á netinu og segist eiga á skrá allar færslur (tvít) á Twitter allt frá árinu 2006. Nokkuð sem Twitter býður ekki einu sinni notendum sínum upp á. Kristin Huguet, talsmaður Apple, staðfesti kaupin í byrjun vikunnar, án þess að orðlengja um fyrirætlanir Apple með greiningartækjum Topsy. Þá hefur kaupverðið ekki verið gefið upp. „Apple kaupir stöku sinnum smærri tæknifyrirtæki og alla jafna ræðum við hvorki ástæður okkar fyrir því eða fyrirætlanir,“ sagði hún. Vitað er að Apple hefur árum saman reynt að auka auglýsingatekjur úr fartækjum. Meiri þekking á vinsælustu viðfangsefnum á Twitter gæti hjálpað til við auglýsingasölu í iPhone-síma og iPad-tölvur. Eins gætu kaupin einfaldlega verið gerð með það fyrir augum að útbúa leitarvirkni í iPhone sem ekki er til staðar hjá símum helstu keppinauta, sem nota Android-stýrikerfi Google. Google hefur ekki náð viðlíka höfundarréttarsamningum og Topsy sem gefa myndi leitarvél fyrirtækisins fljótvirkari og dýpri aðgang að gögnum Twitter.
Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira