Sport

Yfirburðir Kuzminu í skíðaskotfimi | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Anastasiya Kuzmina frá Slóvakíu varði í dag Ólympíumeistaratitil sinn í 7,5 km skíðaskotfimi.

Hún sýndi mikla yfirburði í keppninni og var 19,9 sekúndum á undan Olgu Vilukhina frá Rússlandi sem hlaut silfur. Úkraínukonan Vita Semerenko varð svo þriðja.

Eins og sést í meðfylgjandi myndbandi gerði Kuzmina engin mistök í dag og hitti úr öllum tíu skotum sínum.

Kuzmina vann gull í sömu grein á leikunum í Vancouver fyrir fjórum árum og bætti svo við silfurverðlaunum í 10 km skíðaskotfimi (e. pursuit). Keppt verður í þeirri grein á þriðjudag.

Kuzmina er fædd í Rússlandi en bróðir hennar, Anton Shipulin, keppir fyrir rússneska keppnisliðið í skíðaskotfimi. Hann missti naumlega af verðlaunum í gær en hann varð í fjórða sæti í 7,5 km skíðaskotfimi - tæpri sekúndu á eftir Jaroslav Soukup sem fékk brons.


Tengdar fréttir

Björndalen jafnaði met Dæhlie

Hinn fertugi Ole Einar Björndalen vann í dag sín tólftu verðlaun á Vetrarólympíuleikum og jafnaði þar með árangur landa síns, Björn Dæhlie.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×