Sport

Helga María og Erla kláruðu báðar fyrri ferðina | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helga María Vilhjálmsdóttir og Erla Ásgeirsdóttir eru báðar búnar með fyrri ferðina í stórsvigi á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi.

Helga María stóð sig mun betur en þær komust báðar í mark og verða því með þegar seinni umferðina fer fram seinna í dag. 74 af 90 keppendum kláruðu keppnina í dag.

Helga María er í 51. sæti eftir fyrri ferðina en hún kom í mark á 1:26.39 mínútum en hún var 8.51 sekúndum á eftir Tinu Maze sem er í forystu eftir fyrri ferðina.

Erla kláraði einnig brautina og kom í mark í 57. sæti á 1:30.15 mínútum eða 12.27 sekúndum á eftir Maze og rúmum þremur og hálfri sekúndu á eftir Helgu Maríu.

Erla er að keppa í sinni fyrstu grein á Vetrarólympíuleikum en Helga María náði 29. sæti í risasviginu um helgina.

Það er hægt að sjá báðar íslensku stelpurnar skíða niður í myndbandinu hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×