KR-ingar í fámennan klúbb Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2013 08:00 KR-ingurinn Darri Hilmarsson. Mynd/Daníel KR-ingar fóru taplausir inn í jólafríið í Dominos-deild karla og urðu þar með fjórða liðið sem nær að vinna alla deildarleiki sína fyrir áramót síðan úrvalsdeildin var stofnuð. KR vann ellefu stiga sigur í uppgjörinu í Keflavík í nóvember en bæði lið eru með yfir 90 prósenta sigurhlutfall þegar öll lið deildarinnar eru búin að mætast. Það hefur aðeins gerst einu sinni áður. KR og Grindavík unnu 21 af 22 leikjum sínum fyrir áramótin 2008-2009 og enduðu síðan á því að spila magnaðan oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn um vorið. Tvö af þremur liðum sem hafa unnið alla deildarleiki sína fyrir áramót í sögu úrvalsdeildarinnar hafa farið alla leið og unnið Íslandsmeistaratitilinn. Keflavík náði því tímabilið 2007-08 undir stjórn Sigurðar Ingimundarsonar og KR náði einnig titlinum árið eftir undir stjórn Benedikts Guðmundssonar. Eina liðið sem hefur klikkað eftir að hafa unnið alla deildarleiki sína fyrir jól var Grindavíkurliðið tímabilið 2003-2004. Grindavík er enn fremur eina liðið af fyrrnefndum þremur sem skipti út bandarískum leikmanni sínum um áramótin. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur, lét Dan Trammel þá fara og Kanamál liðsins voru í upp í loft það sem eftir var móts. Grindavík tapaði 4 af 11 deildarleikjum sínum eftir áramót, datt út úr undanúrslitum bikarsins á heimavelli og féll út úr undanúrslitum úrslitakeppninnar eftir tap í oddaleik. Grindavíkurliðið skar sig einnig úr hvað það varðar að liðið vann fimm af þessum fyrstu ellefu deildarleikjum tímabilsins með fimm stigum eða minna. KR-liðið í vetur hefur unnið tíu af ellefu leikjum sínum með tíu stigum eða meira. Minnsti sigur liðsins var fjögurra stiga sigur á Stjörnunni í byrjun nóvember. KR var þremur stigum undir fyrir lokaleikhlutann en vann hann 24-17 og þar með leikinn. KR hefur unnið leikið sína með 21,3 stigi að meðaltali en nær ekki að jafna árangur KR-liðsins frá 2009 sem vann ellefu leiki sína með 27,3 stigum að meðaltali í leik. KR-ingar hafa reyndar misstigið sig einu sinni á leiktíðinni því þeir duttu út úr bikarnum þegar þeir töpuðu á móti Njarðvík í Ljónagryfjunni í byrjun nóvember. Hin þrjú liðin voru öll á lífi í bikarkeppninni um áramótin þótt að engu þeirra hafi tekist að vinna bikarinn. KR-liðið frá 2009 var næst því en liðið tapaði á móti Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum. Hér fyrir neðan má sjá samanburð á þessum fjórum ósigruðu liðum um áramót. Ósigruðu liðin fyrir jólMynd/TeiturGrindavík 2003-2004 11 sigrar í 11 leikjum Nettósigrar: +81 (7,4 í leik) Stórir sigrar (+10): 4 af 11 Þjálfari: Friðrik Ingi Rúnarsson Fyrirliði: Pétur Guðmundsson Fyrsta tapið: Í 12. leik á móti Njarðvík í janúar 2004Stigahæstu leikmenn fyrir áramót: Darrel Lewis 24,3 Páll Axel Vilbergsson 23,2 Daniel Trammel 14,4 Helgi Jónas Guðfinnsson 13,0 Guðmundur Bragason 9,6Mynd/DaníelKeflavík 2007-2008 10 sigrar í 10 leikjum Nettósigrar: +157 (15,7 í leik) Stórir sigrar (+10): 8 af 10 Þjálfari: Sigurður Ingimundarson Fyrirliði: Magnús Þór Gunnarsson Fyrsta tapið: Í 11. leik á móti Grindavík í janúar 2008Stigahæstu leikmenn fyrir áramót: Bobby Walker 22,0 Tommy Johnson 19,8 Magnús Þór Gunnarsson 11,8 Gunnar Einarsson 10,4 Jón Norðdal Hafsteinsson 8,4Mynd/DaníelKR 2008-2009 11 sigrar í 11 leikjum Nettósigrar: +300 (27,3 í leik) Stórir sigrar (+10): 9 af 11 Þjálfari: Benedikt Guðmundsson Fyrirliði: Fannar Ólafsson Fyrsta tapið: Í 17. leik á móti Grindavík í febrúar 2009Stigahæstu leikmenn fyrir áramót: Jakob Örn Sigurðarson 17,1 Jason Dourisseau 16,5 Jón Arnór Stefánsson 14,9 Helgi Már Magnússon 9,9 Darri Hilmarsson 9,5Mynd/DaníelKR 2013-2014 11 sigrar í 11 leikjum Nettósigrar: +234 (21,3 í leik) Stórir sigrar (+10): 10 af 11 Þjálfari: Finnur Freyr Stefánsson Fyrirliði: Brynjar Þór Björnsson Fyrsta tapið: ??? (Næsti leikur á móti Grindavík)Stigahæstu leikmenn fyrir áramót: Martin Hermannsson 18,5 Helgi Már Magnússon 14,5 Darri Hilmarsson 13,9 Brynjar Þór Björnsson 12,6 Pavel Ermolinskij 10,4Mynd/DaníelMynd/Daníel Dominos-deild karla Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira
KR-ingar fóru taplausir inn í jólafríið í Dominos-deild karla og urðu þar með fjórða liðið sem nær að vinna alla deildarleiki sína fyrir áramót síðan úrvalsdeildin var stofnuð. KR vann ellefu stiga sigur í uppgjörinu í Keflavík í nóvember en bæði lið eru með yfir 90 prósenta sigurhlutfall þegar öll lið deildarinnar eru búin að mætast. Það hefur aðeins gerst einu sinni áður. KR og Grindavík unnu 21 af 22 leikjum sínum fyrir áramótin 2008-2009 og enduðu síðan á því að spila magnaðan oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn um vorið. Tvö af þremur liðum sem hafa unnið alla deildarleiki sína fyrir áramót í sögu úrvalsdeildarinnar hafa farið alla leið og unnið Íslandsmeistaratitilinn. Keflavík náði því tímabilið 2007-08 undir stjórn Sigurðar Ingimundarsonar og KR náði einnig titlinum árið eftir undir stjórn Benedikts Guðmundssonar. Eina liðið sem hefur klikkað eftir að hafa unnið alla deildarleiki sína fyrir jól var Grindavíkurliðið tímabilið 2003-2004. Grindavík er enn fremur eina liðið af fyrrnefndum þremur sem skipti út bandarískum leikmanni sínum um áramótin. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur, lét Dan Trammel þá fara og Kanamál liðsins voru í upp í loft það sem eftir var móts. Grindavík tapaði 4 af 11 deildarleikjum sínum eftir áramót, datt út úr undanúrslitum bikarsins á heimavelli og féll út úr undanúrslitum úrslitakeppninnar eftir tap í oddaleik. Grindavíkurliðið skar sig einnig úr hvað það varðar að liðið vann fimm af þessum fyrstu ellefu deildarleikjum tímabilsins með fimm stigum eða minna. KR-liðið í vetur hefur unnið tíu af ellefu leikjum sínum með tíu stigum eða meira. Minnsti sigur liðsins var fjögurra stiga sigur á Stjörnunni í byrjun nóvember. KR var þremur stigum undir fyrir lokaleikhlutann en vann hann 24-17 og þar með leikinn. KR hefur unnið leikið sína með 21,3 stigi að meðaltali en nær ekki að jafna árangur KR-liðsins frá 2009 sem vann ellefu leiki sína með 27,3 stigum að meðaltali í leik. KR-ingar hafa reyndar misstigið sig einu sinni á leiktíðinni því þeir duttu út úr bikarnum þegar þeir töpuðu á móti Njarðvík í Ljónagryfjunni í byrjun nóvember. Hin þrjú liðin voru öll á lífi í bikarkeppninni um áramótin þótt að engu þeirra hafi tekist að vinna bikarinn. KR-liðið frá 2009 var næst því en liðið tapaði á móti Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum. Hér fyrir neðan má sjá samanburð á þessum fjórum ósigruðu liðum um áramót. Ósigruðu liðin fyrir jólMynd/TeiturGrindavík 2003-2004 11 sigrar í 11 leikjum Nettósigrar: +81 (7,4 í leik) Stórir sigrar (+10): 4 af 11 Þjálfari: Friðrik Ingi Rúnarsson Fyrirliði: Pétur Guðmundsson Fyrsta tapið: Í 12. leik á móti Njarðvík í janúar 2004Stigahæstu leikmenn fyrir áramót: Darrel Lewis 24,3 Páll Axel Vilbergsson 23,2 Daniel Trammel 14,4 Helgi Jónas Guðfinnsson 13,0 Guðmundur Bragason 9,6Mynd/DaníelKeflavík 2007-2008 10 sigrar í 10 leikjum Nettósigrar: +157 (15,7 í leik) Stórir sigrar (+10): 8 af 10 Þjálfari: Sigurður Ingimundarson Fyrirliði: Magnús Þór Gunnarsson Fyrsta tapið: Í 11. leik á móti Grindavík í janúar 2008Stigahæstu leikmenn fyrir áramót: Bobby Walker 22,0 Tommy Johnson 19,8 Magnús Þór Gunnarsson 11,8 Gunnar Einarsson 10,4 Jón Norðdal Hafsteinsson 8,4Mynd/DaníelKR 2008-2009 11 sigrar í 11 leikjum Nettósigrar: +300 (27,3 í leik) Stórir sigrar (+10): 9 af 11 Þjálfari: Benedikt Guðmundsson Fyrirliði: Fannar Ólafsson Fyrsta tapið: Í 17. leik á móti Grindavík í febrúar 2009Stigahæstu leikmenn fyrir áramót: Jakob Örn Sigurðarson 17,1 Jason Dourisseau 16,5 Jón Arnór Stefánsson 14,9 Helgi Már Magnússon 9,9 Darri Hilmarsson 9,5Mynd/DaníelKR 2013-2014 11 sigrar í 11 leikjum Nettósigrar: +234 (21,3 í leik) Stórir sigrar (+10): 10 af 11 Þjálfari: Finnur Freyr Stefánsson Fyrirliði: Brynjar Þór Björnsson Fyrsta tapið: ??? (Næsti leikur á móti Grindavík)Stigahæstu leikmenn fyrir áramót: Martin Hermannsson 18,5 Helgi Már Magnússon 14,5 Darri Hilmarsson 13,9 Brynjar Þór Björnsson 12,6 Pavel Ermolinskij 10,4Mynd/DaníelMynd/Daníel
Dominos-deild karla Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira