Ríkisútvarp sem rís undir nafni Tryggvi Gíslason skrifar 14. desember 2013 07:00 Ríkisútvarp - sem rís undir nafni - er ein mikilvægasta stofnun samfélagsins ásamt Alþingi, mennta- og rannsóknarstofnunum, stofnunum heilbrigðiskerfisins í margbreytilegum myndum sínum, menningarstofnunum, svo sem leikhúsum og tónlistarfélögum - og þjóðkirkju. Eðlilegt er að skiptar skoðanir séu um slíkar stofnanir svo og aðrar stofnanir sem reknar eru fyrir skattpeninga almennings, enda eru umræður stöðugar og skoðanir skiptar. Auk þess er umræða um atvinnulífið og fyrirtæki í eigu einstaklinga nauðsynleg, en slík fyrirtæki hafa ekki síður áhrif á daglegt líf, velsæld og velferð almennings en stofnanir hins opinbera.Lýðræðisland - sem rís undir nafni Í lýðræðislandi - sem rís undir nafni - þarf að vera vettvangur fyrir málefnalegar umræður um þessi og önnur álitamál svo og aðgengi að traustum upplýsingum um þjóðfélagsmál. Til þess að stuðla að þessari umræðu og veita upplýsingar höfum við fjölmiðla af margvíslegu tagi: blöð og tímarit, útvarp, sjónvarp og ekki síst hið mikla undur tækninnar - veraldarvefinn. Enn sem komið er virðist mikilsverðasti fjölmiðillinn hér á landi - og í nágrannalöndum okkar, vera ríkisútvarp - rekið í almannaþágu. Í Danmörku, Noregi og Svíþjóð er öflugt ríkisútvarp með mörgum rásum hljóðvarps og sjónvarps auk skóla- og kennslusjónvarps og kennsluútvarps og sjónvarps um listir og menningu.Umræða - sem rís undir nafni Í fyrstu grein laga um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu segir, að markmið laganna sé „að stuðla að lýðræðislegri umræðu og félagslegri samheldni í íslensku samfélagi með fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Ríkisútvarpinu er falin framkvæmd hennar eins og nánar er kveðið á um í lögum þessum. Ríkisútvarpið er þjóðarmiðill og skal rækja fjölbreytt hlutverk sitt af fagmennsku, metnaði, heiðarleika og virðingu. Það skal leggja rækt við íslenska tungu, menningu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð.”Ráðherra - sem rís undir nafni Þessi markmiðslýsing Ríkisútvarpsins er því skýr og metnaður af hálfu löggjafans mikill að þessu leyti. Hins vegar eru ákvæði laganna „um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu“ gölluð hvað varðar stjórn þess. Í þriðja kafla um Stjórnskipulag Ríkisútvarpsins segir að Ríkisútvarpið sé sjálfstætt opinbert hlutafélag í eigu íslenska ríkisins, ráðherra fari með eignarhlut ríkisins og stjórn skuli kosin á aðalfundi. Þetta þýðir að ráðherra kýs einn stjórn á aðalfundi og getur einn ráðið öllu, sem hann gerir. Slíkt samrýmist illa fagmennsku, metnaði, heiðarleika og virðingu í lýðræðislandi þar sem valddreifing er fyrsta boðorðið - ekki einræði. Fyrirkomulagið er að vísu svipað í Noregi. Þar er löggjafinn hins vegar ekki að breiða yfir einræðið heldur segir einfaldlega: Ráðherra er aðalfundur útvarpsins: „Kirke- og kulturministeren er NRKs generalforsamling.” En lýðræðisleg hugsun er lengra á veg komin í Noregi en á Íslandi og pólitísk aðhald meira. Danska ríkisútvarpinu, Danmarks radio, er stjórnað af ellefu manna stjórn sem ráðherra skipar eftir tilnefningu frá Folketinget sem tilnefnir sex fulltrúa og starfsfólk Danmarks radio tvo. Sjálfur tilnefnir ráðherrann þrjá fulltrúa. Með þessu er reynt að gæta ólíkra hagsmuna og fagmennsku, enda eru Danir lengra komnir í lýðræðislegri hugsun og gerðum en Íslendingar.Lýðræðileg umræða og hlutlægar upplýsingar Til þess að stýra málefnalegri umræðu og veita hlutlægar upplýsingar og koma á framfæri andstæðum sjónarmiður þarf að vera til sjálfstætt Ríkisútvarp laust úr viðjum flokkspólitískra valdhafa. Æskilegt væri að helstu stofnanir og samtök þjóðfélagsins, s.s. samtök atvinnulífsins og launþega, samtök listamanna og skólar, þjóðkirkjan og önnur trúfélög ættu fulltrúa í stjórn Ríkisútvarps sem risi undir nafni og lagt gæti grunninn að lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni í íslensku samfélagi. Þá hefðu mistök af því tagi sem nú hafa orðið í Ríkisútvarpi ráðherra ekki orðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Gíslason Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Ríkisútvarp - sem rís undir nafni - er ein mikilvægasta stofnun samfélagsins ásamt Alþingi, mennta- og rannsóknarstofnunum, stofnunum heilbrigðiskerfisins í margbreytilegum myndum sínum, menningarstofnunum, svo sem leikhúsum og tónlistarfélögum - og þjóðkirkju. Eðlilegt er að skiptar skoðanir séu um slíkar stofnanir svo og aðrar stofnanir sem reknar eru fyrir skattpeninga almennings, enda eru umræður stöðugar og skoðanir skiptar. Auk þess er umræða um atvinnulífið og fyrirtæki í eigu einstaklinga nauðsynleg, en slík fyrirtæki hafa ekki síður áhrif á daglegt líf, velsæld og velferð almennings en stofnanir hins opinbera.Lýðræðisland - sem rís undir nafni Í lýðræðislandi - sem rís undir nafni - þarf að vera vettvangur fyrir málefnalegar umræður um þessi og önnur álitamál svo og aðgengi að traustum upplýsingum um þjóðfélagsmál. Til þess að stuðla að þessari umræðu og veita upplýsingar höfum við fjölmiðla af margvíslegu tagi: blöð og tímarit, útvarp, sjónvarp og ekki síst hið mikla undur tækninnar - veraldarvefinn. Enn sem komið er virðist mikilsverðasti fjölmiðillinn hér á landi - og í nágrannalöndum okkar, vera ríkisútvarp - rekið í almannaþágu. Í Danmörku, Noregi og Svíþjóð er öflugt ríkisútvarp með mörgum rásum hljóðvarps og sjónvarps auk skóla- og kennslusjónvarps og kennsluútvarps og sjónvarps um listir og menningu.Umræða - sem rís undir nafni Í fyrstu grein laga um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu segir, að markmið laganna sé „að stuðla að lýðræðislegri umræðu og félagslegri samheldni í íslensku samfélagi með fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Ríkisútvarpinu er falin framkvæmd hennar eins og nánar er kveðið á um í lögum þessum. Ríkisútvarpið er þjóðarmiðill og skal rækja fjölbreytt hlutverk sitt af fagmennsku, metnaði, heiðarleika og virðingu. Það skal leggja rækt við íslenska tungu, menningu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð.”Ráðherra - sem rís undir nafni Þessi markmiðslýsing Ríkisútvarpsins er því skýr og metnaður af hálfu löggjafans mikill að þessu leyti. Hins vegar eru ákvæði laganna „um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu“ gölluð hvað varðar stjórn þess. Í þriðja kafla um Stjórnskipulag Ríkisútvarpsins segir að Ríkisútvarpið sé sjálfstætt opinbert hlutafélag í eigu íslenska ríkisins, ráðherra fari með eignarhlut ríkisins og stjórn skuli kosin á aðalfundi. Þetta þýðir að ráðherra kýs einn stjórn á aðalfundi og getur einn ráðið öllu, sem hann gerir. Slíkt samrýmist illa fagmennsku, metnaði, heiðarleika og virðingu í lýðræðislandi þar sem valddreifing er fyrsta boðorðið - ekki einræði. Fyrirkomulagið er að vísu svipað í Noregi. Þar er löggjafinn hins vegar ekki að breiða yfir einræðið heldur segir einfaldlega: Ráðherra er aðalfundur útvarpsins: „Kirke- og kulturministeren er NRKs generalforsamling.” En lýðræðisleg hugsun er lengra á veg komin í Noregi en á Íslandi og pólitísk aðhald meira. Danska ríkisútvarpinu, Danmarks radio, er stjórnað af ellefu manna stjórn sem ráðherra skipar eftir tilnefningu frá Folketinget sem tilnefnir sex fulltrúa og starfsfólk Danmarks radio tvo. Sjálfur tilnefnir ráðherrann þrjá fulltrúa. Með þessu er reynt að gæta ólíkra hagsmuna og fagmennsku, enda eru Danir lengra komnir í lýðræðislegri hugsun og gerðum en Íslendingar.Lýðræðileg umræða og hlutlægar upplýsingar Til þess að stýra málefnalegri umræðu og veita hlutlægar upplýsingar og koma á framfæri andstæðum sjónarmiður þarf að vera til sjálfstætt Ríkisútvarp laust úr viðjum flokkspólitískra valdhafa. Æskilegt væri að helstu stofnanir og samtök þjóðfélagsins, s.s. samtök atvinnulífsins og launþega, samtök listamanna og skólar, þjóðkirkjan og önnur trúfélög ættu fulltrúa í stjórn Ríkisútvarps sem risi undir nafni og lagt gæti grunninn að lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni í íslensku samfélagi. Þá hefðu mistök af því tagi sem nú hafa orðið í Ríkisútvarpi ráðherra ekki orðið.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar