Innlent

Forsetahjónin verða viðstödd í Sotsjí

Stefán Árni Pálsson skrifar
Forsetahjónin fara til Sotsjí.
Forsetahjónin fara til Sotsjí. visir/Anton Brink
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson,  og Dorrit Moussaieff, forsetafrú, hafa þegið boð Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Alþjóðaólympíunefndarinnar um að vera viðstödd upphaf Vetrarólympíuleikanna í Sochi.

Forsetahjónin munu sækja móttökuathöfn fyrir íslensku keppendurna, setningarhátíð leikanna og fylgjast með keppnisgreinum fyrstu dagana.

Jafnframt mun forseti eiga fundi með nokkrum þjóðarleiðtogum sem einnig sækja leikana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×