Sotsjí er öruggasti staðurinn á jörðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2014 23:00 Lögreglan er á hverju götuhorni í Sotsjí. Vísir/NordicPhotos/Getty Íþróttafólkið er farið að týnast til Sotsjí í Rússlandi þar sem að Vetrarólympíuleikarnir verða settir í lok næstu viku. Rússar ætla að sjá til þess að öll öryggisgæsla verði fyrsta flokks og jafnvel enn betri en það. Það verða meira en fimmtíu þúsund hermenn og lögreglumenn að vinna við leikana og Dmitry Chernyshenko, yfirmaður framkvæmdanefndar leikanna í Sotsjí sagði við blaðamenn í gær að borgin væri tilbúin. „Sotsjí er núna öruggasti staður á jörðinni," sagði Dmitry Chernyshenko meðal annars á blaðamannafundinum. Sotsjí er í suður Rússlandi og nálægt sögulegum átakasvæðum og það fór um marga eftir hryðjuverkaárás í Volograd á dögunum en sú borg er 675 kílómetrum norður af Sotsjí. Að minnsta kosti 34 létust í þessari hryðjuverkaárás. Margir af íþróttamönnunum segjast hafa ráðlagt fjölskyldum og vinum að sleppa því að koma til Sotsjí vegna ótta um öryggi þeirra en þrátt fyrir það segir Chernyshenko að miðasala gangi vel og þegar hafi 70 prósent miða á leikana selst. 20 prósent miðanna er haldið eftir fyrir keppnisdagana sjálfa. Forráðamenn leikanna fullvissa alla við öll tækifæri að öryggisgæslan sé og verði frábær í Sotsjí og í dag þykja ekki vera miklar líkur á því að sjálfir keppnisstaðirnir verðir fyrir árás. Fréttir af "Svörtum ekkjum" hafa samt vakið óhug en samkvæmt þeim á fólk sem hyggur á sjálfsmorðsárásir að vera þegar komið til Sotsjí-borgar. Hryðjuverkaumræðan verður því eflaust allan tímann hluti að umfjöllum um Vetrarólympíuleikana í ár.Vísir/NordicPhotos/GettyVísir/NordicPhotos/GettyVísir/NordicPhotos/Getty Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira
Íþróttafólkið er farið að týnast til Sotsjí í Rússlandi þar sem að Vetrarólympíuleikarnir verða settir í lok næstu viku. Rússar ætla að sjá til þess að öll öryggisgæsla verði fyrsta flokks og jafnvel enn betri en það. Það verða meira en fimmtíu þúsund hermenn og lögreglumenn að vinna við leikana og Dmitry Chernyshenko, yfirmaður framkvæmdanefndar leikanna í Sotsjí sagði við blaðamenn í gær að borgin væri tilbúin. „Sotsjí er núna öruggasti staður á jörðinni," sagði Dmitry Chernyshenko meðal annars á blaðamannafundinum. Sotsjí er í suður Rússlandi og nálægt sögulegum átakasvæðum og það fór um marga eftir hryðjuverkaárás í Volograd á dögunum en sú borg er 675 kílómetrum norður af Sotsjí. Að minnsta kosti 34 létust í þessari hryðjuverkaárás. Margir af íþróttamönnunum segjast hafa ráðlagt fjölskyldum og vinum að sleppa því að koma til Sotsjí vegna ótta um öryggi þeirra en þrátt fyrir það segir Chernyshenko að miðasala gangi vel og þegar hafi 70 prósent miða á leikana selst. 20 prósent miðanna er haldið eftir fyrir keppnisdagana sjálfa. Forráðamenn leikanna fullvissa alla við öll tækifæri að öryggisgæslan sé og verði frábær í Sotsjí og í dag þykja ekki vera miklar líkur á því að sjálfir keppnisstaðirnir verðir fyrir árás. Fréttir af "Svörtum ekkjum" hafa samt vakið óhug en samkvæmt þeim á fólk sem hyggur á sjálfsmorðsárásir að vera þegar komið til Sotsjí-borgar. Hryðjuverkaumræðan verður því eflaust allan tímann hluti að umfjöllum um Vetrarólympíuleikana í ár.Vísir/NordicPhotos/GettyVísir/NordicPhotos/GettyVísir/NordicPhotos/Getty
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira