Sport

Maze með gull númer tvö á ÓL í Sotsjí | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Slóveninn Tina Maze vann sitt annað gull á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi í dag þegar hún tryggði sér sigur í stórsvigi.

Maze kom í mark aðeins sjö hundraðshlutum á undan Önnu Fenninger frá Austurríki sem átti einnig möguleika á að vinna sitt annað gull. Maze vann brunið í Sotsjí en Fenninger vann risasvigið sem var síðasta grein á undan þessari.

Hin þýska Viktoria Rebensburg náði bestum tíma í þriðja sætinu og hækkaði sig úr sjötta sæti upp í það þriðja. Hún náði bronsinu á undan hinni ítölsku Nadiu Fanchini sem var þriðja eftir fyrri ferðina.  

Tina Maze vann silfur í þessari grein í Vancouver fyrir fjórum árum en nú kom gullið. Maze náði bestum tíma í fyrri ferðinni og skíðaði síðan öruggt í seinni ferðinni.

Maze, sem er þrítug, náði reyndar aðeins ellefta besta tímanum í seinni ferðinni en lifði á frábærri fyrri ferð og tryggði sér gullið. Það má sjá sigurferð hennar í myndbandinu hér fyrir ofan.

Vísir/Getty
Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×