Íslensk hönnun, handverk og föndur? Halla Helgadóttir skrifar 12. desember 2013 06:00 Nú er til umfjöllunar á Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um notkun þjóðfána Íslendinga á íslenskum vörum. Í frumvarpinu er hönnun, handverki og jafnvel föndri ruglað saman eins og er nokkuð algengt hér á landi. Íslensk hönnunarvara er í frumvarpinu skilgreind sem vara hönnuð og framleidd á Íslandi. Það er ekki rétt skilgreining. Verði fumvarpið samþykkt óbreytt mun það koma í veg fyrir að flest fyrirtæki sem raunverulega selja og framleiða íslenska hönnunarvöru geti notað fánann á sínar vörur. Hönnunarvara Hönnunarvara er búin til af menntuðum hönnuðum sem flestir hafa háskólanám að baki. Margir hönnuðir stofna fyrirtæki, hanna vörur og láta framleiða þær fyrir sig, markaðssetja og selja. Þessar vörur eru ýmist framleiddar í verksmiðjum hér á landi eða erlendis og stundum handgerðar að hluta eða öllu leyti af handverksfólki. Handverkið sjálft er sjaldnast aðalatriði hönnunarvöru en gæði og stöðugleiki í framleiðslu eru mjög mikilvæg. Í einhverjum tilfellum framleiða hönnuðir sjálfir sínar vörur en ástæðan er oftast sú að það er mjög erfitt að finna framleiðendur hér á Íslandi. Markmið hönnuða er yfirleitt nýsköpun, að búa til nýja hluti, finna nýjar lausnir eða leiðir sem ekki hafa verið farnar áður. Hugmyndin er það sem skiptir mestu máli en ekki aðferðin við framleiðslu hennar. Aðrir hönnuðir hanna vörur og selja hugmyndir sínar til fyrirtækja sem sérhæfa sig í framleiðslu, sölu og markaðssetningu á hönnunarvörum. Í þeim tilfellum er varan stundum markaðssett sem vara eftir viðkomandi hönnuð (s.b. IKEA sem markaðssetur vörur undir nafni ákveðinna hönnuða) en stundum er varan einungis markaðssett undir nafni fyrirtækisins. Margir hönnuðir ráða sig til starfa hjá fyrirtækjum og hanna vörur eða sérhæfða þjónustu sem seld er undir nafni fyrirtækjanna s.b. íslensku fyrirtækin Össur, 66North og Cintamani. Handverk Handverk er unnið af list- og iðnmenntuðu handverksfólki og fólki sem hefur sérhæft sig í ákveðnu handverki. Handverksfólk vinnur yfirleitt eitt að sínum verkum og framleiðslugetan takmarkast af afköstum hvers og eins. Handverkið sjálft er aðalatriði og aðferðin og efnið hefur afgerandi áhrif á hugmyndina sem unnið er með og útkomu hennar. Handverksfólk og hönnuðir vinna oft saman. Sumt handverk getur fallið undir skilgreininguna hönnun en flest handverk gerir það ekki. Föndur Föndur er það sem fólk gerir þegar það er að búa eitthvað til án þess að hafa til þess sérstaka menntun eða sérhæfða handverkskunnáttu. Flest okkar föndrum og notum þá uppskriftir eða fyrirmyndir sem við finnum í blöðum, á netinu eða annars staðar. Föndur er ekki hönnun og ekki listhandverk. Hönnunarmiðstöð Íslands hefur gert athugasemd fyrir hönd íslenskra hönnuða og fyrirtækja á því sviði varðandi skilgreiningu á íslenskri hönnun í frumvarpinu. Einnig er gerð athugasemd við að ekki er gert ráð fyrir gæðaeftirliti vegna notkunar fánans á vörur. Miklar líkur eru á því að fáninn verði settur á vörur sem eru mjög misjafnar að gæðum. Það getur leitt til þess að hann verði ekki talinn eftirsóknarvert tákn og framleiðendur hannaðrar gæðavöru og matvæla muni alls ekki vilja nýta hann sér og vörum sínum til framdráttar. Á Íslandi er fjöldi fyrirtækja á sviði hönnunar, íslensk fyrirtæki sem eru stolt af því að markaðssetja sig sem slík og bera þannig hróður Íslands víða um lönd. Framleiðslugeta á Íslandi er afar takmörkuð þannig að flest fyrirtæki á þessu sviði verða að leita út fyrir landsteinana eftir framleiðendum, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Verði frumvarpið samþykkt í óbreyttri mynd mættu okkar helstu fyrirtæki á sviði hönnunar ekki nýta fánann á vörur sínar. Þar skiptir íslenskt hráefni ekki máli en framleiðslan öllu. Þetta eru fyrirtæki eins og STEiNUNN, Farmers Market, 66North, Geysir, KronKron, Vík Prjónsdóttir, Ígló&Indí, ELLA, JÖR, Færið, Bility og mörg fleiri. Föndrari sem býr til dúkkur úr innfluttum perlum eftir fyrirmynd úr blaði gæti aftur á móti hengt íslenska fánann á þær og selt. Hönnunarmiðstöð Íslands er í eigu Arkitektafélags Íslands, Félags húsgagna- og innanhússarkitekta, Félags íslenskra landslagsarkitekta, Félags vöru- og iðnhönnuða, Leirlistafélags Íslands, Fatahönnunarfélags Íslands, Textílfélagsins, Félags íslenskra gullsmiða og Félags íslenskra teiknara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Helgadóttir Tíska og hönnun Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Nú er til umfjöllunar á Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um notkun þjóðfána Íslendinga á íslenskum vörum. Í frumvarpinu er hönnun, handverki og jafnvel föndri ruglað saman eins og er nokkuð algengt hér á landi. Íslensk hönnunarvara er í frumvarpinu skilgreind sem vara hönnuð og framleidd á Íslandi. Það er ekki rétt skilgreining. Verði fumvarpið samþykkt óbreytt mun það koma í veg fyrir að flest fyrirtæki sem raunverulega selja og framleiða íslenska hönnunarvöru geti notað fánann á sínar vörur. Hönnunarvara Hönnunarvara er búin til af menntuðum hönnuðum sem flestir hafa háskólanám að baki. Margir hönnuðir stofna fyrirtæki, hanna vörur og láta framleiða þær fyrir sig, markaðssetja og selja. Þessar vörur eru ýmist framleiddar í verksmiðjum hér á landi eða erlendis og stundum handgerðar að hluta eða öllu leyti af handverksfólki. Handverkið sjálft er sjaldnast aðalatriði hönnunarvöru en gæði og stöðugleiki í framleiðslu eru mjög mikilvæg. Í einhverjum tilfellum framleiða hönnuðir sjálfir sínar vörur en ástæðan er oftast sú að það er mjög erfitt að finna framleiðendur hér á Íslandi. Markmið hönnuða er yfirleitt nýsköpun, að búa til nýja hluti, finna nýjar lausnir eða leiðir sem ekki hafa verið farnar áður. Hugmyndin er það sem skiptir mestu máli en ekki aðferðin við framleiðslu hennar. Aðrir hönnuðir hanna vörur og selja hugmyndir sínar til fyrirtækja sem sérhæfa sig í framleiðslu, sölu og markaðssetningu á hönnunarvörum. Í þeim tilfellum er varan stundum markaðssett sem vara eftir viðkomandi hönnuð (s.b. IKEA sem markaðssetur vörur undir nafni ákveðinna hönnuða) en stundum er varan einungis markaðssett undir nafni fyrirtækisins. Margir hönnuðir ráða sig til starfa hjá fyrirtækjum og hanna vörur eða sérhæfða þjónustu sem seld er undir nafni fyrirtækjanna s.b. íslensku fyrirtækin Össur, 66North og Cintamani. Handverk Handverk er unnið af list- og iðnmenntuðu handverksfólki og fólki sem hefur sérhæft sig í ákveðnu handverki. Handverksfólk vinnur yfirleitt eitt að sínum verkum og framleiðslugetan takmarkast af afköstum hvers og eins. Handverkið sjálft er aðalatriði og aðferðin og efnið hefur afgerandi áhrif á hugmyndina sem unnið er með og útkomu hennar. Handverksfólk og hönnuðir vinna oft saman. Sumt handverk getur fallið undir skilgreininguna hönnun en flest handverk gerir það ekki. Föndur Föndur er það sem fólk gerir þegar það er að búa eitthvað til án þess að hafa til þess sérstaka menntun eða sérhæfða handverkskunnáttu. Flest okkar föndrum og notum þá uppskriftir eða fyrirmyndir sem við finnum í blöðum, á netinu eða annars staðar. Föndur er ekki hönnun og ekki listhandverk. Hönnunarmiðstöð Íslands hefur gert athugasemd fyrir hönd íslenskra hönnuða og fyrirtækja á því sviði varðandi skilgreiningu á íslenskri hönnun í frumvarpinu. Einnig er gerð athugasemd við að ekki er gert ráð fyrir gæðaeftirliti vegna notkunar fánans á vörur. Miklar líkur eru á því að fáninn verði settur á vörur sem eru mjög misjafnar að gæðum. Það getur leitt til þess að hann verði ekki talinn eftirsóknarvert tákn og framleiðendur hannaðrar gæðavöru og matvæla muni alls ekki vilja nýta hann sér og vörum sínum til framdráttar. Á Íslandi er fjöldi fyrirtækja á sviði hönnunar, íslensk fyrirtæki sem eru stolt af því að markaðssetja sig sem slík og bera þannig hróður Íslands víða um lönd. Framleiðslugeta á Íslandi er afar takmörkuð þannig að flest fyrirtæki á þessu sviði verða að leita út fyrir landsteinana eftir framleiðendum, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Verði frumvarpið samþykkt í óbreyttri mynd mættu okkar helstu fyrirtæki á sviði hönnunar ekki nýta fánann á vörur sínar. Þar skiptir íslenskt hráefni ekki máli en framleiðslan öllu. Þetta eru fyrirtæki eins og STEiNUNN, Farmers Market, 66North, Geysir, KronKron, Vík Prjónsdóttir, Ígló&Indí, ELLA, JÖR, Færið, Bility og mörg fleiri. Föndrari sem býr til dúkkur úr innfluttum perlum eftir fyrirmynd úr blaði gæti aftur á móti hengt íslenska fánann á þær og selt. Hönnunarmiðstöð Íslands er í eigu Arkitektafélags Íslands, Félags húsgagna- og innanhússarkitekta, Félags íslenskra landslagsarkitekta, Félags vöru- og iðnhönnuða, Leirlistafélags Íslands, Fatahönnunarfélags Íslands, Textílfélagsins, Félags íslenskra gullsmiða og Félags íslenskra teiknara.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun