Sport

Fyrsta gullið til Bandaríkjanna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
David Wise skrifaði nafn sitt í sögubækurnar eftir að hann vann fyrstu gullverðlaun í skíðafimi í hálfpípu á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í kvöld.

Keppt var við erfiðar aðstæður í Rússlandi en snjórinn var blautur og lítið skyggni í slyddunni.

Wise náði 92 stigum strax í fyrri ferð sinni og það dugði á endanum til sigurs enda versnaði veðrið eftir því sem leið á keppnina. Sigur hans kom þó ekki á óvart en hann er þrefaldur sigurvegari á X Games-leikunum.

Mike Riddle frá Kanada fékk silfur og Frakkinn Kevin Rolland vann til bronsverðlauna.

Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 11

Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en ellefti keppnisdagur leikanna er í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×