Sport

Jamaíkumenn fengu próteinduft í augun

Jamaíkumenn á fleygiferð í dag.
Jamaíkumenn á fleygiferð í dag. vísir/getty
Athygli margra Ólympíuáhugamanna er á bobsleðaliði Jamaíka. Eins og kunnugt er fór Ólympíuævintýri þeirra ekki vel af stað þar sem farangur liðsins skilaði sér seint.

Þar af leiðandi gat liðið ekki byrjað að æfa á réttum tíma sem var bagalegt þar sem liðið þarf á því að halda að æfa.

Allur búnaður er nú loksins kominn og Jamaíkumennirnir gátu æft í Ólympíubrautinni í dag.

Það var samt ekki nóg með að liðið skildi ekki fá búnað og farangur seint því illa var farið með farangurinn. Búið var að opna dósir með fæðubótarefnum og hella úr þeim yfir fötin þeirra.

Er þeir settu á sig hjálmana í dag þá hrundi duft úr hjálmunum yfir menn og í auga að minnsta kosti eins þeirra. Líf og fjör og greinilega kominn grunnur að Cool Runnings 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×