Sérstaða Íslands við fisksölu hefur tapast Svavar Hávarðsson skrifar 4. febrúar 2014 17:37 Umhverfi sölumála í sjávarútvegi hefur gjörbreyst á tiltölulega stuttum tíma. Fréttablaðið/Valli Markaðssetning íslenskra sjávarafurða er ekki eins markviss og árangursrík eftir að stóru sölusamtökin hurfu af sviðinu. Norðmenn og Rússar hafa unnið upp forskot Íslands í sjófrystingu. Afli smábáta skiptir miklu máli í markaðssetningu. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, framkvæmdastjóra Iceland Seafood á Íslandi, á fundi atvinnuveganefndar Alþingis. Þar var staða sjávarútvegs til umfjöllunar á breiðum grundvelli. Bjarni var spurður á fundinum hvort breytt fyrirkomulag sölumála ynni gegn hagsmunum greinarinnar, en allt til síðustu aldamóta hafði Ísland sérstöðu í útflutningsmálum sjávarafurða. „Ég tel að markaðssetningu íslenskra sjávarafurða hafi sett niður, samanborið við þann tíma sem sterk sölusamtök voru samnefnari fyrir íslenskan fisk, og menn þekktu vörumerkin. Því miður verður það að viðurkennast að við höfum ekki þessa sterku stöðu sem var,“ sagði Bjarni. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona Vinstri grænna, innti Bjarna eftir því hvaða hlutverki smábátaútgerðin hefði í stóru samhengi markaðsmála fyrir íslenskan fisk, ekki síst í ljósi kröfu um rekjanleika og gæðavottun og hvort tækifæri liggi í því smáa sem verðmætari vöru. Bjarni sagði smábátaaflann mjög mikilvægan í markaðssetningu. „Menn eru alltaf að tala um að afhendingaröryggi í sjávarútvegi sé mikilvægt, og það má spyrja, ef afli smábáta dytti út af mörkuðum yfir sumarið, hvað hægt væri að bjóða. En þessi afli er lykillinn að því að við getum boðið ferskan fisk á ársgrundvelli,“ sagði Bjarni og bætti við að afli smábáta tengdist vissulega líka aukinni kröfu um rekjanleika sjávarfangs þar sem neytandinn vill vita hvar fiskurinn er dreginn á land og af hverjum. „Þetta styður hvort annað, stórt og smátt.“ Bjarni sagði að Norðmönnum og Rússum hefði tekist að vinna upp forskot Íslands í sjófrystingu, og sáralítill munur væri á gæðum á milli landa. Ólíkt því sem var. „Sérstaðan okkar er núna í línufiski og gámafiski og það er ekki tilviljun að stór félög eru að kaupa línuskip.“Fáir stórir önnuðust umboðssölu Ísland hafði nokkra sérstöðu þegar kom að útflutningi sjávarfangs, en hann var í höndum stórra sölusamtaka eins og Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf. (nú Icelandic), Íslenskra sjávarafurða og SÍF hf. Tvö síðarnefndu fyrirtækin voru sameinuð og starfa nú undir nafninu Iceland Seafood International. Hugsunin á bak við þessi samtök var í grundvallaratriðum sú að þau væru eins og söluskrifstofur framleiðenda en afurðirnar voru seldar í umboðssölu. Upp úr 1990 fóru fyrirtæki í útgerð og fiskvinnslu í auknum mæli sjálf að annast sölumál afurða sinna. Stóru sölusamtökin fóru í kjölfarið að breyta um áherslur í rekstri. Í dag starfa á fjórða tug fyrirtækja sem stunda sölu og markaðssetningu á sjávarafurðum frá Íslandi, en hjá þessum fyrirtækjum starfa um 250 manns.Heimild: Íslenski sjávarklasinn Sjávarútvegur Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Erlent Fleiri fréttir Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Sjá meira
Markaðssetning íslenskra sjávarafurða er ekki eins markviss og árangursrík eftir að stóru sölusamtökin hurfu af sviðinu. Norðmenn og Rússar hafa unnið upp forskot Íslands í sjófrystingu. Afli smábáta skiptir miklu máli í markaðssetningu. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, framkvæmdastjóra Iceland Seafood á Íslandi, á fundi atvinnuveganefndar Alþingis. Þar var staða sjávarútvegs til umfjöllunar á breiðum grundvelli. Bjarni var spurður á fundinum hvort breytt fyrirkomulag sölumála ynni gegn hagsmunum greinarinnar, en allt til síðustu aldamóta hafði Ísland sérstöðu í útflutningsmálum sjávarafurða. „Ég tel að markaðssetningu íslenskra sjávarafurða hafi sett niður, samanborið við þann tíma sem sterk sölusamtök voru samnefnari fyrir íslenskan fisk, og menn þekktu vörumerkin. Því miður verður það að viðurkennast að við höfum ekki þessa sterku stöðu sem var,“ sagði Bjarni. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona Vinstri grænna, innti Bjarna eftir því hvaða hlutverki smábátaútgerðin hefði í stóru samhengi markaðsmála fyrir íslenskan fisk, ekki síst í ljósi kröfu um rekjanleika og gæðavottun og hvort tækifæri liggi í því smáa sem verðmætari vöru. Bjarni sagði smábátaaflann mjög mikilvægan í markaðssetningu. „Menn eru alltaf að tala um að afhendingaröryggi í sjávarútvegi sé mikilvægt, og það má spyrja, ef afli smábáta dytti út af mörkuðum yfir sumarið, hvað hægt væri að bjóða. En þessi afli er lykillinn að því að við getum boðið ferskan fisk á ársgrundvelli,“ sagði Bjarni og bætti við að afli smábáta tengdist vissulega líka aukinni kröfu um rekjanleika sjávarfangs þar sem neytandinn vill vita hvar fiskurinn er dreginn á land og af hverjum. „Þetta styður hvort annað, stórt og smátt.“ Bjarni sagði að Norðmönnum og Rússum hefði tekist að vinna upp forskot Íslands í sjófrystingu, og sáralítill munur væri á gæðum á milli landa. Ólíkt því sem var. „Sérstaðan okkar er núna í línufiski og gámafiski og það er ekki tilviljun að stór félög eru að kaupa línuskip.“Fáir stórir önnuðust umboðssölu Ísland hafði nokkra sérstöðu þegar kom að útflutningi sjávarfangs, en hann var í höndum stórra sölusamtaka eins og Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf. (nú Icelandic), Íslenskra sjávarafurða og SÍF hf. Tvö síðarnefndu fyrirtækin voru sameinuð og starfa nú undir nafninu Iceland Seafood International. Hugsunin á bak við þessi samtök var í grundvallaratriðum sú að þau væru eins og söluskrifstofur framleiðenda en afurðirnar voru seldar í umboðssölu. Upp úr 1990 fóru fyrirtæki í útgerð og fiskvinnslu í auknum mæli sjálf að annast sölumál afurða sinna. Stóru sölusamtökin fóru í kjölfarið að breyta um áherslur í rekstri. Í dag starfa á fjórða tug fyrirtækja sem stunda sölu og markaðssetningu á sjávarafurðum frá Íslandi, en hjá þessum fyrirtækjum starfa um 250 manns.Heimild: Íslenski sjávarklasinn
Sjávarútvegur Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Erlent Fleiri fréttir Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Sjá meira