Segja tvöfalt ofris hafa valdið því að flugmenn misstu stjórn Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. janúar 2014 20:30 Flugsérfræðingar segja að vél Mýflugs gæti hafa ofrisið í beygju sem varð til þess að hún brotlenti við Hlíðarfjallsveg. Bróðir sjúkraflutningamannsins sem lést í slysinu segist bera fullt traust til flugmanna vélarinnar. Flugmennirnir tveir sem stýrðu Beechcraft 200 vélinni TF-MYX þegar hún fórst við Hlíðarfjallsveg voru báðir reyndir flugmenn. Í slysinu létust Pétur Róbert Tryggvason sjúkraflutningamðaur og Páll Steindór Steindórsson flugstjóri. Flugmaðurinn Axel Albert Jensen komst lífs af.Virtir og traustir flugmenn Traust og virðing í garð flugmannanna, Páls Steindórs og Axels, kristallast kannski best í ummælum Rolfs Tryggvasonar sem er sjálfur sjúkraflutningamaður en hann missti bróður sinn, vin og samstarfsfélaga, Pétur Róbert Tryggvason, í slysinu, en hann segir þá hafa verið mikla fagmenn sem hann hafi treyst vel. Aðrir sjúkraflutningamenn sem fréttastofa hefur rætt við hafa sömu sögu að segja um Axel og Pál. Reyndir og virtir flugmenn sem nutu trausts starfsmanna slökkviliðs Akureyrar. Í bráðabirgðaskýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að þegar TF-MYX hafi nálgast akstursíþróttabrautina í vinstri beygju hafi hún „misst hæð.“ Eins og við greindum frá í fréttaskýringu í Íslandi í dag í gærkvöldi var það meðvituð ákvörðun að taka lágflug, eða svokallað low-pass, yfir akstursíþróttabrautina. Óvissa er hins vegar hvað olli slysinu sjálfu í umrætt sinn, þ.e hvers vegna flugmennirnir misstu stjórn á vélinni með þeim afleiðingum að hún fórst. Aldrei barst neyðarkall eða tilkynning um bilun frá vélinni.Ytri þættir ráða hæðarmissiKristján Egilsson er fyrrverandi flugstjóri hjá Icelandair og formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Kristján segir að hæðarmissir í flugi sé vegna ytri utanaðkomandi þátta. Sviptivindar á flugi úti á landi geti orsakað hæðarmissi en hæðarmissir sé alltaf eitthvað sem ekki sé ráðgert, eitthvað óvænt. Það að missa hæð í tungutaki flugmanna felur í sér að einhverjir ytri utanaðkomandi þættir hafi ráðið för. Þegar flugmaður tekur meðvitaða ákvörðun um að lækka flugið þá er vélin sem hann stýrir ekki að „missa hæð.“Tvöfalt ofris Fréttastofan hefur rætt við sérfræðinga í flugi sem hafa skoðað myndbandið af slysinu gaumgæfilega, en enginn þeirra var tilbúinn að koma í viðtal undir nafni. Tveir þeirra fullyrða að það sem hafi átt sér stað þegar TF-MYX brotlenti sé svokallað tvöfalt ofris. TF-MYX er í 70 gráðu halla þegar hún kemur inn í beygju á fyrsta myndaramma í myndbandinu. Séfræðingar sem fréttastofa hefur rætt vegið segja að þá hafi ofrishraði vaxið upp úr öllu valdi og flugvélin hafi ekki ekki haldið hæð við slíkar aðstæður. Rannsóknarnefnd samgönguslysa vill ekki tjá sig um þessar ályktanir. Skýrsla nefndarinnar á að liggja fyrir síðar á þessu ári, að sögn Þorkels Ágústssonar hjá nefndinni. Á myndbandavefnum YouTube er til myndband sem sýnir vélar lenda í nákvæmlega þessu, tvöföldu ofrisi sem þar er nefnt með hinu ósmekklega heiti „graveyard stall.“ Sjá fréttaskýringu um flugslysið við Hlíðarfjallsveg sem birtist í Íslandi í dag. Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Sjá meira
Flugsérfræðingar segja að vél Mýflugs gæti hafa ofrisið í beygju sem varð til þess að hún brotlenti við Hlíðarfjallsveg. Bróðir sjúkraflutningamannsins sem lést í slysinu segist bera fullt traust til flugmanna vélarinnar. Flugmennirnir tveir sem stýrðu Beechcraft 200 vélinni TF-MYX þegar hún fórst við Hlíðarfjallsveg voru báðir reyndir flugmenn. Í slysinu létust Pétur Róbert Tryggvason sjúkraflutningamðaur og Páll Steindór Steindórsson flugstjóri. Flugmaðurinn Axel Albert Jensen komst lífs af.Virtir og traustir flugmenn Traust og virðing í garð flugmannanna, Páls Steindórs og Axels, kristallast kannski best í ummælum Rolfs Tryggvasonar sem er sjálfur sjúkraflutningamaður en hann missti bróður sinn, vin og samstarfsfélaga, Pétur Róbert Tryggvason, í slysinu, en hann segir þá hafa verið mikla fagmenn sem hann hafi treyst vel. Aðrir sjúkraflutningamenn sem fréttastofa hefur rætt við hafa sömu sögu að segja um Axel og Pál. Reyndir og virtir flugmenn sem nutu trausts starfsmanna slökkviliðs Akureyrar. Í bráðabirgðaskýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að þegar TF-MYX hafi nálgast akstursíþróttabrautina í vinstri beygju hafi hún „misst hæð.“ Eins og við greindum frá í fréttaskýringu í Íslandi í dag í gærkvöldi var það meðvituð ákvörðun að taka lágflug, eða svokallað low-pass, yfir akstursíþróttabrautina. Óvissa er hins vegar hvað olli slysinu sjálfu í umrætt sinn, þ.e hvers vegna flugmennirnir misstu stjórn á vélinni með þeim afleiðingum að hún fórst. Aldrei barst neyðarkall eða tilkynning um bilun frá vélinni.Ytri þættir ráða hæðarmissiKristján Egilsson er fyrrverandi flugstjóri hjá Icelandair og formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Kristján segir að hæðarmissir í flugi sé vegna ytri utanaðkomandi þátta. Sviptivindar á flugi úti á landi geti orsakað hæðarmissi en hæðarmissir sé alltaf eitthvað sem ekki sé ráðgert, eitthvað óvænt. Það að missa hæð í tungutaki flugmanna felur í sér að einhverjir ytri utanaðkomandi þættir hafi ráðið för. Þegar flugmaður tekur meðvitaða ákvörðun um að lækka flugið þá er vélin sem hann stýrir ekki að „missa hæð.“Tvöfalt ofris Fréttastofan hefur rætt við sérfræðinga í flugi sem hafa skoðað myndbandið af slysinu gaumgæfilega, en enginn þeirra var tilbúinn að koma í viðtal undir nafni. Tveir þeirra fullyrða að það sem hafi átt sér stað þegar TF-MYX brotlenti sé svokallað tvöfalt ofris. TF-MYX er í 70 gráðu halla þegar hún kemur inn í beygju á fyrsta myndaramma í myndbandinu. Séfræðingar sem fréttastofa hefur rætt vegið segja að þá hafi ofrishraði vaxið upp úr öllu valdi og flugvélin hafi ekki ekki haldið hæð við slíkar aðstæður. Rannsóknarnefnd samgönguslysa vill ekki tjá sig um þessar ályktanir. Skýrsla nefndarinnar á að liggja fyrir síðar á þessu ári, að sögn Þorkels Ágústssonar hjá nefndinni. Á myndbandavefnum YouTube er til myndband sem sýnir vélar lenda í nákvæmlega þessu, tvöföldu ofrisi sem þar er nefnt með hinu ósmekklega heiti „graveyard stall.“ Sjá fréttaskýringu um flugslysið við Hlíðarfjallsveg sem birtist í Íslandi í dag.
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Sjá meira