Fer fyrir Bale eins og Woodgate? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. janúar 2014 16:45 Gareth Bale gengur af velli eftir að hafa meiðst í leik með Real Madrid. Vísir/Getty Spænska pressan er strax byrjuð að líkja meiðslasögu Gareth Bale hjá Real Madrid við ófarir Jonathan Woodgate hjá félaginu á sínum tíma. Woodgate var keyptur til Real Madrid árið 2004 fyrir rúmar þrettán milljónir punda en náði aðeins að spila í fjórtán leikjum með liðinu áður en hann fór aftur tveimur árum síðar. Staða Bale er vitaskuld ekki svo alvarleg en engu að síður hefur hann átt í erfiðleikum með að halda sér heilum eftir að hann kom frá Tottenham fyrir meira en 100 milljónir evra í sumar. Nú síðast fór Bale af velli í hálfleik í 2-0 sigri Real Madrid á Granada um helgina eftir að hann fékk spark í nárann. Enn er óvíst hvort að meiðsli Bale séu alvarleg en hann gat ekki æft eftir leikinn og verður ekki með í bikarleiknum gegn Espanyol í kvöld.Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, reyndi að gera lítið úr meiðslunum við spænsku pressuna en vildi þó ekki greina nánar frá þeim. Það er ekki í fyrsta sinn sem hann talar á þeim nótum en eftir að Bale meiddist á æfingu í desember var hann frá í þrjár vikur - þrátt fyrir að meiðslin hafi verið „smávægileg“. Bale hefur komið við sögu í 22 leikjum Real Madrid á tímabilinu til þessa. Þar af hefur hann spilað allar 90 mínúturnar í níu þeirra. Óttast er að tíð meiðsli Bale megi rekja til alvarlegri bakmeiðsla og að það sé aðeins tímaspursmál hvenær hann þurfi að leggjast undir hnífinn. Spænska blaðið AS fjallar um málið í dag og fullyrðir að sumir í læknaliði Real Madrid sjái ýmsar hliðstæður í meiðslum Bale og Woodgate. Spænski boltinn Tengdar fréttir Cristiano Ronaldo finnur til með Bale Cristiano Ronaldo biðlar til fólks að minnka pressuna á Gareth Bale sem Real Madrid keypti fyrir 85 milljónir punda frá Tottenham í haust. 22. október 2013 22:45 Real Madrid neitar því að Bale sé með brjósklos Real Madrid segir ekkert til í frétt Marca í morgun um að Gareth Bale sé kominn með brjósklos en velski vængmaðurinn hefur ekki spilað mikið með spænska stórliðinu síðan að Real Madrid gerði hann að dýrasta knattspyrnumanni heims. 12. október 2013 17:26 Gareth Bale: Ég get spilað enn betur Gareth Bale fór á kostum um helgina í forföllum Cristiano Ronaldo en hann skoraði þrennu og gaf stoðsendingu í 4-0 sigri Real Madrid á Real Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni. Bale ætlar sér að bæta sig enn frekar hjá Real Madrid. 2. desember 2013 14:30 Allir byrjuðu með ágætum nema Woodgate | Úttekt Eftir helgina hafa sex breskir leikmenn spilað fyrir spænska stórliðið Real Madrid. Gareth Bale skoraði í sínum fyrsta leik gegn Villarreal. 16. september 2013 08:00 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira
Spænska pressan er strax byrjuð að líkja meiðslasögu Gareth Bale hjá Real Madrid við ófarir Jonathan Woodgate hjá félaginu á sínum tíma. Woodgate var keyptur til Real Madrid árið 2004 fyrir rúmar þrettán milljónir punda en náði aðeins að spila í fjórtán leikjum með liðinu áður en hann fór aftur tveimur árum síðar. Staða Bale er vitaskuld ekki svo alvarleg en engu að síður hefur hann átt í erfiðleikum með að halda sér heilum eftir að hann kom frá Tottenham fyrir meira en 100 milljónir evra í sumar. Nú síðast fór Bale af velli í hálfleik í 2-0 sigri Real Madrid á Granada um helgina eftir að hann fékk spark í nárann. Enn er óvíst hvort að meiðsli Bale séu alvarleg en hann gat ekki æft eftir leikinn og verður ekki með í bikarleiknum gegn Espanyol í kvöld.Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, reyndi að gera lítið úr meiðslunum við spænsku pressuna en vildi þó ekki greina nánar frá þeim. Það er ekki í fyrsta sinn sem hann talar á þeim nótum en eftir að Bale meiddist á æfingu í desember var hann frá í þrjár vikur - þrátt fyrir að meiðslin hafi verið „smávægileg“. Bale hefur komið við sögu í 22 leikjum Real Madrid á tímabilinu til þessa. Þar af hefur hann spilað allar 90 mínúturnar í níu þeirra. Óttast er að tíð meiðsli Bale megi rekja til alvarlegri bakmeiðsla og að það sé aðeins tímaspursmál hvenær hann þurfi að leggjast undir hnífinn. Spænska blaðið AS fjallar um málið í dag og fullyrðir að sumir í læknaliði Real Madrid sjái ýmsar hliðstæður í meiðslum Bale og Woodgate.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Cristiano Ronaldo finnur til með Bale Cristiano Ronaldo biðlar til fólks að minnka pressuna á Gareth Bale sem Real Madrid keypti fyrir 85 milljónir punda frá Tottenham í haust. 22. október 2013 22:45 Real Madrid neitar því að Bale sé með brjósklos Real Madrid segir ekkert til í frétt Marca í morgun um að Gareth Bale sé kominn með brjósklos en velski vængmaðurinn hefur ekki spilað mikið með spænska stórliðinu síðan að Real Madrid gerði hann að dýrasta knattspyrnumanni heims. 12. október 2013 17:26 Gareth Bale: Ég get spilað enn betur Gareth Bale fór á kostum um helgina í forföllum Cristiano Ronaldo en hann skoraði þrennu og gaf stoðsendingu í 4-0 sigri Real Madrid á Real Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni. Bale ætlar sér að bæta sig enn frekar hjá Real Madrid. 2. desember 2013 14:30 Allir byrjuðu með ágætum nema Woodgate | Úttekt Eftir helgina hafa sex breskir leikmenn spilað fyrir spænska stórliðið Real Madrid. Gareth Bale skoraði í sínum fyrsta leik gegn Villarreal. 16. september 2013 08:00 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira
Cristiano Ronaldo finnur til með Bale Cristiano Ronaldo biðlar til fólks að minnka pressuna á Gareth Bale sem Real Madrid keypti fyrir 85 milljónir punda frá Tottenham í haust. 22. október 2013 22:45
Real Madrid neitar því að Bale sé með brjósklos Real Madrid segir ekkert til í frétt Marca í morgun um að Gareth Bale sé kominn með brjósklos en velski vængmaðurinn hefur ekki spilað mikið með spænska stórliðinu síðan að Real Madrid gerði hann að dýrasta knattspyrnumanni heims. 12. október 2013 17:26
Gareth Bale: Ég get spilað enn betur Gareth Bale fór á kostum um helgina í forföllum Cristiano Ronaldo en hann skoraði þrennu og gaf stoðsendingu í 4-0 sigri Real Madrid á Real Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni. Bale ætlar sér að bæta sig enn frekar hjá Real Madrid. 2. desember 2013 14:30
Allir byrjuðu með ágætum nema Woodgate | Úttekt Eftir helgina hafa sex breskir leikmenn spilað fyrir spænska stórliðið Real Madrid. Gareth Bale skoraði í sínum fyrsta leik gegn Villarreal. 16. september 2013 08:00