Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 96-93 | Heimasigur í framlengingu Árni Jóhannsson skrifar 9. janúar 2014 16:44 Darrel Keith Lewis lék vel í kvöld. Mynd/Stefán Keflavík vann sigur á Stjörnunni í hörkuleik þar sem úrslitin réðust í framlengingu. Bæði lið áttu skilið að vinna í kvöl en því miður þurfti Stjarnan að lúta í lægra haldi. Heimamenn byrjuðu ögn sterkara í TM-höllinni í kvöld og komust í 8-3 forystu þegar tvær og hálf mínúta var liðin af leiknum. Stjörnumenn tóku þá við sér og jöfnuðu leikinn í 11-11 og komust síðan yfir í 11-13. Þeir komust mest sex stigum yfir í leikhlutanum en heimamenn náðu muninum niður í fimm stig þegar leikhlutanum var lokið og var staðan 18-23 fyrir Stjörnuna. Stjarnan byrjaði annan leikhlutan af krafti og náði að halda heimamönnum fimm til sex stigum fyrir aftan sig framan af leikhlutanum. Keflvíkingar breyttu í sína margfrægu svæðisvörn um miðjan fjórðunginn og náðu með flottri vörn að saxa forystu gestanna niður jafnt og þétt og komust síðan sjálfir mest sex stigum í forskot þegar rúm mínúta var til hálfleiks, 39-33. Stjarnan átti þó síðasta orðið og var það þriggja stiga skot sem rataði rétta leið og var staðan því 39-36 í hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var jafn allan tímann og skiptust liðin á að spila flottan körfuknattleik. Stigahæstir í hálfleik voru Gunnar Ólafsson hjá Keflavík með 12 stig en Junior Hairston var með níu stig fyrir gestina. Seinni hálfleikur byrjaði ekki lukkulega en skotklukkan bilaði þegar tæp hálf mínúta var liðin af leikhlutanum og gera þurfti um það bil 15 mínútna hlé á leiknum. Þegar leikurinn hófst aftur voru bæði lið meira en tilbúin, því leikurinn var jafn og spennandi allan þriðja leikhlutann. Liðin skiptust á að taka spretti og var munurinn aldrei meiri en fjögur eða fimm stig. Keflavík hafði forystuna lengst af í þriðja fjórðung en Stjarnan náði að koma sér í forystuna þegar tvær mínútur voru eftir. Keflvíkingar jöfnuðu þá þegar hálf mínúta var eftir og jafnt á öllum tölum fyrir lokafjórðunginn, 63-63. Fjórði leikhluti byrjaði eins og sá þriðji endaði, allt í járnum og liðin skiptust á að skora. Keflavík náði þó að rífa sig frá þegar fjórðungurinn var um það bil hálfnaður og var staðan 79-70, heimamönnum í þegar fjórar og hálf mínúta var til leiksloka og héldu margir að þeir myndu sigla sigrinum heim. Stjarnan var þó á öðru máli og eftir leikhlé sem Teitur Örlygsson tók komust gestirnir aftur inn í leikinn og í forystu þegar 22 sekúndur voru eftir, 82-83. Stjörnumenn skoruðu síðan úr tveimur vítum og voru með þriggja stiga forystu þegar 15 sekúndur voru eftir. Guðmundur Jónsson gerði sér þá lítið fyrir og skoraði risastóra þriggja stiga körfu og jafnaði metin. Stjörnumenn náðu ekki að nýta sér lokasóknina og leikurinn því framlengdur. Spennan hélt áfram í framlengingunni og skiptust liðin á að skora, til að mynda var enn jafnt 90-90 þegar 2 mínútur voru eftir. Darryl Lewis kom þá heimamönnum þremur stigum yfir og Michael Craion stal boltanum af Stjörnunni og fékk villu. Hann nýtti einungis annað vítaskotið áður en Junior Hairston skoraði þriggja stiga körfu og var munurinn eitt stig, 94-93 þegar 35 sekúndur lifðu af leiknum. Stjörnumenn brutu á Keflvíkingum og sendu Darryl Lewis á línuna, sem nýtti bæði vítin og munurinn þrjú stig og skammt eftir. Gestirnir náðu ekki að nýta sér lokasóknina og heimamenn sigldu sigrinum í höfn. Hörkuleikur þar sem að liðin skiptust á að hafa forystuna allan tímann og sigurvegari var ekki orðin ljós fyrr en í blálokin. Keflavík hefur þar með jafnað KR að stigum í deildinni, þar sem síðar nefnda liðið tapaði sínum leik í kvöld. Gefur það góð fyrirheit um spennuna sem verður um toppsætið í vetur.Keflavík-Stjarnan 96-93 (18-23, 21-13, 24-27, 22-22, 11-8)Keflavík: Darrel Keith Lewis 26/6 fráköst, Guðmundur Jónsson 20/8 fráköst, Gunnar Ólafsson 19/5 fráköst, Valur Orri Valsson 10/4 fráköst, Michael Craion 10/14 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir/4 varin skot, Þröstur Leó Jóhannsson 6/5 fráköst, Hafliði Már Brynjarsson 3, Arnar Freyr Jónsson 2/6 fráköst/10 stoðsendingar.Stjarnan: Matthew James Hairston 28/11 fráköst/5 stoðsendingar/6 varin skot, Dagur Kár Jónsson 19/10 fráköst/6 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 16/7 fráköst, Justin Shouse 10/5 fráköst, Jón Sverrisson 9/10 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 6, Fannar Freyr Helgason 5/8 fráköst. Dagur Kár Jónsson: Klaufamistökin dýrkeypt Leikstjórnandinn ungi var að vonum súr og svekktur þegar blaðamaður náði tali af honum að leik loknum í kvöld. Hann var spurður hvort Stjarnan hefði getað gert eitthvað betur til að landa sigri í kvöld. „Við hefðum getað sleppt öllum þessum klaufamistökum. Við gefum þeim þrist til að jafna leikinn þegar 15 sekúndur eru eftir og það er bara alltof dýrkeypt.“ Um áhrif úrslitanna í kvöld á liðið sagði Dagur: „Við byrjuðum illa í ár en erum komnir á betri braut núna. Persónulega fannst mér við vera betri en Keflavík í kvöld þannig að ég held að framhaldið sé bara bjart fyrir komandi leiki.“ Stjörnumenn hafa átt við mikið af meiðslum að stríða á tímabilinu og vildi Dagur meina að það væri mun þægilegra að eiga við komandi tímabil með stærri hóp. „Sérstaklega á æfingum verður það betra að hafa fullan hóp, við getum spilað á æfingum og farið yfir allt sem við þurfum að gera. Svo verður liðsandinn miklu betri þegar við erum margir á æfingum og það vantar engann."Andy Johnston: Allir leikir mikilvægir vegna úrslitakeppninnar Þjálfari Keflavíkur var spurður um mikilvægi þess að ná að kreista út sigur í leik eins og fór fram í kvöld. „Þetta mun örugglega hjálpa okkur í framhaldinu að vinna svona leik, þegar litið er fram á veginn. Það eru allir að koma úr jólafríi og vita kannski ekki hvernig hlutirnir eiga eftir að þróast og eru að reyna að komast aftur í leikform eftir frí. Við vorum með leikinn unninn fannst mér í fjórða leikhluta en gáfum hann frá okkur. Það sýnir bara hvað Stjarnan er gott lið og hversu vel þeir eru þjálfaðir." „Við vorum misjafnir í kvöld og þá sérstaklega í varnarleiknum. Þegar við voru níu stigum yfir þá gáfum við það frá okkur með lélegum varnarleik og lélegum sóknum að auki. Við vorum ekki eins fljótir að hreyfa okkur í vörninni eins og við eigum að okkur, Stjarnan hreyfði samt boltann vel á móti svæðisvörninni okkar og hittu úr skotunum sínum." Í ljósi úrslitanna í DHL-höllinni í kvöld var Andy spurður út í mikilvægi þess að hafa náð sigrinum. „Allir leikir eru jafn mikilvægir þar sem liðin eru að reyna að koma sér í sem besta stöðu fyrir úrslitakeppnina. Öll liðin reyna að komast sem hæst í töflunni til að fá heimaleikjaréttinn og því eru allir leikir mikilvægir. Það skiptir ekki máli á móti hverjum er spilað, ef maður tapar þá situr tapið eftir í tap dálkinum í stigatöflunni á meðan sigur kemur manni nær markmiðum sínum."Framlenging | 96-93: Seinasta sóknin fór í gang og var Stjarnan með boltann. Tvö þriggja stiga skot geiguðu og heimamenn fagna sigri. Rosalegum leik er lokið.Framlenging | 96-93: Stjarnan náði ekki að nýta sér það að vinna boltann. Darryl Lewis fór á línuna og setti niður tvö vítaskot. Stjarnan teku leikhlé í kjölfarið. 14 sek. eftir.Framlenging | 94-93: Hairston með þriggja stiga körfu og Keflavík tapar boltanum. 35 sek. eftir.Framlenging | 94-90: Darryl Lewis kemur heimamönnum þremur stigum yfir og Keflavík stelur síðan boltanum. Michael Craion nær í villu og fer á línuna, annað vítið fer niður. 1:11 eftir.Framlenging | 90-90: Gunnar Ólafsson kemur heimamönnum yfir en Hairston jafnar. 2:00 eftir.Framlenging | 87-87: Dagur Kár fór á línuna þar sem annað vítið fór niður og aftur er jafnt. 3:09 eftir.Framlenging | 88-87: Stjarnan jafnaði metin, þar var á ferðinni Dagur Kár. Michael Craion komst síðan á vítalínuna. Annað vítið fór niður og eins stigs munur. 3:33 eftir.Framlenging | 87-85: Keflavík eru fyrstir á blað í framlengingunni og vinna síðan boltann af Stjörnunni. 4:18 eftir.4. leikhluti | 85-85: Venjulegum leiktíma er lokið og við förum í framlengingu. Stjarnan reyndi lokaskotið sem klikkaði, síðan varð hamagangur í teignum þar sem boltinn barst manna á milli áður en tíminn rann út. Þvílíkt fjör.4. leikhluti | 85-85: JAFNT!! Guðmundur Jónsson sökktir risastórum þrist og jafnar leikinn þegar 6 sek. eru eftir og leikhlé er tekið.4. leikhluti | 82-85: Marvin Valdimarsson nýtti tvö víti.4. leikhluti | 82-83: Keflvíkingar brutu nokkrum sinnum á Stjörnunni til að koma þeim í bónus og senda þá á línuna. Leikurinn ræðst þar. 4. leikhluti | 82-83: Þvílík runa. Shouse skoraði þriggja stiga körfu, Guðmundur Jónss. svaraði í sömu mynt og Dagur Kár Jónsson skoraði síðan aftur þriggja stiga körfu. 22 sekúndur eftir og leikhlé er tekið.4. leikhluti | 79-77: Valur Orri Valsson komst á línuna og geiguðu bæði skotin, þetta gæti orðið dýrt. 1:33 eftir.4. leikhluti | 79-77: Keflavík tekur leikhlé þegar 1:48 eru eftir. Stjarnan hefur verið á 0-7 sprett og Andy Johnston er ekki ánægður með sína menn.4. leikhluti | 79-75: Stjarnan minnkar muninn í fjögur stig með þriggja stiga körfu. Þetta verður spennandi. Stjarnan er núna að spila flotta vörn. 2:01 eftir.4. leikhluti | 79-72: Leikhlé tekið þegar 3:41 er eftir. Stjarnan náði loksins að skora eftir nokkrar stigalausar mínútur. Keflavík hefur spilað ógnarsterka vörn seinustu mínútur.4. leikhluti | 79-70: Góður varnarleikur heimamanna er að þröngva Stjörnunni í erfið og oft á tíðum skot sem þeir þurfa að drífa sig að taka. 4:27 eftir.4. leikhluti | 78-70: Aftur er Darryl Lewis á ferðinni, nú braust hann að körfunni og skoraði og fékk villu og nýtti vítið. Keflavík stal síðan boltanum og Valur Valsson skoraði úr hraðaupphlaupi. Er Keflavík að taka völdin? 5:01 eftir.4. leikhluti | 73-70: Aftur eins stiga munur eftir að liðin skiptust á körfum. Darryl Lewis átti síðan flott gegnum brot og jók muninn aftur í þrjú stig. 6:23 eftir.4. leikhluti | 68-68: Gestirnir töpuðu boltanum og nýttu heimamenn sér það en í næstu sókn sinni skoraði Stjarnan þriggja stiga körfu og jafnaði leikinn. 7:56 eftir.4. leikhluti | 66-65: Þriggja stiga karfa frá heimamönnum en gestirnir voru duglegir í sóknarfráköstum og náðu að koma boltanum í körfuna, eins stiga munur og 8:47 eftir.4. leikhluti | 63-63: Lokafjórðungurinn er hafinn og Keflavík hefur sókn. 9:52 eftir.3. leikhluti | 63-63: Þriðja leikhluta lýkur, hvorugu liði tókst að skora á seinustu sekúndunum og því er allt í járnum fyrir lokaátökin.3. leikhluti | 63-63: Guðmundur Jónsson jafnar leikinn af línunni og Keflavík náði síðan boltanum. 39 sek. eftir.3. leikhluti | 61-63: Tveggja stiga munur þegar 1 mín. er eftir af fjórðungnum.3. leikhluti | 59-63: Mikið stuð á gestunum þessa stundina. Marvin Valdimarsson skoraði af miklu harðfylgi og fékk villu að auki, hann nýtti hinsvegar ekki vítið. 1:50 eftir.3. leikhluti | 59-61: Gestirnir eru komnir aftur yfir, þeir hafa haft meðbyrinn með sér undanfarnar mínútur. 1:55 eftir.3. leikhluti | 59-59: Liðin skiptast á að skora og Stjarnan hefur náð að jafna leikinn. 2:52 eftir.3. leikhluti | 57-53: Stjarnan náði muninum í eitt stig en Guðmundur Jónsson sökkti þriggja stiga skoti og kemur heimamönnum fjórum stigum yfir.3. leikhluti | 54-51: Stjarnan svaraði með fjórum stigum í röð og jafnaði leikinn. Michael Craion skoraði síðan af miklu harðfylgi og fiskaði villu að auki. Vítið rataði rétta leið. Hörkuskemmtun hér á ferð. 5:09 eftir.3. leikhluti | 51-47: Fimm stig í röð frá Darryl Lewis og Keflavík komið fjórum stigum yfir. 6:09 eftir.3. leikhluti | 46-47: Marvin Valdimarsson skoraði af miklu harðfylgi og fékk tækifæri á þriggja stiga sókn. Sem hann og nýtti, gestirnir aftur komnir yfir. 7:10 eftir.3. leikhluti | 44-43: Hvort lið skoraði þriggja stiga körfu og Hairston minnkar síðan muninn í eitt stig, jafnt og spennandi. 7:50 eftir.3. leikhluti | 41-38: Jæja, leikurinn kominn í gang aftur og heimamenn skora. 9:23 eftir.3. leikhluti | 39-38: Töfin er lengri en okkur langaði til það eru komnir menn upp í rjáfur nánast til að reyna að koma skotklukkunni í lag. Leikmenn halda sér heitum á með með skokki eða skotum á körfuna.3. leikhluti | 39-38: Skotklukku vesen í TM-höllinni og leikhlé tekið þess vegna. Plötusnúðurinn splæsir í Haddaway "What is love".3. leikhluti | 39-38: Gestirnir fyrstir á blað í seinni hálfleik, Junior Hairston skilaði tveimur vítaskotum rétta leið. 9:37 eftir.3. leikhluti | 39-36: Þriðji leikhluti er hafinn, vonandi heldur þetta áfram að vera jafnt og skemmtilegt. Þetta er búinn að vera fínn leikur hingað til.2. leikhluti | 39-36: Hálfleikur, Björn Brynjólfsson setti sín fyrstu stig fyrir Stjörnuna með þriggja stiga skoti áður en tíminn rann út. Heimamenn leiða með þremur stigu eftir 20 mínútna leik.2. leikhluti | 39-33: Tvö víti rötuðu rétta leið hjá Guðmundi.2. leikhluti | 37-33: Fimm stiga syrpa hjá heimamönnum og hafa þeir tækifæri á að bæta þremur við þar sem brotið var á Guðmundi Jónssyni í þriggja stiga skoti. 1:02 eftir.2. leikhluti | 32-33: Eins stigs munur og heimamenn pressa. 3:00 eftir.2. leikhluti | 30-33: Gestirnir taka leikhlé þegar 3:14 eru eftir af leikhlutanum. Craion og Hairston hafa verið duglegir að verja skotin hjá hvorum öðrum og er það góð skemmtun.2. leikhluti | 30-30: Stjarnan komst aftur yfir eftir körfu frá Hairston en Craion komst á línuna í næstu sókn heimamanna og skoraði úr einu, jöfn staða því þessa stundina. 4:14 eftir.2. leikhluti | 29-28: Eins stigs munur og það eru heimamenn sem eru komnir í forystu. Stjarnan tapar síðan boltanum. 5:05 eftir.2. leikhluti | 25-28: Leikhlé tekið af heimamönnum þegar 6:02 eru eftir af leikhlutanum.2. leikhluti | 25-28: Craion reyndi gegnumbrot að körfunni en hann hitti fyrir Junior Hairston í teignum sem meinaði honum aðgangi og sendi boltann upp í stúku. Flott tilþrif. 6:28 eftir.2. leikhluti | 25-28: Þröstur Jóhannsson svaraði með þriggja stiga körfu og munurinn er þrjú stig. 7:17 eftir.2. leikhluti | 22-28: Gunnar Ólafsson hefur átt fínan leik, 8 stig og hann sækir hart á körfuna. Hairston var samt með gott gegnum brot sem endaði með því að hann tróð með tilþrifum og setti síðan niður þrist. 8:14 eftir.2. leikhluti | 20-23: Heimamenn fyrstir á blað í öðrum leikhluta, tvö vítaskot rötuðu rétta leið frá Val Orra Valssyni. 9:15 eftir.2. leikhluti | 18-23: Leikhlutinn er hafinn og Keflvíkingar áttu fyrstu sókn sem mislukkaðist. 9:43 eftir.1. leikhluti | 18-23: Leikhlutanum er lokið. Stjarnan átti seinustu sóknina en hún mislukkaðist. Fínn leikur fram að þessu, dómararnir eru samt að fara í taugarnar á heimamönnum.1. leikhluti | 18-23: Það rignir þristum þessa stundina hérna í Keflavík. 45 sek. eftir.1. leikhluti | 15-18: Shouse bætti við tveimur stigum og Craion svaraði og er þriggja stiga munur þegar 1:33 er eftir af leikhlutanum.1. leikhluti | 13-16: Keflavík jafnaði en Dagur var aftur á ferðinni, nú með þrist gestirnir eru þremur stigum yfir. 2:25 eftir.1. leikhluti | 11-13: Leikurinn er jafn og Dagur Kári er á vítalínunni. Hann kemur Stjörnunni yfir með því að setja bæði skotin niður. 3:24 eftir.1. leikhluti | 11-9: Skemmtileg uppákoma. Þröstur Jóhannsson átti að fara inn á en þegar hann fór úr upphitunartreyjunni kom í ljós að hann var ekki í búning og þurfti því að hoppa inn í búningsklefa og situr nú á tréverkinu. 4:40 eftir.1. leikhluti | 11-9: Keflvíkingar skoruðu þriggja stiga körfu en Stjarnan svaraði með flottu gegnum broti. 5:14 eftir.1. leikhluti | 8-7: Dagur Kári Jónsson svarar fyrir gestina með tveimur vítaskotum og Marvin Valdimarsson bætir tveimur við. 6:30 eftir.1. leikhluti | 8-3: Keflvíkingar hafa skorað sex stig í röð og eru að spila fína vörn. 7:30 eftir.1. leikhluti | 2-3: Justin Shouse svaraði snöggt með þriggja stiga körfu og heimamenn misnotuðu næstu sókn sína þar sem Hairston var með risablokk. 8:45 eftir.1. leikhluti | 2-0: Leikurinn er hafinn og það eru heimamenn sem hefja sókn og komast yfir. 9:50 eftir.Fyrir leik: Liðin eru mætt aftur út á völl eftir að hafa fengið lokaleiðbeiningar frá þjálfurum sínum og allt er að verða reiðubúið fyrir þennan stórleik í Keflavík. Áhorfendur eru að hlaðast inn í salinn og vonandi verður fullt á pöllunum og mikil stemmning í húsinu.Fyrir leik: Þegar stigaskor liðanna í deildinni kemur í ljós að Keflvíkingar skora að meðaltali 88,9 stig í leik og fá einungis á sig 74,5, sem er það lægsta í deildinni. Stjarnan er öllu jafnari í sínum meðaltölum en þeir skora 84,7 stig að meðaltali í leik og fá á sig 82,4 stig.Fyrir leik: Þessa stundina eru Keflvíkingar í öðru sæti deildarinnar með 10 sigra og 1 tap sem jafngilda 20 stigum á meðan Stjarnan situr í sjötta sæti deildarinnar með 6 sigra og 5 töp sem gefa þeim 12 stig í aðra höndina.Fyrir leik: Komið sælir lesendur góðir og verið velkomnir á Boltavakt Vísis en við ætlum að með viðureign Keflavíkur og Stjörnunnar í Dominos-deild karla í körfuknattleik. Leikurinn fer fram í TM-höllinni í Keflavík.3. leikhluti | 39-36:Framlenging | 87-85: Dominos-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Keflavík vann sigur á Stjörnunni í hörkuleik þar sem úrslitin réðust í framlengingu. Bæði lið áttu skilið að vinna í kvöl en því miður þurfti Stjarnan að lúta í lægra haldi. Heimamenn byrjuðu ögn sterkara í TM-höllinni í kvöld og komust í 8-3 forystu þegar tvær og hálf mínúta var liðin af leiknum. Stjörnumenn tóku þá við sér og jöfnuðu leikinn í 11-11 og komust síðan yfir í 11-13. Þeir komust mest sex stigum yfir í leikhlutanum en heimamenn náðu muninum niður í fimm stig þegar leikhlutanum var lokið og var staðan 18-23 fyrir Stjörnuna. Stjarnan byrjaði annan leikhlutan af krafti og náði að halda heimamönnum fimm til sex stigum fyrir aftan sig framan af leikhlutanum. Keflvíkingar breyttu í sína margfrægu svæðisvörn um miðjan fjórðunginn og náðu með flottri vörn að saxa forystu gestanna niður jafnt og þétt og komust síðan sjálfir mest sex stigum í forskot þegar rúm mínúta var til hálfleiks, 39-33. Stjarnan átti þó síðasta orðið og var það þriggja stiga skot sem rataði rétta leið og var staðan því 39-36 í hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var jafn allan tímann og skiptust liðin á að spila flottan körfuknattleik. Stigahæstir í hálfleik voru Gunnar Ólafsson hjá Keflavík með 12 stig en Junior Hairston var með níu stig fyrir gestina. Seinni hálfleikur byrjaði ekki lukkulega en skotklukkan bilaði þegar tæp hálf mínúta var liðin af leikhlutanum og gera þurfti um það bil 15 mínútna hlé á leiknum. Þegar leikurinn hófst aftur voru bæði lið meira en tilbúin, því leikurinn var jafn og spennandi allan þriðja leikhlutann. Liðin skiptust á að taka spretti og var munurinn aldrei meiri en fjögur eða fimm stig. Keflavík hafði forystuna lengst af í þriðja fjórðung en Stjarnan náði að koma sér í forystuna þegar tvær mínútur voru eftir. Keflvíkingar jöfnuðu þá þegar hálf mínúta var eftir og jafnt á öllum tölum fyrir lokafjórðunginn, 63-63. Fjórði leikhluti byrjaði eins og sá þriðji endaði, allt í járnum og liðin skiptust á að skora. Keflavík náði þó að rífa sig frá þegar fjórðungurinn var um það bil hálfnaður og var staðan 79-70, heimamönnum í þegar fjórar og hálf mínúta var til leiksloka og héldu margir að þeir myndu sigla sigrinum heim. Stjarnan var þó á öðru máli og eftir leikhlé sem Teitur Örlygsson tók komust gestirnir aftur inn í leikinn og í forystu þegar 22 sekúndur voru eftir, 82-83. Stjörnumenn skoruðu síðan úr tveimur vítum og voru með þriggja stiga forystu þegar 15 sekúndur voru eftir. Guðmundur Jónsson gerði sér þá lítið fyrir og skoraði risastóra þriggja stiga körfu og jafnaði metin. Stjörnumenn náðu ekki að nýta sér lokasóknina og leikurinn því framlengdur. Spennan hélt áfram í framlengingunni og skiptust liðin á að skora, til að mynda var enn jafnt 90-90 þegar 2 mínútur voru eftir. Darryl Lewis kom þá heimamönnum þremur stigum yfir og Michael Craion stal boltanum af Stjörnunni og fékk villu. Hann nýtti einungis annað vítaskotið áður en Junior Hairston skoraði þriggja stiga körfu og var munurinn eitt stig, 94-93 þegar 35 sekúndur lifðu af leiknum. Stjörnumenn brutu á Keflvíkingum og sendu Darryl Lewis á línuna, sem nýtti bæði vítin og munurinn þrjú stig og skammt eftir. Gestirnir náðu ekki að nýta sér lokasóknina og heimamenn sigldu sigrinum í höfn. Hörkuleikur þar sem að liðin skiptust á að hafa forystuna allan tímann og sigurvegari var ekki orðin ljós fyrr en í blálokin. Keflavík hefur þar með jafnað KR að stigum í deildinni, þar sem síðar nefnda liðið tapaði sínum leik í kvöld. Gefur það góð fyrirheit um spennuna sem verður um toppsætið í vetur.Keflavík-Stjarnan 96-93 (18-23, 21-13, 24-27, 22-22, 11-8)Keflavík: Darrel Keith Lewis 26/6 fráköst, Guðmundur Jónsson 20/8 fráköst, Gunnar Ólafsson 19/5 fráköst, Valur Orri Valsson 10/4 fráköst, Michael Craion 10/14 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir/4 varin skot, Þröstur Leó Jóhannsson 6/5 fráköst, Hafliði Már Brynjarsson 3, Arnar Freyr Jónsson 2/6 fráköst/10 stoðsendingar.Stjarnan: Matthew James Hairston 28/11 fráköst/5 stoðsendingar/6 varin skot, Dagur Kár Jónsson 19/10 fráköst/6 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 16/7 fráköst, Justin Shouse 10/5 fráköst, Jón Sverrisson 9/10 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 6, Fannar Freyr Helgason 5/8 fráköst. Dagur Kár Jónsson: Klaufamistökin dýrkeypt Leikstjórnandinn ungi var að vonum súr og svekktur þegar blaðamaður náði tali af honum að leik loknum í kvöld. Hann var spurður hvort Stjarnan hefði getað gert eitthvað betur til að landa sigri í kvöld. „Við hefðum getað sleppt öllum þessum klaufamistökum. Við gefum þeim þrist til að jafna leikinn þegar 15 sekúndur eru eftir og það er bara alltof dýrkeypt.“ Um áhrif úrslitanna í kvöld á liðið sagði Dagur: „Við byrjuðum illa í ár en erum komnir á betri braut núna. Persónulega fannst mér við vera betri en Keflavík í kvöld þannig að ég held að framhaldið sé bara bjart fyrir komandi leiki.“ Stjörnumenn hafa átt við mikið af meiðslum að stríða á tímabilinu og vildi Dagur meina að það væri mun þægilegra að eiga við komandi tímabil með stærri hóp. „Sérstaklega á æfingum verður það betra að hafa fullan hóp, við getum spilað á æfingum og farið yfir allt sem við þurfum að gera. Svo verður liðsandinn miklu betri þegar við erum margir á æfingum og það vantar engann."Andy Johnston: Allir leikir mikilvægir vegna úrslitakeppninnar Þjálfari Keflavíkur var spurður um mikilvægi þess að ná að kreista út sigur í leik eins og fór fram í kvöld. „Þetta mun örugglega hjálpa okkur í framhaldinu að vinna svona leik, þegar litið er fram á veginn. Það eru allir að koma úr jólafríi og vita kannski ekki hvernig hlutirnir eiga eftir að þróast og eru að reyna að komast aftur í leikform eftir frí. Við vorum með leikinn unninn fannst mér í fjórða leikhluta en gáfum hann frá okkur. Það sýnir bara hvað Stjarnan er gott lið og hversu vel þeir eru þjálfaðir." „Við vorum misjafnir í kvöld og þá sérstaklega í varnarleiknum. Þegar við voru níu stigum yfir þá gáfum við það frá okkur með lélegum varnarleik og lélegum sóknum að auki. Við vorum ekki eins fljótir að hreyfa okkur í vörninni eins og við eigum að okkur, Stjarnan hreyfði samt boltann vel á móti svæðisvörninni okkar og hittu úr skotunum sínum." Í ljósi úrslitanna í DHL-höllinni í kvöld var Andy spurður út í mikilvægi þess að hafa náð sigrinum. „Allir leikir eru jafn mikilvægir þar sem liðin eru að reyna að koma sér í sem besta stöðu fyrir úrslitakeppnina. Öll liðin reyna að komast sem hæst í töflunni til að fá heimaleikjaréttinn og því eru allir leikir mikilvægir. Það skiptir ekki máli á móti hverjum er spilað, ef maður tapar þá situr tapið eftir í tap dálkinum í stigatöflunni á meðan sigur kemur manni nær markmiðum sínum."Framlenging | 96-93: Seinasta sóknin fór í gang og var Stjarnan með boltann. Tvö þriggja stiga skot geiguðu og heimamenn fagna sigri. Rosalegum leik er lokið.Framlenging | 96-93: Stjarnan náði ekki að nýta sér það að vinna boltann. Darryl Lewis fór á línuna og setti niður tvö vítaskot. Stjarnan teku leikhlé í kjölfarið. 14 sek. eftir.Framlenging | 94-93: Hairston með þriggja stiga körfu og Keflavík tapar boltanum. 35 sek. eftir.Framlenging | 94-90: Darryl Lewis kemur heimamönnum þremur stigum yfir og Keflavík stelur síðan boltanum. Michael Craion nær í villu og fer á línuna, annað vítið fer niður. 1:11 eftir.Framlenging | 90-90: Gunnar Ólafsson kemur heimamönnum yfir en Hairston jafnar. 2:00 eftir.Framlenging | 87-87: Dagur Kár fór á línuna þar sem annað vítið fór niður og aftur er jafnt. 3:09 eftir.Framlenging | 88-87: Stjarnan jafnaði metin, þar var á ferðinni Dagur Kár. Michael Craion komst síðan á vítalínuna. Annað vítið fór niður og eins stigs munur. 3:33 eftir.Framlenging | 87-85: Keflavík eru fyrstir á blað í framlengingunni og vinna síðan boltann af Stjörnunni. 4:18 eftir.4. leikhluti | 85-85: Venjulegum leiktíma er lokið og við förum í framlengingu. Stjarnan reyndi lokaskotið sem klikkaði, síðan varð hamagangur í teignum þar sem boltinn barst manna á milli áður en tíminn rann út. Þvílíkt fjör.4. leikhluti | 85-85: JAFNT!! Guðmundur Jónsson sökktir risastórum þrist og jafnar leikinn þegar 6 sek. eru eftir og leikhlé er tekið.4. leikhluti | 82-85: Marvin Valdimarsson nýtti tvö víti.4. leikhluti | 82-83: Keflvíkingar brutu nokkrum sinnum á Stjörnunni til að koma þeim í bónus og senda þá á línuna. Leikurinn ræðst þar. 4. leikhluti | 82-83: Þvílík runa. Shouse skoraði þriggja stiga körfu, Guðmundur Jónss. svaraði í sömu mynt og Dagur Kár Jónsson skoraði síðan aftur þriggja stiga körfu. 22 sekúndur eftir og leikhlé er tekið.4. leikhluti | 79-77: Valur Orri Valsson komst á línuna og geiguðu bæði skotin, þetta gæti orðið dýrt. 1:33 eftir.4. leikhluti | 79-77: Keflavík tekur leikhlé þegar 1:48 eru eftir. Stjarnan hefur verið á 0-7 sprett og Andy Johnston er ekki ánægður með sína menn.4. leikhluti | 79-75: Stjarnan minnkar muninn í fjögur stig með þriggja stiga körfu. Þetta verður spennandi. Stjarnan er núna að spila flotta vörn. 2:01 eftir.4. leikhluti | 79-72: Leikhlé tekið þegar 3:41 er eftir. Stjarnan náði loksins að skora eftir nokkrar stigalausar mínútur. Keflavík hefur spilað ógnarsterka vörn seinustu mínútur.4. leikhluti | 79-70: Góður varnarleikur heimamanna er að þröngva Stjörnunni í erfið og oft á tíðum skot sem þeir þurfa að drífa sig að taka. 4:27 eftir.4. leikhluti | 78-70: Aftur er Darryl Lewis á ferðinni, nú braust hann að körfunni og skoraði og fékk villu og nýtti vítið. Keflavík stal síðan boltanum og Valur Valsson skoraði úr hraðaupphlaupi. Er Keflavík að taka völdin? 5:01 eftir.4. leikhluti | 73-70: Aftur eins stiga munur eftir að liðin skiptust á körfum. Darryl Lewis átti síðan flott gegnum brot og jók muninn aftur í þrjú stig. 6:23 eftir.4. leikhluti | 68-68: Gestirnir töpuðu boltanum og nýttu heimamenn sér það en í næstu sókn sinni skoraði Stjarnan þriggja stiga körfu og jafnaði leikinn. 7:56 eftir.4. leikhluti | 66-65: Þriggja stiga karfa frá heimamönnum en gestirnir voru duglegir í sóknarfráköstum og náðu að koma boltanum í körfuna, eins stiga munur og 8:47 eftir.4. leikhluti | 63-63: Lokafjórðungurinn er hafinn og Keflavík hefur sókn. 9:52 eftir.3. leikhluti | 63-63: Þriðja leikhluta lýkur, hvorugu liði tókst að skora á seinustu sekúndunum og því er allt í járnum fyrir lokaátökin.3. leikhluti | 63-63: Guðmundur Jónsson jafnar leikinn af línunni og Keflavík náði síðan boltanum. 39 sek. eftir.3. leikhluti | 61-63: Tveggja stiga munur þegar 1 mín. er eftir af fjórðungnum.3. leikhluti | 59-63: Mikið stuð á gestunum þessa stundina. Marvin Valdimarsson skoraði af miklu harðfylgi og fékk villu að auki, hann nýtti hinsvegar ekki vítið. 1:50 eftir.3. leikhluti | 59-61: Gestirnir eru komnir aftur yfir, þeir hafa haft meðbyrinn með sér undanfarnar mínútur. 1:55 eftir.3. leikhluti | 59-59: Liðin skiptast á að skora og Stjarnan hefur náð að jafna leikinn. 2:52 eftir.3. leikhluti | 57-53: Stjarnan náði muninum í eitt stig en Guðmundur Jónsson sökkti þriggja stiga skoti og kemur heimamönnum fjórum stigum yfir.3. leikhluti | 54-51: Stjarnan svaraði með fjórum stigum í röð og jafnaði leikinn. Michael Craion skoraði síðan af miklu harðfylgi og fiskaði villu að auki. Vítið rataði rétta leið. Hörkuskemmtun hér á ferð. 5:09 eftir.3. leikhluti | 51-47: Fimm stig í röð frá Darryl Lewis og Keflavík komið fjórum stigum yfir. 6:09 eftir.3. leikhluti | 46-47: Marvin Valdimarsson skoraði af miklu harðfylgi og fékk tækifæri á þriggja stiga sókn. Sem hann og nýtti, gestirnir aftur komnir yfir. 7:10 eftir.3. leikhluti | 44-43: Hvort lið skoraði þriggja stiga körfu og Hairston minnkar síðan muninn í eitt stig, jafnt og spennandi. 7:50 eftir.3. leikhluti | 41-38: Jæja, leikurinn kominn í gang aftur og heimamenn skora. 9:23 eftir.3. leikhluti | 39-38: Töfin er lengri en okkur langaði til það eru komnir menn upp í rjáfur nánast til að reyna að koma skotklukkunni í lag. Leikmenn halda sér heitum á með með skokki eða skotum á körfuna.3. leikhluti | 39-38: Skotklukku vesen í TM-höllinni og leikhlé tekið þess vegna. Plötusnúðurinn splæsir í Haddaway "What is love".3. leikhluti | 39-38: Gestirnir fyrstir á blað í seinni hálfleik, Junior Hairston skilaði tveimur vítaskotum rétta leið. 9:37 eftir.3. leikhluti | 39-36: Þriðji leikhluti er hafinn, vonandi heldur þetta áfram að vera jafnt og skemmtilegt. Þetta er búinn að vera fínn leikur hingað til.2. leikhluti | 39-36: Hálfleikur, Björn Brynjólfsson setti sín fyrstu stig fyrir Stjörnuna með þriggja stiga skoti áður en tíminn rann út. Heimamenn leiða með þremur stigu eftir 20 mínútna leik.2. leikhluti | 39-33: Tvö víti rötuðu rétta leið hjá Guðmundi.2. leikhluti | 37-33: Fimm stiga syrpa hjá heimamönnum og hafa þeir tækifæri á að bæta þremur við þar sem brotið var á Guðmundi Jónssyni í þriggja stiga skoti. 1:02 eftir.2. leikhluti | 32-33: Eins stigs munur og heimamenn pressa. 3:00 eftir.2. leikhluti | 30-33: Gestirnir taka leikhlé þegar 3:14 eru eftir af leikhlutanum. Craion og Hairston hafa verið duglegir að verja skotin hjá hvorum öðrum og er það góð skemmtun.2. leikhluti | 30-30: Stjarnan komst aftur yfir eftir körfu frá Hairston en Craion komst á línuna í næstu sókn heimamanna og skoraði úr einu, jöfn staða því þessa stundina. 4:14 eftir.2. leikhluti | 29-28: Eins stigs munur og það eru heimamenn sem eru komnir í forystu. Stjarnan tapar síðan boltanum. 5:05 eftir.2. leikhluti | 25-28: Leikhlé tekið af heimamönnum þegar 6:02 eru eftir af leikhlutanum.2. leikhluti | 25-28: Craion reyndi gegnumbrot að körfunni en hann hitti fyrir Junior Hairston í teignum sem meinaði honum aðgangi og sendi boltann upp í stúku. Flott tilþrif. 6:28 eftir.2. leikhluti | 25-28: Þröstur Jóhannsson svaraði með þriggja stiga körfu og munurinn er þrjú stig. 7:17 eftir.2. leikhluti | 22-28: Gunnar Ólafsson hefur átt fínan leik, 8 stig og hann sækir hart á körfuna. Hairston var samt með gott gegnum brot sem endaði með því að hann tróð með tilþrifum og setti síðan niður þrist. 8:14 eftir.2. leikhluti | 20-23: Heimamenn fyrstir á blað í öðrum leikhluta, tvö vítaskot rötuðu rétta leið frá Val Orra Valssyni. 9:15 eftir.2. leikhluti | 18-23: Leikhlutinn er hafinn og Keflvíkingar áttu fyrstu sókn sem mislukkaðist. 9:43 eftir.1. leikhluti | 18-23: Leikhlutanum er lokið. Stjarnan átti seinustu sóknina en hún mislukkaðist. Fínn leikur fram að þessu, dómararnir eru samt að fara í taugarnar á heimamönnum.1. leikhluti | 18-23: Það rignir þristum þessa stundina hérna í Keflavík. 45 sek. eftir.1. leikhluti | 15-18: Shouse bætti við tveimur stigum og Craion svaraði og er þriggja stiga munur þegar 1:33 er eftir af leikhlutanum.1. leikhluti | 13-16: Keflavík jafnaði en Dagur var aftur á ferðinni, nú með þrist gestirnir eru þremur stigum yfir. 2:25 eftir.1. leikhluti | 11-13: Leikurinn er jafn og Dagur Kári er á vítalínunni. Hann kemur Stjörnunni yfir með því að setja bæði skotin niður. 3:24 eftir.1. leikhluti | 11-9: Skemmtileg uppákoma. Þröstur Jóhannsson átti að fara inn á en þegar hann fór úr upphitunartreyjunni kom í ljós að hann var ekki í búning og þurfti því að hoppa inn í búningsklefa og situr nú á tréverkinu. 4:40 eftir.1. leikhluti | 11-9: Keflvíkingar skoruðu þriggja stiga körfu en Stjarnan svaraði með flottu gegnum broti. 5:14 eftir.1. leikhluti | 8-7: Dagur Kári Jónsson svarar fyrir gestina með tveimur vítaskotum og Marvin Valdimarsson bætir tveimur við. 6:30 eftir.1. leikhluti | 8-3: Keflvíkingar hafa skorað sex stig í röð og eru að spila fína vörn. 7:30 eftir.1. leikhluti | 2-3: Justin Shouse svaraði snöggt með þriggja stiga körfu og heimamenn misnotuðu næstu sókn sína þar sem Hairston var með risablokk. 8:45 eftir.1. leikhluti | 2-0: Leikurinn er hafinn og það eru heimamenn sem hefja sókn og komast yfir. 9:50 eftir.Fyrir leik: Liðin eru mætt aftur út á völl eftir að hafa fengið lokaleiðbeiningar frá þjálfurum sínum og allt er að verða reiðubúið fyrir þennan stórleik í Keflavík. Áhorfendur eru að hlaðast inn í salinn og vonandi verður fullt á pöllunum og mikil stemmning í húsinu.Fyrir leik: Þegar stigaskor liðanna í deildinni kemur í ljós að Keflvíkingar skora að meðaltali 88,9 stig í leik og fá einungis á sig 74,5, sem er það lægsta í deildinni. Stjarnan er öllu jafnari í sínum meðaltölum en þeir skora 84,7 stig að meðaltali í leik og fá á sig 82,4 stig.Fyrir leik: Þessa stundina eru Keflvíkingar í öðru sæti deildarinnar með 10 sigra og 1 tap sem jafngilda 20 stigum á meðan Stjarnan situr í sjötta sæti deildarinnar með 6 sigra og 5 töp sem gefa þeim 12 stig í aðra höndina.Fyrir leik: Komið sælir lesendur góðir og verið velkomnir á Boltavakt Vísis en við ætlum að með viðureign Keflavíkur og Stjörnunnar í Dominos-deild karla í körfuknattleik. Leikurinn fer fram í TM-höllinni í Keflavík.3. leikhluti | 39-36:Framlenging | 87-85:
Dominos-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira