Fer fyrir Bale eins og Woodgate? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. janúar 2014 16:45 Gareth Bale gengur af velli eftir að hafa meiðst í leik með Real Madrid. Vísir/Getty Spænska pressan er strax byrjuð að líkja meiðslasögu Gareth Bale hjá Real Madrid við ófarir Jonathan Woodgate hjá félaginu á sínum tíma. Woodgate var keyptur til Real Madrid árið 2004 fyrir rúmar þrettán milljónir punda en náði aðeins að spila í fjórtán leikjum með liðinu áður en hann fór aftur tveimur árum síðar. Staða Bale er vitaskuld ekki svo alvarleg en engu að síður hefur hann átt í erfiðleikum með að halda sér heilum eftir að hann kom frá Tottenham fyrir meira en 100 milljónir evra í sumar. Nú síðast fór Bale af velli í hálfleik í 2-0 sigri Real Madrid á Granada um helgina eftir að hann fékk spark í nárann. Enn er óvíst hvort að meiðsli Bale séu alvarleg en hann gat ekki æft eftir leikinn og verður ekki með í bikarleiknum gegn Espanyol í kvöld.Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, reyndi að gera lítið úr meiðslunum við spænsku pressuna en vildi þó ekki greina nánar frá þeim. Það er ekki í fyrsta sinn sem hann talar á þeim nótum en eftir að Bale meiddist á æfingu í desember var hann frá í þrjár vikur - þrátt fyrir að meiðslin hafi verið „smávægileg“. Bale hefur komið við sögu í 22 leikjum Real Madrid á tímabilinu til þessa. Þar af hefur hann spilað allar 90 mínúturnar í níu þeirra. Óttast er að tíð meiðsli Bale megi rekja til alvarlegri bakmeiðsla og að það sé aðeins tímaspursmál hvenær hann þurfi að leggjast undir hnífinn. Spænska blaðið AS fjallar um málið í dag og fullyrðir að sumir í læknaliði Real Madrid sjái ýmsar hliðstæður í meiðslum Bale og Woodgate. Spænski boltinn Tengdar fréttir Cristiano Ronaldo finnur til með Bale Cristiano Ronaldo biðlar til fólks að minnka pressuna á Gareth Bale sem Real Madrid keypti fyrir 85 milljónir punda frá Tottenham í haust. 22. október 2013 22:45 Real Madrid neitar því að Bale sé með brjósklos Real Madrid segir ekkert til í frétt Marca í morgun um að Gareth Bale sé kominn með brjósklos en velski vængmaðurinn hefur ekki spilað mikið með spænska stórliðinu síðan að Real Madrid gerði hann að dýrasta knattspyrnumanni heims. 12. október 2013 17:26 Gareth Bale: Ég get spilað enn betur Gareth Bale fór á kostum um helgina í forföllum Cristiano Ronaldo en hann skoraði þrennu og gaf stoðsendingu í 4-0 sigri Real Madrid á Real Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni. Bale ætlar sér að bæta sig enn frekar hjá Real Madrid. 2. desember 2013 14:30 Allir byrjuðu með ágætum nema Woodgate | Úttekt Eftir helgina hafa sex breskir leikmenn spilað fyrir spænska stórliðið Real Madrid. Gareth Bale skoraði í sínum fyrsta leik gegn Villarreal. 16. september 2013 08:00 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Spænska pressan er strax byrjuð að líkja meiðslasögu Gareth Bale hjá Real Madrid við ófarir Jonathan Woodgate hjá félaginu á sínum tíma. Woodgate var keyptur til Real Madrid árið 2004 fyrir rúmar þrettán milljónir punda en náði aðeins að spila í fjórtán leikjum með liðinu áður en hann fór aftur tveimur árum síðar. Staða Bale er vitaskuld ekki svo alvarleg en engu að síður hefur hann átt í erfiðleikum með að halda sér heilum eftir að hann kom frá Tottenham fyrir meira en 100 milljónir evra í sumar. Nú síðast fór Bale af velli í hálfleik í 2-0 sigri Real Madrid á Granada um helgina eftir að hann fékk spark í nárann. Enn er óvíst hvort að meiðsli Bale séu alvarleg en hann gat ekki æft eftir leikinn og verður ekki með í bikarleiknum gegn Espanyol í kvöld.Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, reyndi að gera lítið úr meiðslunum við spænsku pressuna en vildi þó ekki greina nánar frá þeim. Það er ekki í fyrsta sinn sem hann talar á þeim nótum en eftir að Bale meiddist á æfingu í desember var hann frá í þrjár vikur - þrátt fyrir að meiðslin hafi verið „smávægileg“. Bale hefur komið við sögu í 22 leikjum Real Madrid á tímabilinu til þessa. Þar af hefur hann spilað allar 90 mínúturnar í níu þeirra. Óttast er að tíð meiðsli Bale megi rekja til alvarlegri bakmeiðsla og að það sé aðeins tímaspursmál hvenær hann þurfi að leggjast undir hnífinn. Spænska blaðið AS fjallar um málið í dag og fullyrðir að sumir í læknaliði Real Madrid sjái ýmsar hliðstæður í meiðslum Bale og Woodgate.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Cristiano Ronaldo finnur til með Bale Cristiano Ronaldo biðlar til fólks að minnka pressuna á Gareth Bale sem Real Madrid keypti fyrir 85 milljónir punda frá Tottenham í haust. 22. október 2013 22:45 Real Madrid neitar því að Bale sé með brjósklos Real Madrid segir ekkert til í frétt Marca í morgun um að Gareth Bale sé kominn með brjósklos en velski vængmaðurinn hefur ekki spilað mikið með spænska stórliðinu síðan að Real Madrid gerði hann að dýrasta knattspyrnumanni heims. 12. október 2013 17:26 Gareth Bale: Ég get spilað enn betur Gareth Bale fór á kostum um helgina í forföllum Cristiano Ronaldo en hann skoraði þrennu og gaf stoðsendingu í 4-0 sigri Real Madrid á Real Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni. Bale ætlar sér að bæta sig enn frekar hjá Real Madrid. 2. desember 2013 14:30 Allir byrjuðu með ágætum nema Woodgate | Úttekt Eftir helgina hafa sex breskir leikmenn spilað fyrir spænska stórliðið Real Madrid. Gareth Bale skoraði í sínum fyrsta leik gegn Villarreal. 16. september 2013 08:00 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Cristiano Ronaldo finnur til með Bale Cristiano Ronaldo biðlar til fólks að minnka pressuna á Gareth Bale sem Real Madrid keypti fyrir 85 milljónir punda frá Tottenham í haust. 22. október 2013 22:45
Real Madrid neitar því að Bale sé með brjósklos Real Madrid segir ekkert til í frétt Marca í morgun um að Gareth Bale sé kominn með brjósklos en velski vængmaðurinn hefur ekki spilað mikið með spænska stórliðinu síðan að Real Madrid gerði hann að dýrasta knattspyrnumanni heims. 12. október 2013 17:26
Gareth Bale: Ég get spilað enn betur Gareth Bale fór á kostum um helgina í forföllum Cristiano Ronaldo en hann skoraði þrennu og gaf stoðsendingu í 4-0 sigri Real Madrid á Real Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni. Bale ætlar sér að bæta sig enn frekar hjá Real Madrid. 2. desember 2013 14:30
Allir byrjuðu með ágætum nema Woodgate | Úttekt Eftir helgina hafa sex breskir leikmenn spilað fyrir spænska stórliðið Real Madrid. Gareth Bale skoraði í sínum fyrsta leik gegn Villarreal. 16. september 2013 08:00