Sport

Hátíðleg athöfn í rússneska sendiráðinu | Myndir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
María og Einar Kristinn í sendiráðinu í gær.
María og Einar Kristinn í sendiráðinu í gær. Vísir/Vilhelm
Andrei V. Tsyganov, sendiherra Rússlands á Íslandi, bauð til veislu í Sendiráði Rússa í gær í tilefni þess að tilkynnt var um keppendur Íslands á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí.

Brynjar Jökull Guðmundsson, Einar Kristinn Kristgeirsson, María Guðmundsdóttir, Helga María Vilhjálmsdóttir og Sævar Birgisson verða fulltrúar Íslands á leikunum sem hefjast þann 7. febrúar. Þetta var tilkynnt í hófi sem haldið var í sendiráði Rússlands í Garðastræti í gær.

Fjölgað gæti um einn í landsliðshópi Íslands í dag þegar í ljós kemur hvort Íslandi verði úthlutað auka sæti á leikunum. Hópurinn heldur utan á sunnudaginn.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, myndaði athöfnina í gær.

Sendiherrann ræðir málin við aðstoðarmann sinn í gær.Vísir/Vilhelm
Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, og Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ.Vísir/Vilhelm
Brynjar Jökull og Sævar eru elstir í íslenska hópnum. Þeir eru báðir 24 ára.Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×