Hönnun er lykilatriði í nýsköpun og fjölgun atvinnutækifæra Halla Helgadóttir skrifar 24. desember 2013 06:00 Í síðustu viku voru í fyrsta sinn veittir styrkir úr nýstofnuðum samkeppnissjóði hönnunar. Yfir 200 umsóknir bárust og alls var sótt um yfir 400 miljónir króna sem sýnir fram á þá miklu fjármagnsþörf sem er innan greinarinnar. Hægt var sækja um styrki í fjórum flokkum; þróunar- og rannsóknarstyrki, verkefnastyrki, markaðs- og kynningarstyrki auk ferðastyrkja. Í þessari úthlutun eru veittar 41 milljón króna til 29 verkefna, auk þess eru veittir 20 ferðastyrkir. Gróska nýrrar atvinnugreinar Í kjölfar stofnunar Hönnunarmiðstöðvar Íslands hefur orðið viðhorfsbreyting á Íslandi gagnvart mikilvægi hönnunar og arkitektúrs. Hönnun er ein af þeim atvinnugreinum sem varð fyrst verulega sýnileg í íslensku atvinnulífi í kreppunni og nú er einstök gróska í greininni. Ungt fólk sækir í hönnunarnám, það heldur óhrætt út í atvinnulífið og vinnur að því að skapa eigin atvinnutækifæri og byggja upp fyrirtæki. Þess vegna er svo brýnt einmitt núna að ýta undir og styðja við þá miklu nýsköpun í atvinnulífinu sem hönnuðir standa fyrir. Stofnun hönnunarsjóðs er afrakstur faglegrar stefnumótunarvinnu íslenskra hönnuða, arkitekta einstaklinga, fyrirtækja og opinberra aðila að áeggjan mennta- og menningarmálaráðuneytis og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Afrakstur þeirrar vinnu, Hönnunarstefna fyrir Ísland, bíður nú samþykktar nýrra stjórnvalda. Þar eru tillögur að 13 markvissum aðgerðum sem munu stuðla að hraðari þróun og vexti í greininni. Lítil fjárfesting Markmið Hönnunarmiðstöðvar er að koma á laggirnar 200 milljóna króna samkeppnissjóði á sviði hönnunar. Með stofnun hönnunarsjóðs upp á 45 milljónir var fyrsta skrefinu náð að þessu markmiði. Öll ný atvinnustarfsemi þarf á stuðningi og fjárfestingu að halda í upphafi til þess að hjólin fari að snúast af alvöru. Hönnun er ung atvinnugrein sem nýtur ekki þeirra forréttinda að vera með stór og öflug fyrirtæki á bak við sig hér á Íslandi eins og t.d. sjávarútveg eða orkuiðnað. Þess vegna var stofnun samkeppnissjóðs fyrir hönnuði gríðarlega mikilvægt skref í framþróun greinarinnar. Aðgangur að fjármagni er hindrun fyrir hönnuði og sprotafyrirtæki á því sviði. Hér hefur verið einstök gróska á tímum kreppu og óáranar, svo mikil að það eitt hefur vakið mikla athygli erlendis. Hönnunargreinar eru ein af þeim greinum sem blásið hafa þjóðinni bjartsýni í brjóst undanfarin ár. Kostnaður óverulegur Helstu rök fyrir mikilvægi þessarar fjárfestingar eru m.a.: lÞjóðir sem vilja tryggja sér samkeppnisforskot verða að fjárfesta í hönnun sem aðferð til nýsköpunar og þróunar. Atvinnulíf sem byggir á hönnunargreinum er í örustum vexti á Vesturlöndum og þjónustuhönnun er þar fremst í flokki. Fjárfesting í hverju starfi í hönnunargreinum er hverfandi miðað við flestar aðrar atvinnugreinar. Fjöldi ungra Íslendinga er að mennta sig í hönnun og arkitektúr. Tryggja þarf að hæfileikar og sérþekking nýtist samfélaginu til heilla, í arðbærum og góðum störfum í framtíðinni. Á Íslandi í dag er einstaklega kraftmikil grasrót á þessu sviði, svo kraftmikil að eftir því er tekið víða erlendis. Nýsköpun og tækifæri Ríkisstjórn sem leggur áherslu á nýsköpun og tækifæri í atvinnulífinu hlýtur að verja nýstofnaðan hönnunarsjóð. Það er mikið kappsmál að samfélagið fái sem best notið þess mikla mannauðs sem býr í góðum hönnuðum og arkitektum. Það er ljóst að hönnuðir munu færa þjóðarbúinu þessa fjárfestingu margfalt til baka, þar sem fjölbreytt og öflugt atvinnulíf verður undirstaða vaxtar og velferðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Helgadóttir Tíska og hönnun Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku voru í fyrsta sinn veittir styrkir úr nýstofnuðum samkeppnissjóði hönnunar. Yfir 200 umsóknir bárust og alls var sótt um yfir 400 miljónir króna sem sýnir fram á þá miklu fjármagnsþörf sem er innan greinarinnar. Hægt var sækja um styrki í fjórum flokkum; þróunar- og rannsóknarstyrki, verkefnastyrki, markaðs- og kynningarstyrki auk ferðastyrkja. Í þessari úthlutun eru veittar 41 milljón króna til 29 verkefna, auk þess eru veittir 20 ferðastyrkir. Gróska nýrrar atvinnugreinar Í kjölfar stofnunar Hönnunarmiðstöðvar Íslands hefur orðið viðhorfsbreyting á Íslandi gagnvart mikilvægi hönnunar og arkitektúrs. Hönnun er ein af þeim atvinnugreinum sem varð fyrst verulega sýnileg í íslensku atvinnulífi í kreppunni og nú er einstök gróska í greininni. Ungt fólk sækir í hönnunarnám, það heldur óhrætt út í atvinnulífið og vinnur að því að skapa eigin atvinnutækifæri og byggja upp fyrirtæki. Þess vegna er svo brýnt einmitt núna að ýta undir og styðja við þá miklu nýsköpun í atvinnulífinu sem hönnuðir standa fyrir. Stofnun hönnunarsjóðs er afrakstur faglegrar stefnumótunarvinnu íslenskra hönnuða, arkitekta einstaklinga, fyrirtækja og opinberra aðila að áeggjan mennta- og menningarmálaráðuneytis og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Afrakstur þeirrar vinnu, Hönnunarstefna fyrir Ísland, bíður nú samþykktar nýrra stjórnvalda. Þar eru tillögur að 13 markvissum aðgerðum sem munu stuðla að hraðari þróun og vexti í greininni. Lítil fjárfesting Markmið Hönnunarmiðstöðvar er að koma á laggirnar 200 milljóna króna samkeppnissjóði á sviði hönnunar. Með stofnun hönnunarsjóðs upp á 45 milljónir var fyrsta skrefinu náð að þessu markmiði. Öll ný atvinnustarfsemi þarf á stuðningi og fjárfestingu að halda í upphafi til þess að hjólin fari að snúast af alvöru. Hönnun er ung atvinnugrein sem nýtur ekki þeirra forréttinda að vera með stór og öflug fyrirtæki á bak við sig hér á Íslandi eins og t.d. sjávarútveg eða orkuiðnað. Þess vegna var stofnun samkeppnissjóðs fyrir hönnuði gríðarlega mikilvægt skref í framþróun greinarinnar. Aðgangur að fjármagni er hindrun fyrir hönnuði og sprotafyrirtæki á því sviði. Hér hefur verið einstök gróska á tímum kreppu og óáranar, svo mikil að það eitt hefur vakið mikla athygli erlendis. Hönnunargreinar eru ein af þeim greinum sem blásið hafa þjóðinni bjartsýni í brjóst undanfarin ár. Kostnaður óverulegur Helstu rök fyrir mikilvægi þessarar fjárfestingar eru m.a.: lÞjóðir sem vilja tryggja sér samkeppnisforskot verða að fjárfesta í hönnun sem aðferð til nýsköpunar og þróunar. Atvinnulíf sem byggir á hönnunargreinum er í örustum vexti á Vesturlöndum og þjónustuhönnun er þar fremst í flokki. Fjárfesting í hverju starfi í hönnunargreinum er hverfandi miðað við flestar aðrar atvinnugreinar. Fjöldi ungra Íslendinga er að mennta sig í hönnun og arkitektúr. Tryggja þarf að hæfileikar og sérþekking nýtist samfélaginu til heilla, í arðbærum og góðum störfum í framtíðinni. Á Íslandi í dag er einstaklega kraftmikil grasrót á þessu sviði, svo kraftmikil að eftir því er tekið víða erlendis. Nýsköpun og tækifæri Ríkisstjórn sem leggur áherslu á nýsköpun og tækifæri í atvinnulífinu hlýtur að verja nýstofnaðan hönnunarsjóð. Það er mikið kappsmál að samfélagið fái sem best notið þess mikla mannauðs sem býr í góðum hönnuðum og arkitektum. Það er ljóst að hönnuðir munu færa þjóðarbúinu þessa fjárfestingu margfalt til baka, þar sem fjölbreytt og öflugt atvinnulíf verður undirstaða vaxtar og velferðar.
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun