Körfubolti

Bárður ætlar ekki að þjálfa Stólana næsta vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bárður Eyþórsson.
Bárður Eyþórsson. Vísir/Stefán
Bárður Eyþórsson, þjálfari 1. deildarliðs Tindastóls, er á förum frá félaginu í sumar þrátt fyrir að hann sé á góðri leið að skila liðinu upp í Domnios-deild karla í körfubolta.

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls tilkynnti það í dag á heimasíðu sinni að Bárður hafi tekið þá ákvörðun að framlengja ekki samning sinn við Tindastól.

„Harmar stjórn kkd þessa ákvörðun Bárðar enda var aldrei í huga stjórnar annað en að framlengja við Bárð. En stjórn kkd vill að það komi fram að engin óánægja er á milli þjálfarans og stjórnar, er þetta alfarið ákvörðum Bárðar," segir í fréttinni.

Tindastóll er með fjögurra stiga forystu í 1. deild karla og hefur unnið 13 af 14 leikjum sínum í deildinni. Liðið fór ennfremur í undanúrslit bikarsins þar sem munaði litli að liðið yrði fyrsta b-deildarliðið til að spila til úrslita í bikarkeppninni.

„Stjórn kkd er mjög ánægð með störf Bárðar og þykir leitt að sú samvinna sé að verða á enda komin. Það eru 4 leikir eftir í 1 deildinni og klára verður þá með sæmd og koma liðinu upp á meðal þeirra bestu aftur, þar sem við eigum klárlega heima," segir ennfremur í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×