Myndband af flugslysinu við Hlíðarfjallsveg Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. janúar 2014 15:30 Fréttastofa 365 birtir nú í fyrsta sinn opinberlega myndband sem sýnir þegar TF-MYX sjúkraflugvél Mýflugs brotlendir á akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg á Akureyri hinn 5. ágúst 2013. Tveir létust í flugslysinu. Fréttastofan metur það svo að birting myndbandsins eigi erindi við almenning m.a vegna forvarnar- og upplýsingagildis. Miðlar 365 hafa á undanförnum vikum unnið að fréttaskýringu um flugslysið og birtist fyrsti hluti umfjöllunarinnar í Fréttablaðinu í dag. Annar hluti birtist síðan í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. Þegar TF-MYX vél Mýflugs fórst á Hlíðarfjallsvegi hinn 5. ágúst sl. létust flugstjórinn Páll Steindór Steindórsson og sjúkraflutningamaðurinn Pétur Róbert Tryggvason. Sá eini sem lifði slysið af var flugmaðurinn Axel Albert Jensen.Fullyrt að vélin hafi misst hæð Þegar TF-MYX var skammt frá Akureyrarflugvelli á slysdegi sá áhöfnin til flugvallarins og lauk blindflugi. Skömmu síðar óskaði áhöfnin eftir því við flugturninn að fljúga einn hring yfir bæinn og fékk það samþykkt. Rannsóknarnefnd Samgönguslysa sendi frá sér þessa bráðabirgðaskýrslu hinn 5. október sl. um slysið á Hlíðarfjallsvegi. Þar segir að þegar flugvélin hafi nálgast akstursíþróttabrautina í vinstri beygju hafi hún misst hæð. Sagan af slysinu hefur hins vegar aldrei verið fyllilega sögð. Í fréttaskýringu um málið í kvöld verður farið ofan í saumana á því hvort það standist að vélin hafi misst hæð í ljósi þess hvernig vélin flýgur að brautinni, eins og sést í myndbandinu. Vegna aðstandenda þeirra sem létust þykir málið viðkvæmt og hafði fréttastofan samband við aðstandendur til að upplýsa þá um birtingu myndbandsins áður. Fréttastofa 365 telur að brýnir almannahagsmunir mæli með birtingu myndbandsins af nokkrum ástæðum. Í fyrsta lagi verði að upplýsa um nákvæmlega hvað gerðist þegar TF-MYX brotlenti við Hlíðarfjallsveg til að draga af því lærdóm. Í öðru lagi er rannsóknarnefnd samgönguslysa opinber nefnd sem fjármögnuð er með skattfé. Í þriðja lagi annast fyrirtækið Mýflug sjúkraflug á grundvelli opinbers samnings að undangengnu útboði. Kostnaður vegna sjúkraflugsins á grundvelli þessa samnings greiðist úr ríkissjóði. Fréttastofan telur að umfjöllun um flugslysið við Hlíðarfjallsveg sé innlegg í umræðu um rannsókn á flugslysum á Íslandi og starfsháttum þeirra sem annast sjúkraflug á grundvelli opinbers samnings. Af þessum sökum eigi birting myndbandsins og önnur umfjöllun um málið brýnt erindi við almenning. Fréttaskýring um slysið við Hlíðarfjallsveg verður í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld strax að loknum fréttum. Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Könnun Mýflugs: „Ekkert ábótavant sem þarf að bregðast við“ "Við getum ekki rannsakað flugslys. Við höfum enga þekkingu til að gera slíkt og svo sem ekki trúverðugur aðili til þess heldur,“ segir flugöryggisfulltrúi Mýflugs. 6. janúar 2014 13:44 „Beygjan að brautinni var alltof skörp“ Bróðir Péturs Tryggvasonar sem fórst í flugslysi á Akureyri í ágúst segir kröfu um rannsókn byggjast á hagsmunum tveggja barna sem Pétur skilur eftir sig. 6. janúar 2014 10:15 Ályktanir rannsóknarnefndar stangast á við framburð vitna Lögmaður barna Péturs Tryggvasonar sjúkraflutningamannsins sem lést í flugslysinu í Hlíðarfjalli, segir nú til vandlegrar skoðunar að óska opinberrar rannsóknar á brotlendingunni og tildrögum hennar. 6. janúar 2014 09:17 Vilja rannsókn á Hlíðarfjallsslysinu Bróðir sjúkraflutningamanns sem fórst er sjúkraflugvél brotlenti á kappakstursbraut á Akureyri í ágúst hyggst krefjast opinberrar rannsóknar á slysinu. Flugstjórinn lést einnig í slysinu en aðstoðarflugmaðurinn, sem varaði hann við því að flogið væri allt 6. janúar 2014 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Fréttastofa 365 birtir nú í fyrsta sinn opinberlega myndband sem sýnir þegar TF-MYX sjúkraflugvél Mýflugs brotlendir á akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg á Akureyri hinn 5. ágúst 2013. Tveir létust í flugslysinu. Fréttastofan metur það svo að birting myndbandsins eigi erindi við almenning m.a vegna forvarnar- og upplýsingagildis. Miðlar 365 hafa á undanförnum vikum unnið að fréttaskýringu um flugslysið og birtist fyrsti hluti umfjöllunarinnar í Fréttablaðinu í dag. Annar hluti birtist síðan í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. Þegar TF-MYX vél Mýflugs fórst á Hlíðarfjallsvegi hinn 5. ágúst sl. létust flugstjórinn Páll Steindór Steindórsson og sjúkraflutningamaðurinn Pétur Róbert Tryggvason. Sá eini sem lifði slysið af var flugmaðurinn Axel Albert Jensen.Fullyrt að vélin hafi misst hæð Þegar TF-MYX var skammt frá Akureyrarflugvelli á slysdegi sá áhöfnin til flugvallarins og lauk blindflugi. Skömmu síðar óskaði áhöfnin eftir því við flugturninn að fljúga einn hring yfir bæinn og fékk það samþykkt. Rannsóknarnefnd Samgönguslysa sendi frá sér þessa bráðabirgðaskýrslu hinn 5. október sl. um slysið á Hlíðarfjallsvegi. Þar segir að þegar flugvélin hafi nálgast akstursíþróttabrautina í vinstri beygju hafi hún misst hæð. Sagan af slysinu hefur hins vegar aldrei verið fyllilega sögð. Í fréttaskýringu um málið í kvöld verður farið ofan í saumana á því hvort það standist að vélin hafi misst hæð í ljósi þess hvernig vélin flýgur að brautinni, eins og sést í myndbandinu. Vegna aðstandenda þeirra sem létust þykir málið viðkvæmt og hafði fréttastofan samband við aðstandendur til að upplýsa þá um birtingu myndbandsins áður. Fréttastofa 365 telur að brýnir almannahagsmunir mæli með birtingu myndbandsins af nokkrum ástæðum. Í fyrsta lagi verði að upplýsa um nákvæmlega hvað gerðist þegar TF-MYX brotlenti við Hlíðarfjallsveg til að draga af því lærdóm. Í öðru lagi er rannsóknarnefnd samgönguslysa opinber nefnd sem fjármögnuð er með skattfé. Í þriðja lagi annast fyrirtækið Mýflug sjúkraflug á grundvelli opinbers samnings að undangengnu útboði. Kostnaður vegna sjúkraflugsins á grundvelli þessa samnings greiðist úr ríkissjóði. Fréttastofan telur að umfjöllun um flugslysið við Hlíðarfjallsveg sé innlegg í umræðu um rannsókn á flugslysum á Íslandi og starfsháttum þeirra sem annast sjúkraflug á grundvelli opinbers samnings. Af þessum sökum eigi birting myndbandsins og önnur umfjöllun um málið brýnt erindi við almenning. Fréttaskýring um slysið við Hlíðarfjallsveg verður í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld strax að loknum fréttum.
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Könnun Mýflugs: „Ekkert ábótavant sem þarf að bregðast við“ "Við getum ekki rannsakað flugslys. Við höfum enga þekkingu til að gera slíkt og svo sem ekki trúverðugur aðili til þess heldur,“ segir flugöryggisfulltrúi Mýflugs. 6. janúar 2014 13:44 „Beygjan að brautinni var alltof skörp“ Bróðir Péturs Tryggvasonar sem fórst í flugslysi á Akureyri í ágúst segir kröfu um rannsókn byggjast á hagsmunum tveggja barna sem Pétur skilur eftir sig. 6. janúar 2014 10:15 Ályktanir rannsóknarnefndar stangast á við framburð vitna Lögmaður barna Péturs Tryggvasonar sjúkraflutningamannsins sem lést í flugslysinu í Hlíðarfjalli, segir nú til vandlegrar skoðunar að óska opinberrar rannsóknar á brotlendingunni og tildrögum hennar. 6. janúar 2014 09:17 Vilja rannsókn á Hlíðarfjallsslysinu Bróðir sjúkraflutningamanns sem fórst er sjúkraflugvél brotlenti á kappakstursbraut á Akureyri í ágúst hyggst krefjast opinberrar rannsóknar á slysinu. Flugstjórinn lést einnig í slysinu en aðstoðarflugmaðurinn, sem varaði hann við því að flogið væri allt 6. janúar 2014 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Könnun Mýflugs: „Ekkert ábótavant sem þarf að bregðast við“ "Við getum ekki rannsakað flugslys. Við höfum enga þekkingu til að gera slíkt og svo sem ekki trúverðugur aðili til þess heldur,“ segir flugöryggisfulltrúi Mýflugs. 6. janúar 2014 13:44
„Beygjan að brautinni var alltof skörp“ Bróðir Péturs Tryggvasonar sem fórst í flugslysi á Akureyri í ágúst segir kröfu um rannsókn byggjast á hagsmunum tveggja barna sem Pétur skilur eftir sig. 6. janúar 2014 10:15
Ályktanir rannsóknarnefndar stangast á við framburð vitna Lögmaður barna Péturs Tryggvasonar sjúkraflutningamannsins sem lést í flugslysinu í Hlíðarfjalli, segir nú til vandlegrar skoðunar að óska opinberrar rannsóknar á brotlendingunni og tildrögum hennar. 6. janúar 2014 09:17
Vilja rannsókn á Hlíðarfjallsslysinu Bróðir sjúkraflutningamanns sem fórst er sjúkraflugvél brotlenti á kappakstursbraut á Akureyri í ágúst hyggst krefjast opinberrar rannsóknar á slysinu. Flugstjórinn lést einnig í slysinu en aðstoðarflugmaðurinn, sem varaði hann við því að flogið væri allt 6. janúar 2014 07:00