Kjarasamningur framhaldsskólakennara Guðríður Arnardóttir skrifar 9. apríl 2014 07:00 Í Fréttablaðinu í gær er nýgerður kjarasamningur Félags framhaldsskólakennara við íslenska ríkið gagnrýndur. Það er ekkert óeðlilegt að framhaldsskólakennarar séu óöruggir um stöðu sína þegar nýr kjarasamningur felur í sér endurskilgreiningu á vinnumati kennara. Verkefni næstu mánaða verður að þróa slíkt mat og framhaldsskólakennarar fá að taka afstöðu til þess sérstaklega þegar það hefur verið mótað og liggur fyrir, í síðasta lagi í febrúar á næsta ári. Framhaldsskólakennarar geta ekki staðið í vegi fyrir framgangi landslaga. Það er einfaldlega staðreynd að lög um framhaldsskóla voru sett á Alþingi árið 2008 og munu taka gildi á næsta ári. Verkefni samningafólks okkar í þessari lotu var m.a. að aðlaga kjarasamning okkar að þeim lögum.Spennandi tækifæri Það tókst og teljum við niðurstöðuna góða, menn hafa nefnt tímamótasamning, ekki síst vegna þeirra leiðréttinga sem hann felur í sér á launum kennara. Nýr kjarasamningur framhaldsskólakennara er spennandi tækifæri inn í framtíðina. Þar hafa engin réttindi verið „seld“ og hann mun ekki fela í sér aukið vinnuálag fyrir hærri laun. Í samningnum er verið að færa laun framhaldsskólakennara til betra horfs og talsverðar leiðréttingar felast í þeim samningi nái hann fram að ganga út samningstímabilið.Dregur úr launabili Ég hvet alla framhaldsskólakennara til að mæta á kynningarfundi um samninginn. Í dag (9. apríl) er fundur í Flensborg kl. 16.30 og á morgun í Fjölbrautaskólanum á Selfossi og Fjölbrautaskólanum á Akranesi á sama tíma. Fyrir þá sem eiga ekki heimangengt í dag verður fundurinn sendur út með fjarfundarbúnaði. Þar munum við fara yfir innihald samningsins og svara spurningum. Það er ástæða til þess að óska okkur öllum til hamingju með nýjan kjarasamning framhaldsskólakennara. Góð niðurstaða samninga hlýtur að fela í sér sátt beggja aðila. Um slíkt er að ræða í þessu tilfelli og það er gott. Það besta við nýjan kjarasamning er að hann felur í sér talsverðar launaleiðréttingar á kjörum kennara og dregur úr launabili okkar og viðmiðunarstétta. Það er það sem að var stefnt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu í gær er nýgerður kjarasamningur Félags framhaldsskólakennara við íslenska ríkið gagnrýndur. Það er ekkert óeðlilegt að framhaldsskólakennarar séu óöruggir um stöðu sína þegar nýr kjarasamningur felur í sér endurskilgreiningu á vinnumati kennara. Verkefni næstu mánaða verður að þróa slíkt mat og framhaldsskólakennarar fá að taka afstöðu til þess sérstaklega þegar það hefur verið mótað og liggur fyrir, í síðasta lagi í febrúar á næsta ári. Framhaldsskólakennarar geta ekki staðið í vegi fyrir framgangi landslaga. Það er einfaldlega staðreynd að lög um framhaldsskóla voru sett á Alþingi árið 2008 og munu taka gildi á næsta ári. Verkefni samningafólks okkar í þessari lotu var m.a. að aðlaga kjarasamning okkar að þeim lögum.Spennandi tækifæri Það tókst og teljum við niðurstöðuna góða, menn hafa nefnt tímamótasamning, ekki síst vegna þeirra leiðréttinga sem hann felur í sér á launum kennara. Nýr kjarasamningur framhaldsskólakennara er spennandi tækifæri inn í framtíðina. Þar hafa engin réttindi verið „seld“ og hann mun ekki fela í sér aukið vinnuálag fyrir hærri laun. Í samningnum er verið að færa laun framhaldsskólakennara til betra horfs og talsverðar leiðréttingar felast í þeim samningi nái hann fram að ganga út samningstímabilið.Dregur úr launabili Ég hvet alla framhaldsskólakennara til að mæta á kynningarfundi um samninginn. Í dag (9. apríl) er fundur í Flensborg kl. 16.30 og á morgun í Fjölbrautaskólanum á Selfossi og Fjölbrautaskólanum á Akranesi á sama tíma. Fyrir þá sem eiga ekki heimangengt í dag verður fundurinn sendur út með fjarfundarbúnaði. Þar munum við fara yfir innihald samningsins og svara spurningum. Það er ástæða til þess að óska okkur öllum til hamingju með nýjan kjarasamning framhaldsskólakennara. Góð niðurstaða samninga hlýtur að fela í sér sátt beggja aðila. Um slíkt er að ræða í þessu tilfelli og það er gott. Það besta við nýjan kjarasamning er að hann felur í sér talsverðar launaleiðréttingar á kjörum kennara og dregur úr launabili okkar og viðmiðunarstétta. Það er það sem að var stefnt.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun