Lífið

Sveinn Andri fékk sér stærðarinnar húðflúr

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Það var Fjölnir Tattú sem flúraði Svein Andra og tók það um fjórar klukkustundir.
Það var Fjölnir Tattú sem flúraði Svein Andra og tók það um fjórar klukkustundir.
Svo virðist sem hæstaréttarlögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson sé kominn með húðflúrsbakteríuna. Hann hefur nú fengið sér stærðarinnar húðflúr á öxlina og stefnir á fleiri.

„Já þetta er bara byrjunin,“ segir Sveinn í samtali við Vísi. „Þetta er fyrsti áfangi af svona „hálfsleeve“ sem ég ætla að fá mér.“

Fyrir er Sveinn með nafn bróður síns húðflúrað á vinstri handlegginn en nýja flúrið hefur að sögn lögmannsins enga persónulega merkingu.

„Þetta er svona tribal-munstur frá Samóaeyjum. Þeir voru með svona tattúverað framan í sér, gömlu ættarhöfðingjarnir. Mig hefur alltaf langað í þetta.“

Það var Fjölnir Tattú sem flúraði Svein Andra og tók það um fjórar klukkustundir. En var þetta ekkert vont?

„Þetta var ekkert þægilegt en maður beit bara á jaxlinn. Ég var orðinn svolítið aumur í lokin.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×