Sport

Þrjú sæti og fjórar sekúndur milli Einars og Brynjars | Myndband

Einar Kristinn Kristgeirsson endaði í 56. sæti í stórsvigi á ÓL í Sotsjí en Brynjar Jökull Guðmundsson í 59. sæti.

Íslensku srákarnir voru í 63. og 65. sæti fyrir seinni ferðina í dag af þeim 79 keppendum sem fengu að fara aftur niður fjallið.

Samanlagður tími Einars var 3:05,45 mínútur og Brynjar Jökull fór ferðirnar tvær samanlagt á 3:09,61 mínútum. Einar var ríflega 20 sekúndum á eftir Ólympíumeistaranum Ted Ligety frá Bandaríkjunum.

Í heildina endaði Einar Kristinn í 56. sæti og Brynjar Jökull í 59. sæti af þeim 72 keppendum sem kláruðu seinni ferðina.

Fín frammistaða hjá strákunum sem ætla sér báðir stærri hluti í sviginu á laugardaginn.

Einar Kristinn á fullri ferð í Sotsjí í dag.Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 12

Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en tólfti keppnisdagur leikanna er í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×