Sport

Loch sá við heimamanninum | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Felix Loch frá Þýskalandi varði í dag Ólympíumeistaratitil sinn í karlaflokki í Luge sleðakeppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí.

Loch, sem er 24 ára gamall, varð yngsti Ólympíumeistari sögunnar í greininni í Vancouver fyrir fjórum árum síðan og er þar að auki áttfaldur heimsmeistari í bæði einstaklings- og liðakeppni.

Albert Demchenko, 42 ára gamall Rússi, vann silfurverðlaun og var vel fagnað af heimamönnum. Hann á ótrúlegan feril að baki enda var hann að keppa á sínum sjöundu Vetrarólympíuleikum. Hann hafði áður unnið silfur í sömu grein á leikunum í Vancouver árið 2006.

Annar reynslubolti, Armin Zoeggeler frá Ítalíu, vann brons honum hefur tekist að komast á verðlaunapall í greininni á öllum Vetrarólympíuleikum síðan 1994.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×