Sport

"John Candy hefði verið stoltur“ | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jamaíska bobsleðaliðið hafnaði í 29. sæti í keppni í tvímenningi á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í dag.

Jamaíka var reyndar neðst af keppnisliðunum 30 fyrir þriðju umferðina í dag en þar sem að serbneska liðið dró sig úr keppninni eftir aðra umferð hafnaði Jamaíka í 29. sæti.

Þeir Marvin Dixon og Winston Watts, sem er 46 ára gamall, voru sex og hálfri sekúndu á eftir rússneska parinu sem bar sigur úr býtum í keppninni í dag.

Jamaíska keppnisliðið hefur vakið heimsathygli enda á liðið marga aðdáendur vegna kvikmyndarinnar Cool Runnings sem var gerð árið 1993 um þátttöku þess á leikunum í Calgary árið 1988.

John Candy heitinn lék aðalhlutverkið í myndinni og segir enskumælandi lýsandi í myndskeiðinu í spilaranum hér fyrir ofan að hann hefði orðið stoltur af frammistöðu þeirra Dixon og Watts í dag.


Tengdar fréttir

Rússneskt gull í tvímenningi

Hinn 39 ára Alexander Zubkov frá Rússlandi vann loksins gullverðlaun bobsleðakeppni en hann fagnaði sigri ásamt Alexey Voevoda í tvímenningi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×