Sport

Annar hollenskur sigur í skautahlaupi | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Irene Wüst vann gullverðlaun í 3000 m skautahlaupi kvenna í dag og heldur því sigurganga Hollendinga í greininni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí áfram.

Með sigrinum varð Wüst sigursælasta skautakona Hollands frá upphafi en þetta voru hennar fjórðu verðlaun á Ólympíuleikum frá upphafi.

Hún vann gull í sömu grein á leikunum í Tórínó árið 2006 og vann þá einnig brons í 1500 m skautahlaupi. Wüst vann svo gull í 1500 m á leikunum í Vancouver fyrir fjórum árum en hún á einnig fjölda verðlauna frá heims- og Evrópumeistarakeppnum.

Hollendingar unnu þrefalt í 5000 m skautahlaupi karla í gær en þar varð Sven Kramer hlutskarpastur.

Wüst fór vegalengdina á 4:00,34 mínútum í dag en í öðru sæti varð hin tékkneska Martina Sablikova á 4:01,95 mínútum. Olga Graf frá Rússlandi hlaut brons á 4:03,47 mínútum.

Þetta voru fyrstu verðlaun Rússa á leikunum í Sotsjí.


Tengdar fréttir

Kramer í sögubækurnar

Hollendingurinn Sven Kramer varð í dag aðeins annar maðurinn frá upphafi til að verja Ólympíumeistaratitil í 5000 m skautahlaupi karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×