Körfubolti

ÍR-ingar höfðu betur á Króknum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
ÍR-ingar eru komnir í bikarúrslit.
ÍR-ingar eru komnir í bikarúrslit. Vísir/Vilhelm
Breiðhyltingar sýndu klærnar í síðari hálfleik þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik Powerade-bikars karla með sigri á Tindastóli á Sauðárkróki, 87-79.

Tindastóll, sem spilar í 1. deild, leiddi 23-14 að loknum fyrsta fjórðungi og enn voru heimamenn með frumkvæðið í hálfleik þegar staðan var 41-35 fyrir Stólana.

Heimamenn með Antoine Proctor í farabroddi missti þó tökin á leiknum í þriðja leikhluta. Að honum loknum höfðu ÍR-ingar náð 60-56 en þó allt í járnum.

Breiðhyltingum tókst þó að halda forystu sinni í lokafjórðungnum og var sigurinn aldrei í hættu. Nigel Moore setti 18 stig fyrir gestina og Matthías Orri Sigurðsson 17. Þá tók Moore 14 fráköst. Þá átti Hjalti Friðiksson góðan leik með 15 stig og 10 fráköst.

Proctor skoraði 27 stig fyrir Stólana og tók 8 fráköst. Þá var Helgi Margeirsson með 18 stig.

ÍR-ingar mæta Grindavík í úrslitaleiknum í Laugardalshöllinni þann 22. febrúar. Grindavík lagði Þór frá Þorlákshöfn í hinni undanúrslitaviðureigninni í Röstinni í kvöld.

Tindastóll-ÍR 79-87 (23-14, 18-21, 15-25, 23-27)

Tindastóll: Antoine Proctor 27/8 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 18, Pétur Rúnar Birgisson 11/8 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 8/4 fráköst, Darrell Flake 8/7 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 7/9 fráköst.

ÍR: Nigel Moore 18/14 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 17/8 fráköst/5 stoðsendingar, Hjalti Friðriksson 15/10 fráköst, Ragnar Örn Bragason 15, Sveinbjörn Claessen 11, Vilhjálmur Theodór Jónsson 6, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 5.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×