Sport

Bandaríkin fékk aftur gull í brekkufimi | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Snjóbrettakonan Jamie Anderson fagnaði sigri í brekkufimi kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í morgun.

Anderson var einna sigurstranglegust í keppninni í morgun og fékk 95,25 stig fyrir seinni ferð sína í úrslitum en það dugði til að tryggja henni sigur.

Enni Rukajarvi frá Finnlandi varð önnur með 92,50 stig og Jenny Jones frá Bretlandi þriðja með 87,25 stig.

Sarka Pancochova frá Tékklandi var í fyrsta sæti eftir fyrri ferðina en náði sér ekki á strik í þeirri seinni.

Úrslitin eru söguleg fyrir Breta sem unnu í morgun sín fyrstu verðlaun á Vetrarólympíuleikum utan skautasvellsins.

Þetta var einnig í fyrsta sinn sem keppt er í greininni á Ólympíuleikum en í gær vann Bandaríkin gull í brettafimi karla þegar Sage Kotsenburg bar sigur úr býtum.


Tengdar fréttir

Kotsenburg náði í fyrsta gullið | Myndband

Snjóbrettakappinn Sage Katsenburg frá Bandaríkjunum vann fyrstu gullverðlaun Vetrarólympíuleikanna í Sotsjí er hann bar sigur úr býtum í brekkufimi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×