Þegar Trölli yfirtók Alþingi Friðrika Benónýsdóttir skrifar 16. desember 2013 06:00 Nokkrum dögum fyrir kosningar í vor stillti myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson sér upp við styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli og flutti þar tónlistargjörning við annan mann. Boðskapurinn var sáraeinfaldur, í raun bara ein setning endurtekin hvað eftir annað. Þetta var krúttlegur og skemmtilegur gjörningur og vakti sennilega ekki marga til umhugsunar um það hvernig atkvæði þeirra í alþingiskosningunum yrði best varið. Sé innihaldið hins vegar skoðað í ljósi atburða þeirra mánaða sem síðan hafa liðið er hætt við að kaldur hrollur hríslist um fólk. Setningin sem Ragnar söng hljómaði nefnilega á þessa leið: „Ekki kjósa Framsókn eða Sjálfstæðisflokkinn, því ef að þú gerir það þá fer allt til helvítis.“ Listamenn hafa löngum verið taldir hafa gáfu sjáandans og hæfni til að greina samfélagið skarplegar en aðrir og í þessu tilfelli virðist sú kenning á rökum reist. Í tíð þessarar ríkisstjórnar hefur ekki staðið steinn yfir steini og svo sem að bera í bakkaflullan lækinn að tíunda þau „afrek“ öll. Það er grátlegt að fylgjast með tilraunum hennar til að finna peninga til að stoppa í fjárlagagatið sem hún sjálf bjó til með því að lækka veiðigjald og afnema auðlegðarskatt. Væri þetta raunveruleikaþáttur í sjónvarpi gengi þrautin út á það að finna peninga alls staðar annars staðar en þar sem þeir eru til, einkum og sérílagi hjá sjúklingum, fátæklingum, atvinnulausum, öryrkjum, gamalmennum, börnum í Afríku, námsmönnum og menningariðkendum. Þar ætlar rískisstjórnin að herða sultarólina svo um munar, hún var greinilega alltof slök fyrir að hennar mati. Þríhrossin hafa alltaf haft lag á því að láta aumingjana blæða og ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er skilgetið afkvæmi þeirra. Lítilmótlegust af öllum þessum aðgerðum er þó sennilega sú ákvörðun að atvinnulausir fái ekki jólauppbót eins og allir aðrir landsmenn. Það er eins og ríkisstjórnin álíti að fólk velji sér sjálfviljugt það hlutskipti að missa atvinnuna og geti því bara sjálfu sér um kennt. Vigdís Hauksdóttir hefur meira að segja lýst yfir því markmiði að venja fólk af þeim ósóma að þyggja bætur, slíkt sé vinstri sinnaður aumingjaskapur sem ekki eigi að líðast. Velferðarþjóðfélag virðist vera hugtak sem ekki er finnanlegt í orðabók stjórnarliða. Bæði Þríhross og Skröggur hefðu orðið stoltir af þessum afkvæmum sínum væru þeir ekki skáldskapur. „.. þá fer allt til helvítis“ söng myndlistarmaðurinn í vor. Korteri í jól virðist sá spádómur kominn fram, það tók ekki langan tíma. Hvernig þetta forríka samfélag ætlar að finna anda jólanna með því að svipta þá sem minnst mega sín þeim litla glaðningi sem hægt er að veita sér fyrir þær rúmu 50.000 krónur sem jólauppbótin er mega guðirnir vita. Kannski það eigi að efna til landssöfnunar fyrir henni eins og tækjunum á Landspítalann. Láta þá ríku deila út ölmusunni til aumingja fátæka fólksins til að sýna gæsku sína og yfirburði eins og tíðkaðist á tímum Dickens. Það væri nú aldeilis jólastemning í því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Nokkrum dögum fyrir kosningar í vor stillti myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson sér upp við styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli og flutti þar tónlistargjörning við annan mann. Boðskapurinn var sáraeinfaldur, í raun bara ein setning endurtekin hvað eftir annað. Þetta var krúttlegur og skemmtilegur gjörningur og vakti sennilega ekki marga til umhugsunar um það hvernig atkvæði þeirra í alþingiskosningunum yrði best varið. Sé innihaldið hins vegar skoðað í ljósi atburða þeirra mánaða sem síðan hafa liðið er hætt við að kaldur hrollur hríslist um fólk. Setningin sem Ragnar söng hljómaði nefnilega á þessa leið: „Ekki kjósa Framsókn eða Sjálfstæðisflokkinn, því ef að þú gerir það þá fer allt til helvítis.“ Listamenn hafa löngum verið taldir hafa gáfu sjáandans og hæfni til að greina samfélagið skarplegar en aðrir og í þessu tilfelli virðist sú kenning á rökum reist. Í tíð þessarar ríkisstjórnar hefur ekki staðið steinn yfir steini og svo sem að bera í bakkaflullan lækinn að tíunda þau „afrek“ öll. Það er grátlegt að fylgjast með tilraunum hennar til að finna peninga til að stoppa í fjárlagagatið sem hún sjálf bjó til með því að lækka veiðigjald og afnema auðlegðarskatt. Væri þetta raunveruleikaþáttur í sjónvarpi gengi þrautin út á það að finna peninga alls staðar annars staðar en þar sem þeir eru til, einkum og sérílagi hjá sjúklingum, fátæklingum, atvinnulausum, öryrkjum, gamalmennum, börnum í Afríku, námsmönnum og menningariðkendum. Þar ætlar rískisstjórnin að herða sultarólina svo um munar, hún var greinilega alltof slök fyrir að hennar mati. Þríhrossin hafa alltaf haft lag á því að láta aumingjana blæða og ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er skilgetið afkvæmi þeirra. Lítilmótlegust af öllum þessum aðgerðum er þó sennilega sú ákvörðun að atvinnulausir fái ekki jólauppbót eins og allir aðrir landsmenn. Það er eins og ríkisstjórnin álíti að fólk velji sér sjálfviljugt það hlutskipti að missa atvinnuna og geti því bara sjálfu sér um kennt. Vigdís Hauksdóttir hefur meira að segja lýst yfir því markmiði að venja fólk af þeim ósóma að þyggja bætur, slíkt sé vinstri sinnaður aumingjaskapur sem ekki eigi að líðast. Velferðarþjóðfélag virðist vera hugtak sem ekki er finnanlegt í orðabók stjórnarliða. Bæði Þríhross og Skröggur hefðu orðið stoltir af þessum afkvæmum sínum væru þeir ekki skáldskapur. „.. þá fer allt til helvítis“ söng myndlistarmaðurinn í vor. Korteri í jól virðist sá spádómur kominn fram, það tók ekki langan tíma. Hvernig þetta forríka samfélag ætlar að finna anda jólanna með því að svipta þá sem minnst mega sín þeim litla glaðningi sem hægt er að veita sér fyrir þær rúmu 50.000 krónur sem jólauppbótin er mega guðirnir vita. Kannski það eigi að efna til landssöfnunar fyrir henni eins og tækjunum á Landspítalann. Láta þá ríku deila út ölmusunni til aumingja fátæka fólksins til að sýna gæsku sína og yfirburði eins og tíðkaðist á tímum Dickens. Það væri nú aldeilis jólastemning í því.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar