55 ára prins ætlar að keppa fyrir Mexíkó á ÓL í Sotsjí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2014 23:30 Prins Hubertus of Hohenlohe-Langenburg sést hér eftir að hafa komið í mark á síðustu Vetrarólympíuleikum þá aðeins 51 árs. Vísir/NordicPhotos/Getty Prins Hubertus of Hohenlohe-Langenburg er á leiðinni til Rússlands þar sem hann ætlar að keppa í alpagreinum. Þetta er kannski ekki fréttnæmt nema vegna þess að hann er 55 ára gamall og eini keppandi Mexíkó á öðrum Vetrarólympíuleikunum í röð. Hohenlohe stofnaði Skíðasamband Mexíkó árið 1981 og hefur síðan tekið þátt í fimm Vetrarólympíuleikum fyrir hönd Mexíkó. Hann var með á ÓL í Sarajevo 1984, ÓL í Calgary 1988, ÓL í Albertville 1992, ÓL í Lillehammer 1994 og ÓL í Vancouver 2010 þar sem hann var eins og nú eini keppandinn frá sínu landi. Aðalástæðan fyrir því að prinsinn Hubertus of Hohenlohe-Langenburg mætir á Vetrarólympíuleikana segir hann vera til þess að vekja athygli á vetrargreinunum í heitu löndunum í heiminum. Það er hinsvegar ekki mikið um snjó í Mexíkó eins og allir vita. Þetta verða sjöttu Ólympíuleikarnir hans en fyrir fjórum árum varð hann 46. í svigi og 78. í stórsvigi. Bestum árangri náði hann í Sarajevo 1984 þegar hann varð í 26. sæti í svigi. Hubertus of Hohenlohe-Langenburg er fæddur 2. febrúar 1959 og verður annar elsti keppandinn á Vetrarólympíuleikunum frá upphafi þegar hann rennir sér niður brekkuna á ÓL í Sotsjí. Hohenlohe-Langenburg er ekki bara skíðamaður og þýskur prins því hann er einnig ljósmyndari, viðskiptamaður og poppsöngvari sem kemur undir nöfnunum Andy Himalaya eða Royal Disaster, Konunglega stórslysið. Þeir sem hafa áhuga á tónlistarferli kappans geta smellt hér fyrir neðan á myndband hans við lagið Higher than Mars.Vísir/NordicPhotos/GettyVísir/NordicPhotos/GettyVísir/NordicPhotos/Getty Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira
Prins Hubertus of Hohenlohe-Langenburg er á leiðinni til Rússlands þar sem hann ætlar að keppa í alpagreinum. Þetta er kannski ekki fréttnæmt nema vegna þess að hann er 55 ára gamall og eini keppandi Mexíkó á öðrum Vetrarólympíuleikunum í röð. Hohenlohe stofnaði Skíðasamband Mexíkó árið 1981 og hefur síðan tekið þátt í fimm Vetrarólympíuleikum fyrir hönd Mexíkó. Hann var með á ÓL í Sarajevo 1984, ÓL í Calgary 1988, ÓL í Albertville 1992, ÓL í Lillehammer 1994 og ÓL í Vancouver 2010 þar sem hann var eins og nú eini keppandinn frá sínu landi. Aðalástæðan fyrir því að prinsinn Hubertus of Hohenlohe-Langenburg mætir á Vetrarólympíuleikana segir hann vera til þess að vekja athygli á vetrargreinunum í heitu löndunum í heiminum. Það er hinsvegar ekki mikið um snjó í Mexíkó eins og allir vita. Þetta verða sjöttu Ólympíuleikarnir hans en fyrir fjórum árum varð hann 46. í svigi og 78. í stórsvigi. Bestum árangri náði hann í Sarajevo 1984 þegar hann varð í 26. sæti í svigi. Hubertus of Hohenlohe-Langenburg er fæddur 2. febrúar 1959 og verður annar elsti keppandinn á Vetrarólympíuleikunum frá upphafi þegar hann rennir sér niður brekkuna á ÓL í Sotsjí. Hohenlohe-Langenburg er ekki bara skíðamaður og þýskur prins því hann er einnig ljósmyndari, viðskiptamaður og poppsöngvari sem kemur undir nöfnunum Andy Himalaya eða Royal Disaster, Konunglega stórslysið. Þeir sem hafa áhuga á tónlistarferli kappans geta smellt hér fyrir neðan á myndband hans við lagið Higher than Mars.Vísir/NordicPhotos/GettyVísir/NordicPhotos/GettyVísir/NordicPhotos/Getty
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira