Ýmist Raggi Nat eða Raggi Frat Kolbeinn Tumi Daðaspn skrifar 20. desember 2013 08:00 Reynsluboltinn Friðrik Stefánsson virkar smávaxinn í samanburði við Ragnar í baráttunni undir körfunni. Mynd/Jón Björn Ólafsson „Ég er allt annar maður en fyrir einu til tveimur árum. Ég er klárlega í besta formi ævi minnar,“ segir Ragnar Nathanaelsson. Miðherjinn, sem er 218 cm á hæð, fór á kostum í þremur leikjum Þórs Þorlákshafnar í Domino‘s-deildinni í desember og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína það sem af er leiktíð. Í síðasta leik fyrir jólafrí setti sá hávaxni 27 stig auk þess að taka 22 fráköst. Maður leiksins án nokkurs vafa. Ragnar æfði með A-landsliðinu í sumar og ber þjálfaranum Peter Öqvist vel söguna. „Peter fór mikið í grunninn með mér og sýndi mér heilmikið,“ segir Ragnar. Ekki hafi verið annað hægt en að bæta sig með landsliðinu. Spiltíminn var af skornum skammti en nýliðinn hefur fullan skilning á því. „Það er enginn að fara að taka byrjunarliðssætið af Hlyni Bærings,“ segir Raggi en Hlynur hefur verið í aðalhlutverkinu undir körfunni með landsliðinu í áratug. Ragnar gekk í raðir Þórs fyrir yfirstandandi leiktíð. Áður lék hann með uppeldisfélaginu Hamri en liðinu mistókst að komast upp úr 1. deildinni í vor. Þá ákvað Hvergerðingurinn að róa á ný mið. „Þegar ég ræddi við Þór gerði ég þá kröfu að fá styrktarþjálfun og aukaæfingar tvisvar til þrisvar í viku,“ segir Ragnar. Hann hafi viljað gera hlutina af alvöru til að komast á næsta stig. „Svo ég geti einn daginn tekið byrjunarliðssætið af Hlyni.“Gústi þurfti að hringja í mömmu Aðeins sex ár eru síðan draga þurfti Ragnar á æfingar. Þá var Ágúst Björgvinsson, núverandi þjálfari Vals, við stjórnvölinn í Hveragerði og reyndi hvað hann gat að fá Ragnar á æfingar. „Ég hafði engan áhuga á íþróttum yfir höfuð. Maður fylgdist bara með Hamri og mætti á eina og eina æfingu,“ segir Ragnar. Ólíklegt sé að hann hefði byrjað í körfubolta ef ekki hefði verið fyrir þrautseigju Ágústs. „Gústi hringdi í mig á leiðinni á æfingar til að spyrja hvort ég ætlaði ekki pottþétt að mæta. Ef ég svaraði ekki þá hringdi hann heim og talaði við mömmu,“ segir Ragnar. Aðspurður hvað hann hafi haft fyrir stafni áður en hann hellti sér í körfuna af krafti segir Ragnar: „Ég var bara úti í garði að leika mér með spýtur.“ Ragnar, sem er lærður húsasmiður, segir að áhuginn hafi aukist smám saman. Nú snúist lífið um körfubolta og draumurinn sé að komast í atvinnumennsku. Miðað við frammistöðu hans að undanförnu er ljóst að félög ytra eru farin að fylgjast með kappanum. Öll lið geta notað öflugan 218 cm mann undir körfunni. „Það eru einhverjir byrjaðir að spyrjast fyrir um mig og hafa samband. Ég passa mig samt á að vera ekki að pæla í því á miðju tímabili. Ég ætla ekki að vera kominn út áður en ég fer út,“ segir Ragnar einbeittur. Hann vonast til þess að geta æft með landsliðinu næsta sumar og í kjölfarið geti eitthvað gerst.Einbeittur Ragnar einbeitir sér alfarið að körfuboltanum í vetur með það að markmiði að komast í atvinnumennsku næsta haust. Mynd/Jón Björn ÓlafssonÝmist Raggi Nat eða Raggi Frat Gengi Þórsara á leiktíðinni hefur verið upp og niður. Liðið hefur unnið Grindavík í Röstinni en einnig tapað fyrir botnliði Vals. Ragnar segir þjálfarann Benedikt Guðmundsson hafa tvö Þórslið í höndunum sem skipuð séu sömu leikmönnum. „Stundum mætum við brjálaðir til leiks, lokum vörninni og brillerum eins og gegn Grindavík. Svo mætum við annars hugar í leiki gegn liðum sem við teljum okkur eiga að sigra og þau flengja okkur oftar en ekki,“ segir Ragnar. Leikmenn ætli að vinna í hugarfarinu í jólafríinu og ekki síst hann sjálfur. „Ég hef mætt í tvo eða þrjá leiki þar sem hefur verið alveg slökkt á mér. Ég hef ekki verið þessi Raggi Nat sem fólkið þekkir. Þá kýs Baldur Þór að kalla mig Ragga Frat,“ segir kappinn og hlær. Hann hafi ekki mikinn áhuga á að viðurnefnið festist við sig. Hressari maður en Ragnar er vandfundinn. Aðspurður hvort hann geri í því að vera hress eða ekki segist hann oftast nær vera í voðalega góðu skapi. „Ég glími við þann vanda að hugsa ekki alltaf áður en ég tala,“ segir Ragnar og hlær. „Ég er voðalega fljótur að skjóta á fólk en sem betur fer veit það að 90 prósent af því sem ég segi er í gríni.“ Mest geri hann grín að sjálfum sér en hann leggur mikið upp úr að viðhalda góðri stemningu í ungu Þórsliðinu. Fimm dagar eru til jóla og ætlar Ragnar að njóta alls þess sem verður á boðstólum. Hangikjötið og hamborgarhryggurinn mun renna ljúflega niður en þó er miðherjinn spenntastur fyrir skötunni. Þar spretti upp í honum sveitastrákurinn. „Ég fer í að lágmarki tvær skötuveislur á Þorláksmessu. Skata og hákarl er það besta sem ég fæ.“ Dominos-deild karla Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
„Ég er allt annar maður en fyrir einu til tveimur árum. Ég er klárlega í besta formi ævi minnar,“ segir Ragnar Nathanaelsson. Miðherjinn, sem er 218 cm á hæð, fór á kostum í þremur leikjum Þórs Þorlákshafnar í Domino‘s-deildinni í desember og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína það sem af er leiktíð. Í síðasta leik fyrir jólafrí setti sá hávaxni 27 stig auk þess að taka 22 fráköst. Maður leiksins án nokkurs vafa. Ragnar æfði með A-landsliðinu í sumar og ber þjálfaranum Peter Öqvist vel söguna. „Peter fór mikið í grunninn með mér og sýndi mér heilmikið,“ segir Ragnar. Ekki hafi verið annað hægt en að bæta sig með landsliðinu. Spiltíminn var af skornum skammti en nýliðinn hefur fullan skilning á því. „Það er enginn að fara að taka byrjunarliðssætið af Hlyni Bærings,“ segir Raggi en Hlynur hefur verið í aðalhlutverkinu undir körfunni með landsliðinu í áratug. Ragnar gekk í raðir Þórs fyrir yfirstandandi leiktíð. Áður lék hann með uppeldisfélaginu Hamri en liðinu mistókst að komast upp úr 1. deildinni í vor. Þá ákvað Hvergerðingurinn að róa á ný mið. „Þegar ég ræddi við Þór gerði ég þá kröfu að fá styrktarþjálfun og aukaæfingar tvisvar til þrisvar í viku,“ segir Ragnar. Hann hafi viljað gera hlutina af alvöru til að komast á næsta stig. „Svo ég geti einn daginn tekið byrjunarliðssætið af Hlyni.“Gústi þurfti að hringja í mömmu Aðeins sex ár eru síðan draga þurfti Ragnar á æfingar. Þá var Ágúst Björgvinsson, núverandi þjálfari Vals, við stjórnvölinn í Hveragerði og reyndi hvað hann gat að fá Ragnar á æfingar. „Ég hafði engan áhuga á íþróttum yfir höfuð. Maður fylgdist bara með Hamri og mætti á eina og eina æfingu,“ segir Ragnar. Ólíklegt sé að hann hefði byrjað í körfubolta ef ekki hefði verið fyrir þrautseigju Ágústs. „Gústi hringdi í mig á leiðinni á æfingar til að spyrja hvort ég ætlaði ekki pottþétt að mæta. Ef ég svaraði ekki þá hringdi hann heim og talaði við mömmu,“ segir Ragnar. Aðspurður hvað hann hafi haft fyrir stafni áður en hann hellti sér í körfuna af krafti segir Ragnar: „Ég var bara úti í garði að leika mér með spýtur.“ Ragnar, sem er lærður húsasmiður, segir að áhuginn hafi aukist smám saman. Nú snúist lífið um körfubolta og draumurinn sé að komast í atvinnumennsku. Miðað við frammistöðu hans að undanförnu er ljóst að félög ytra eru farin að fylgjast með kappanum. Öll lið geta notað öflugan 218 cm mann undir körfunni. „Það eru einhverjir byrjaðir að spyrjast fyrir um mig og hafa samband. Ég passa mig samt á að vera ekki að pæla í því á miðju tímabili. Ég ætla ekki að vera kominn út áður en ég fer út,“ segir Ragnar einbeittur. Hann vonast til þess að geta æft með landsliðinu næsta sumar og í kjölfarið geti eitthvað gerst.Einbeittur Ragnar einbeitir sér alfarið að körfuboltanum í vetur með það að markmiði að komast í atvinnumennsku næsta haust. Mynd/Jón Björn ÓlafssonÝmist Raggi Nat eða Raggi Frat Gengi Þórsara á leiktíðinni hefur verið upp og niður. Liðið hefur unnið Grindavík í Röstinni en einnig tapað fyrir botnliði Vals. Ragnar segir þjálfarann Benedikt Guðmundsson hafa tvö Þórslið í höndunum sem skipuð séu sömu leikmönnum. „Stundum mætum við brjálaðir til leiks, lokum vörninni og brillerum eins og gegn Grindavík. Svo mætum við annars hugar í leiki gegn liðum sem við teljum okkur eiga að sigra og þau flengja okkur oftar en ekki,“ segir Ragnar. Leikmenn ætli að vinna í hugarfarinu í jólafríinu og ekki síst hann sjálfur. „Ég hef mætt í tvo eða þrjá leiki þar sem hefur verið alveg slökkt á mér. Ég hef ekki verið þessi Raggi Nat sem fólkið þekkir. Þá kýs Baldur Þór að kalla mig Ragga Frat,“ segir kappinn og hlær. Hann hafi ekki mikinn áhuga á að viðurnefnið festist við sig. Hressari maður en Ragnar er vandfundinn. Aðspurður hvort hann geri í því að vera hress eða ekki segist hann oftast nær vera í voðalega góðu skapi. „Ég glími við þann vanda að hugsa ekki alltaf áður en ég tala,“ segir Ragnar og hlær. „Ég er voðalega fljótur að skjóta á fólk en sem betur fer veit það að 90 prósent af því sem ég segi er í gríni.“ Mest geri hann grín að sjálfum sér en hann leggur mikið upp úr að viðhalda góðri stemningu í ungu Þórsliðinu. Fimm dagar eru til jóla og ætlar Ragnar að njóta alls þess sem verður á boðstólum. Hangikjötið og hamborgarhryggurinn mun renna ljúflega niður en þó er miðherjinn spenntastur fyrir skötunni. Þar spretti upp í honum sveitastrákurinn. „Ég fer í að lágmarki tvær skötuveislur á Þorláksmessu. Skata og hákarl er það besta sem ég fæ.“
Dominos-deild karla Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira