Körfubolti

Kjartan Atli hættur hjá Stjörnunni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kjartan Atli, lengst til vinstri, í sínum síðasta heimaleik með Stjörnunni - gegn KFÍ þann 9. desember.
Kjartan Atli, lengst til vinstri, í sínum síðasta heimaleik með Stjörnunni - gegn KFÍ þann 9. desember. Mynd/Valli

„Ég hef ákveðið að hætta að leika með meistaraflokki Stjörnunnar,“ sagði körfuboltamaðurinn Kjartan Atli Kjartansson í viðtali sem birtist á heimasíðu Stjörnunnar.

Kjartan Atli, sem er 29 ára gamall, hefur spilað með Stjörnunni lengst af á ferlinum en hefur einnig verið á mála hjá FSu, Hamri og Haukum.

Meðfylgjandi viðtal var birt á heimasíðu Stjörnunnar en hann var einnig gestur í nýjasta hlaðvarpsþætti NBA Íslands þar sem hann fór ítarlega yfir ferilinn og uppgang körfuboltans í Garðabæ.

Kjartan Atli ætlar nú að einbeita sér að þjálfun en hann hefur starfað með yngri flokkum Stjörnunnar undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×