Vatnsgeymir á stærð við Írland í jöklinum Svavar Hávarðsson skrifar 24. desember 2013 08:00 Táknmynd bráðnunar á Grænlandi eru ísjakarnir, en fleira kemur til. fréttablaðið/vilhelm Vísindamenn hafa fundið vatnsgeymi undir Grænlandsjökli sem er á stærð við Írland. Enn hafa menn ekki hugmyndir um hvenær allt þetta vatn losnar úr jöklinum eða hvert það mun renna þegar þar að kemur. Magnið er þó slíkt að það mun hafa áhrif á hækkun sjávar þegar til framtíðar er litið. Rannsóknin var birt í tímaritinu Nature Geoscience. Þar er bent á að bráðnun Grænlandsjökuls hefur leikið stórt hlutverk í hækkun sjávarborðs á síðustu 100 árum. Á árabilinu 1992 til 2001 bráðnuðu 34 milljarðar tonna af ís, sem jókst í 215 milljarða tonna á ári á tímabilinu 2002 til 2011. Vorið 2011 boruðu vísindamennirnir djúpt í jökulinn og komust að því, sér til undrunar, að mikið af bráðnu vatni var í jöklinum þrátt fyrir að hitastigið væri fimmtán stiga frost. Þar sem árleg sumarbráðnun var ekki hafin varð vísindamönnunum ljóst að vatnið hafði ekki frosið í vetrarkuldunum. Gróft mat hópsins á því magni vatns sem um er að ræða kemur ekki síður á óvart. Geymirinn sjálfur er um 70.000 ferkílómetrar og heldur um 140 milljörðum tonna af vatni, en Grænland er 2,2 milljónir ferkílómetrar að stærð. Hvert allt þetta vatn fer er önnur spurning sem glímt er við; ef geymirinn er ekki tengdur neinni útrás frá jöklinum nú þegar er ljóst að um tank er að ræða sem á eftir að finna sér útleið. Ljóst er þó að um nýja uppgötvun er að ræða sem rannsaka þarf betur áður en hægt er að meta áhrifin á hækkun sjávarborðs til framtíðar. Talið er að snjór sem fellur síðsumars á svæðinu virki í raun eins og einangrun. Snjómagnið kemur í veg fyrir að frostið á yfirborðinu nái niður í vatnsgeyminn, og þess vegna helst það í fljótandi formi út veturinn. Eins er því slegið fram sem tilgátu að hugsanlega sé jarðhiti þarna undir jöklinum sem veldur bráðnuninni. Í frétt BBC af málinu er tiltekin pæling Joels Harper, vísindamanns við háskólann í Montana, en hann veltir því upp að þetta nýfundna fyrirbæri gæti haft áhrif á hvernig Grænlandsísinn bregst við frekari hlýnun jarðar.Mynd/getty Loftslagsmál Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Vísindamenn hafa fundið vatnsgeymi undir Grænlandsjökli sem er á stærð við Írland. Enn hafa menn ekki hugmyndir um hvenær allt þetta vatn losnar úr jöklinum eða hvert það mun renna þegar þar að kemur. Magnið er þó slíkt að það mun hafa áhrif á hækkun sjávar þegar til framtíðar er litið. Rannsóknin var birt í tímaritinu Nature Geoscience. Þar er bent á að bráðnun Grænlandsjökuls hefur leikið stórt hlutverk í hækkun sjávarborðs á síðustu 100 árum. Á árabilinu 1992 til 2001 bráðnuðu 34 milljarðar tonna af ís, sem jókst í 215 milljarða tonna á ári á tímabilinu 2002 til 2011. Vorið 2011 boruðu vísindamennirnir djúpt í jökulinn og komust að því, sér til undrunar, að mikið af bráðnu vatni var í jöklinum þrátt fyrir að hitastigið væri fimmtán stiga frost. Þar sem árleg sumarbráðnun var ekki hafin varð vísindamönnunum ljóst að vatnið hafði ekki frosið í vetrarkuldunum. Gróft mat hópsins á því magni vatns sem um er að ræða kemur ekki síður á óvart. Geymirinn sjálfur er um 70.000 ferkílómetrar og heldur um 140 milljörðum tonna af vatni, en Grænland er 2,2 milljónir ferkílómetrar að stærð. Hvert allt þetta vatn fer er önnur spurning sem glímt er við; ef geymirinn er ekki tengdur neinni útrás frá jöklinum nú þegar er ljóst að um tank er að ræða sem á eftir að finna sér útleið. Ljóst er þó að um nýja uppgötvun er að ræða sem rannsaka þarf betur áður en hægt er að meta áhrifin á hækkun sjávarborðs til framtíðar. Talið er að snjór sem fellur síðsumars á svæðinu virki í raun eins og einangrun. Snjómagnið kemur í veg fyrir að frostið á yfirborðinu nái niður í vatnsgeyminn, og þess vegna helst það í fljótandi formi út veturinn. Eins er því slegið fram sem tilgátu að hugsanlega sé jarðhiti þarna undir jöklinum sem veldur bráðnuninni. Í frétt BBC af málinu er tiltekin pæling Joels Harper, vísindamanns við háskólann í Montana, en hann veltir því upp að þetta nýfundna fyrirbæri gæti haft áhrif á hvernig Grænlandsísinn bregst við frekari hlýnun jarðar.Mynd/getty
Loftslagsmál Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent