Handbolti

Guðjón Valur verður ekki markakóngur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðjón Valur skorar í stórsigri á Austurríki á EM.
Guðjón Valur skorar í stórsigri á Austurríki á EM. Vísir/Daníel
Spánverjinn Joan Canellas er orðinn markahæsti leikmaðurinn á Evrópumótinu í handknattleik. Canellas skoraði átta mörk fyrir landslið sitt í sigri á Króötum í leiknum um bronsið.

Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur fyrir lokadaginn með 44 mörk en Canellas hafði skorað 42 mörk. Spánverjinn skoraði hins vegar heil sjö mörk í fyrri hálfleiknum og eitt í þeim sigri. Hann er því kominn með 50 mörk á mótinu.

Guðjón Valur klúðraði þremur skotum í röð í leiknum gegn Pólverjum um fimmta sætið. Í kjölfarið var honum skipt af velli fyrir Stefán Rafn Sigurmannsson. Hann var hins vegar fyrr í dag valinn í úrvalslið mótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×